Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 81
Tómas Einarsson, kennari Séð hef ég skrautleg suðræn blóm sólvermd í hlýjum garði, áburð og Ijós og aðra virkt enginn til þeirra sparði. Mér var þó löngum meir í hug melgrasskúfurinn harði, runninn upp þar sem Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði. Þannig segir í Áföngum, einu af þekktustu kvæðum Jóns Helga- sonar. Er ég las þetta kvæði fyrr á árum var þekking mín á landinu harla bágborin. Tæpast vissi ég um Köldukvísl eða Vonarskarð, en einhvernveginn seitlaði þessi seiðandi hreimur kvæðisins inn í hugskotið. Ég lærði kvæðið og það hefur fylgt mér síðan. En hvernig er þá Vonarskarð? Finnst þar melgrasskúfur? Á Kaldakvísl þar upptök sín, eða er hér aðeins um oröaleik skálds að ræða? Þessar spurningar og aðrar álíka leituðu á hugann og fljótlega varð það fastráðið að heimsækja Von- arskarð við fyrsta tækifæri og sannreyna þessar fullyrðingar skáldsins. Staðarlýsing í þessari grein ætla ég að skýra frá einni slíkri ferð, en fyrst er rétt að gera örlitla grein fyrir því, hvar Vonarskarðið er og hvernig lands- lagi er þar háttað. Vonarskarð liggur milli tveggja jökla, Tungnafellsjökuls að vestan en Vatnajökuls að austan og þar gnæfir Bárðarbunga hæst. Á milli undirhlíöa jöklanna eru einir fjórir km, svo einnig mætti líkja skarðinu við breiðan og grunnan dal, sem oþnast bæði til norðausturs og suðvesturs. Um mitt skarðið, þó nær norðri, gnæfir stakt móbergs- fell upp úr því. Nefnist það Valafell. Er það tengt Tungnafellsjökli með allháum hálsi. Háls þessi er þrattur að sunnanverðu en aflíðandi að norðan og er unnt að aka í bíl þar fram á brekkubrún. Þessi háls hefur hlotið nafnið Gjósta. Utar í skarðinu stendur annað fell, stakt, en nokkru lægra en Valafell. Það nefnist Deilir, því þar hjá eru vatnaskil. Vestan við Deili er grunn kvos með nokkrum gróðri í botni, svo miklum, að síðsumars eru þar snapir fyrir skepnur. Dregur hún nafn af því og nefnist Snapadalur. Þar fyrir sunnan gengur fjallaklasi þvert yfir skarðið. Nær hann aust- ur undir Köldukvíslarjökul og lokar nánast skarðinu. Hann er sundur skorinn af smáskörðum og standa stakir tindar og fell þar uppúr milli skarðanna. Botn skarðsins sunn- anvert er marflatt sandflæmi. Ötal lænur og smálækir- liðast þar um, komnir frá undirhlíðum jöklanna, og hrekjast fram og aftur um sandinn, í óvissu um, hvort leiðin liggur í norður eða suður. En ein- mitt á þessari sandsléttu eru upp- tök tveggja stórfljóta, þótt fátt sé hér, sem bendir til þess, nefnilega Skjálfandafljóts og Köldukvíslar. Hér hef ég aðeins drepið á örfá kennileiti í skarðinu og þetta verð- ur að nægja. En snúum okkur að gönguferðinni. Miðpunktur landsins Best er að hefja ferðina frá Nýjadalshúsinu að morgni. Við höfum gist þar um nóttina og gæt- um því lagt tímanlega af stað. Ferðin er fyrirhuguð norður og austur fyrir Tungnafellsjökul og suður að Valafelli, eða eins langt og ökuslóðin nær fram á Gjóstu- brún. Aka verður á tveggja drifa bifreið, því leiðin er grýtt á köflum og yfir nokkrar jökulkvíslar að fara. Inn með Tungnafellsjöklinum að 76 vestan höfum við Sprengisand á vinstri hönd. Við ökum um Tómasarhaga, sem þekktur er úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Aðalkennileitin eru Hofsjökull í vestri, en