Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 79
Gönguferö að Galtarvita Ferðalýsing eftir Pétur Hermannsson, raftæknifræðing Vestan viö Bolungarvík, hand- an við dal og heiði, er Keflavík. I Keflavík stendur Galtarviti sem nafn sitt dregur af fjallinu Gelti. Fyrir stuttu síðan skrapp ég í heimsókn á Galtarvita til Guðmundar frænda míns Bernódussonar, vitavarðar, og konu hans. Með mér í ferðinni voru tveir ungir systursynir mínir, sem búa í Bolungarvík. Okkur var ekið upp í Hlíðardal, þaðan sem við urðum að ganga, en á Skálavíkurheiði, þar sem á sumrin er ökufært voru nú snjóar ófærir bílum. Skálavíkurheiði er þrátt fyrir það frekar lág heiði, 345 metrar á hæð. Hún liggur á milli Hlíðardals, sem er dalur, er gengur upp úr Bolungarvík, og Breiða- bólsdals, sem liggur inn af Skála- vík. Uppi á háheiðinni er varða sem nefnist Hærrikross og neðst í Breiðabólsdal er önnur varða sem nefnist Lægrikross. Vörður þessar voru reistar til þess að fæla burtu ..folaldið", sem var afturganga á þessum slóðum. Afturganga þessi villti um fyrir ferðamönnum á Skálavíkurheiði. Ekki urðum við frændurnir varir við hana, enda í alltof góðu skapi til þess að muna eftir draugnum. Auk þess var veðrið hið ágætasta þennan dag eins og aðra daga í ferðinni. Upp af Skálavík ganga þrír dalir, Breiðabólsdalur, eins og fyrr segir, Hraunsdalur og Bakkadalur. Áður fyrr var búið í Skálavík og voru þar mest sex þæir, en nú er öll þyggð þar í eyði. Seinni árin hafa Bolvík- ingar þó reist sér sumarbústaði þarna. Upp af Bakkadal er skarð, sem nefnist Bakkaskarð og er það 1470 metra hæð. Yfir þetta skarð þarf maður að fara, til þess að komast í Keflavík, þar sem Galtarviti stend- ur. Leiðin upp skarðið er brött og síðustu 100 metrana er stórgrýtis- skriða og urð. Þarna kom vita- vörðurinn á móti okkur og hjálpaði okkur að bera hafurtaskið síðasta spölinn. Keflavík er lítil vík milli fjallanna Galtar og Öskubakks. Upp af henni eru tveir datir, Lunddalur og Norðurdalur. í Lunddal er lítið vatn og er þar dálítið fuglalíf, m.a. álftir með hreiður. Miklir jökulruðningar liggja úr þessum dölum, svo brött brekka myndast niður að víkinni þar sem vitinn stendur. Þarna dvöldum við í þrjá daga. Gengum einn daginn fyrir Gölt og inn í Súgandafjörð að Galtarbæn- um, sem kominn er í eyði. Vitaverðirnir á Galtarvita eru mjög bundnir við vitann. Á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn þarf að taka veðrið, auk þess sem sjá þarf um vitann og radíómastrið, sem þarna var sett upp fyrir nokkrum árum. Einu sinni í mánuði kemur varðskip með vistir og póst, en þess á milli er lítið um gesta- komur. Þó hefur það aukist um vetrartímann að Bolvíkingar koma á snjósleðum. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.