Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 84
Klukkutinda, en þangað er all- langur aðdragandi. Er því betra að fara upp með gili sem er nokkru norðan við miðja vesturhlíð fjalls- ins. Best er að fara upp gilbarminn að norðan, er það bratt en tor- færulaust. Af brún er svo þæf- ingsbrekka upp á gígbarm en í gígskálinni er hjarn og vatn fram eftir sumri. Vinsæl og skemmtileg göngu- leið er upp með Brúará um svo- nefnd Brúarárskörð milli Högn- höfða og Rauðafells. Má fara hvorum megin árinnar sem er, en hún kemur upp spölkorn ofan við skörðin. Er mjög sérkennilegt að sjá hvernig hún sprettur þar upp úr svörtum Rótasandinum. Högn- höfði er auðveldur uppgöngu, en Kálfstindur og Skriðutindar sýnast torsóttari. Þarna getur að líta margar gerðir fjalla á tiltölulega litlu svæði. Þarna eru dyngjur eins og Skjald- breiður, Lambahraun og Sandfell, stapar eins og Hlöðufell og Skrið- an og móbergshryggir eins og Kálfstindur og Skriðutindar. Eitt er einkenni á landssvæði þessu, sem ferðamenn verða að hafa í huga, en þar er víða erfitt að ná í vatn. Vatnsból er illt á Hlöðu- völlum og þrýtur í þurrkum en það er nokkurn spöl frá skálanum í stefnu á Skriðuna. Vatn má lengi finna í hraunbollum suður af skál- anum undir Kerlingu handan veg- arslóðans en tryggast er að hafa með sér vatn ef þurrkar hafa staðið lengi á svæðinu. Þó að flestir kjósi að nota sum- arið til öræfaferða, er engan veg- inn frágangssök fyrir skíðamenn, sem kunna til vetrarferða, að fara þarna um á gönguskíðum þegar lengja tekur dag á útmánuðum. Auðvitað verður þá að vera viðbú- inn aftakaveðrum og kunna þá list að búast um án þess að saki, en kostur er að skammt er til byggða röskum skíðamanni. Þessi perla íslenskra öræfa er aðeins í seilingarfjarlægð frá þétt- býlinu við Faxaflóa. Vonandi er óhætt að hvetja menn til þess aö notfæra sér það, án þess að eiga á hættu að þeir spilli viðkvæmri náttúru fjallanna með utanslóða- akstri eða ruslaralegri umgengni. Þeir sem nenna að ganga um svæðið geta ekki fundið betri að- feró til að slaka á borgarstreitunni, finna þægilega göngulúa í hlýjum poka og sofna sáttir við lífið og landið og jafnvel viö samferða- mennina. \ SÆVARHOFÐA 4 SÍMI: SKRIFSTOFA 33600 AFGREIÐSLA 36470 SteypustQðin hf IFÐA 4 25 steypubifreiðar ávallt til reiðu 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.