að norðan ber Fjórð- ungsöldu á Sprengisandi hæst. Fróðir menn telja Fjórðungsöldu standa sem næst á miðpunkti landsins. Útsýnið víkkar, því austar sem við förum. Við greinum Kióa- gilshnjúk í fjarska og svo Trölla- dyngju. Og svo sveigjum við til suðurs inn í Vonarskarð. Fram- undan kemur Valafell í Ijós og Skjálfandafljót til vinstri handar, harla yfirlætislaust hér að sjá, en það er samt sem óðast að draga til sín vatn frá báðum hliðum og vex ört. Uppi á Gjóstu opnast nýr heim- ur. Flatneskjan þar fyrir sunnan blasir við, Deilir gnæfir þar yfir og handan er fjallaklasinn sem lokar skarðinu að mestu. Lengst í suðri gengur vesturbrún Vatnajökuls niður undir sandinn og þar með- fram jökulsporðsbrúninni glittir á vatnsflöt Köldukvíslar, sem eins og Skjálfandafljót, dregur til sín vatn frá báðum hliöum áður en hún brýst út úr skarðinu áleiðis að Þórisvatni. Hér á Gjóstubrún yfirgefum við bílinn og óskum bílstjóranum góðs gengis á leiðinni til baka. En við leggjum land undir fót, því fram- undan er um það bil 6 klst. róleg ganga niður að húsi. Við tökum stefnuna á hverareyki, sem bera við loft í göngustefnunni. Ekki höfðum við hugmynd um það fyrr, að jarðhita væri hér að finna, en forvitnilegt er það eigi aö síður. Eftir að við höfum gengið nióur brekkuna frá Gjóstu, fellur landið aftur í fangiö og nauðsynlegt er, að fara rólega, ekki síst, ef ferða- félagarnir eru lítt þjálfaðir til göngu. í björtu veðri er útsýnið fagurt og tignarlegt. í austurátt ber Bárðarbungu hæst. Þar gengur landið næst himninum og ,,þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu", eins og Halldór Laxness orðar það á einum stað. En víðar er fegurðina að sjá, en einna mest mun þó auðnin og hinn þröngi sjóndeildarhringur orka á hugann. Það er eins og við séum stödd í öskju, barmar hennar rísa upp til allra hliða, misháir að vísu, en þeir tálma samt alla útsýn til fjarskans. Og þögnin er órofin, ekkert fugla- kvak, aðeins niðurinn frá fjalla- lækjunum, sem leið okkar liggur yfir. Fjölbreytilegt landslag Eftir um það bil tveggja tíma göngu erum við komin að hverun- um, sem fyrr voru nefndir. Þótt þeir virtust vera allnærri, er viö stóðum á Gjóstubrún, hefur samt tognaó úr leiðinni. Á öræfunum virðist það vera ríkjandi regla að fjarlægðir allar eru svo óraunverulegar, miklu styttri en þær eru í raun. En hvað um það. Við erum hér stödd og ólýsanleg litadýrð blasir við. Hér eru allar tegundir íslenskra hvera, leirhverir, gufuhverir og vatnshverir, ekki stórir að vísu, en fjölbreytileiki lita í leir og kísil er meiri en orð fá lýst, og tæplega munu færustu málarar ná aó festa hana á léreft. Sjón er sögu ríkari. Frá þessu hverasvæði rennur yl- volgur lækur. Hann hefur grafið sér djúpa skorninga í gljúpan leir- jarðveginn. Sum þessi gil eru full af snjó, en undir rennur lækurinn og þar hefur hann myndað fagrar hvelfingar og hella. Allt er þetta skoðunarvert og tekur sinn tíma. En er við fylgjum læknum eftir með augunum, kemur í Ijós, að hann beygir í suðurátt. Þaö fer ekki á milli mála. Hér er komin ein af upptakakvíslum Köldukvíslar. En er það í samræmi við boðskap skáldsins? Viö látum þaö liggja milli hluta að sinni en tíminn líður, við eigum drjúga leið eftir, og ekki 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.