Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 77
á hringveginum fyrirvaralaust, Hítarvatn er þó undantekning, þar þarf að panta sér daga með fyrirvara. En Langa- vatn, Hlíðarvatn, Baulárvallavatn, Hraunsfjarðarvatn og Selvallavatn bjóða upp á öræfakyrrð og góða veiði. í Baulárvatni er auk þess möguleiki að setja í vatnaskrímsli. Snæfellsnesið geymir einnig nokkrar ágætar laxveiðiár, Haf- fjarðará, Straumfjarðará og Fróðá dettur manni í fljótu bragði í hug. í Dölunum er lax í hverri sprænu. Þar eru kunnastar Laxá, þar sem útlendingarnir einir veiða, og Haukadalsá. Vestfirðirnir eru dálítið sér á báti. Þar eru margar ár, flestar stuttar og kaldar og nýtast því ekki venjulegu ferðafólki. Er lax ísumum. j öðrum er göngusil- ungur og er ekki hægt að mæla með öðru en að fólk spyrjist fyrir. Þess má geta, að gistihúsin á Barðaströndinni hafa oft verið með nokkur góð silungsvötn í tak- inu og getað boðið ferðafólki upp á góða og ódýra silungsveiði. Á Norðurlandi eru margar af bestu laxveiöiám landsins, meira að segja ár sem eiga sér enga líka í heiminum. Nægir þar að benda á Laxá á Ásum, sem gefur árlega hátt í 2000 laxa yfir sumarið. Á að- eins tvær stangir! Laxá er einnig að sögn dýrasta áin, dagurinn þar mun kosta hátt á þriðja hundrað þúsund. Þrátt fyrir verðið, komast færri að en vilja. Frábærar lax- veiðiár eru einnig Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Víðidalsá, Blanda og Laxá í Aðaldal. Þistilfjarðarárnar þykja einnig frambærilegar. Eins og nærri má geta, er víða hægt að komast í góða silungsveiði fyrir norðan. Má þar fyrst og fremst nefna urriðaveiðisvæðið í ofan- verðri Laxá í Þingeyjarsýslu, en erlendir auðkýfingar sem þar hafa rennt, hafa ekki hikað við að leggja það svæði jafnfætis bestu sil- ungsveiðistöðum heims. Framtíð- in ber í skauti sér laxgengd á þessum kafla árinnar og þó aö það sé gott og gilt, læðist að manni hvort það sé verjandi að spilla slíkri silungsveiði sem þarna er. Efri hluti Laxár, er kunnasti sil- ungsveiðistaður landsins, en víðar á Norðurlandi er hægt að renna fyrir silung. T.d. í næstum hverju vatni á Melrakkasléttu. Þar ættu ferðamenn að biðja bændur góð- fúslega að vísa sér á veiðilegustu staðina. Af öðrum góðum vötnum má auðvitað nefna sjálft Mývatnið, en ekki síður vötn í nágrenni þess, t.d. Másvatn og Vestmannsvatn. Þarna er fiskur nánast í hverjum polli og þyrfti heila símaskrá til að nefna öll. Austfjörðum svipar nokkuð til Vestfjarða að þessu leyti, nema hvað bestu laxveiðiárnar eru miklu betri, eða a.m.k. gjöfulli. Vopna- fjarðarárnar Selá, Hofsá og Vesturdalsá eru í sérflokki, Breiðdalsá gefur lítið eftir, auk þess sem hún býður upp á stór- kostlega sjósilungsveiði. Silungs- veiðimöguleikar eru óþrjótandi á Fljótsdalshéraði, á vatnasvæði Lagarfljótsins. Fjöldi fallegra bergvatna rennur saman við Lagarfljótið, silungur er um a(lt, einnig veiöileyfi. Þarna er nóg pláss. Niður Austfirðina eru vötn hér og þar og ættu menn að vera ófeimnir að leita sér upplýsinga, t.d. á gistihúsunum. Suðurlandið er ríki sjóbirtings- ins, hann er þar í flestum straum- vötnum, hvort sem um bergvötn eða jökulvötn er að ræða. Laxinn 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.