Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 87

Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 87
Vesturland: Hvalfjörður, Húsafell og Snæfellsjökull Lýsing eftir Tryggva Halldórsson, fararstjóra hjá Ferðafélagi íslands Víða á Vesturlandi er land fall- egt og hentugt til útiveru. Fyrir þá sem gaman hafa af gönguferðum skal ég minnast á styttri göngu- ferðir á nokkrum stöðum. Hvalfjörðurinn þykir fallegur fjörður. Innst í Hvalfirði er Botns- dalur og inn af honum Hvalfell og Hvalvatn. í Botnsá, sem rennur úr Hvalvatni er Glymur, hæsti foss landsins. Þarna er skógur eða kjarr og þar er skjólgott á sumar- dögum. Frekar auðvelt er að ganga á Hvalfell og í þeirri ferð má líta á Glym og Hvalvatn. Stutt ferð. í næsta nágrenni við Hvalfell eru Botnsúlur, sem hæst ná upp í rúmlega þúsund metra hæð. Á Syðstusúlu er auðvelt að ganga. Menn velja fjallshrygginn til hægri og þaðan upp á hátindinn. Ökufært er inn í Botnsdal að bænum Stórabotni. Skarðsheiðin er fjallaklasi norð- an við Hvalfjörðinn. Hefðbundin leió þangað upp er um Skarðsdal, einnig er ákaflega fallegt vestan- megin og gaman að ganga á Skarðshyrnu og Heiðarhornið. Á Draghálsi er ekki mikil fjalla- sýn en leiðin er engu að síður fall- eg og þaðan er útsýni yfir Skorra- dal og Skorradalsvatn, sem er umlukt skógi eða kjarri. Falleg bíl- leið liggur með vatninu að vestan- verðu niður í Andakíl og yfir Hest- háls. Norðan við Hestháls er mannamótsflöt, þar sem sögur segja, að Borgfirðingar hafi safn- ast saman til Alþingisferðar. Húsafell Ég mæli með ferð um Kal- mannstungu og Hallmundarhraun með fjallið Strút á hægri hönd. Gaman er að ganga á Eiríksjökul, en Strútur er fallegur útsýnisstaö- ur. Þangað upp er jeppafært, ruddur vegarslóði. Einnig er útsýni gott af Hafrafelli, sem er á milli Geitlandsjökuls og Eiríksjökuls. Surtshellir er í Hallmundar- hrauni. Eflaust leikur mörgum hugur á að komast þangað. Nú, ef ekið er um Kaldadal er gott að fara á Prestahnjúk og Geitlandsjökul. Upp á Prestahnjúk er ökufært á jeppum. Eldborg á Mýrum Eldborg á Mýrum er falleg eld- stöð, en þangað er nokkuð langur gangur. Maöur ekur niður að Skorrastöðum, sem er bær þarna, og gengur þaðan með Borgar- læknum til þess að krækja fyrir skóginn. Gangan tekur eflaust um þrjá tíma fram og til baka, en er eflaust vel þess virði. Undir Jökli Snæfellsjökull og umhverfi hans yfirgnæfir alla aðra staði á Vestur- landi að mínu mati. Þar eru nátt- úruminjar miklar og hrikalegar og auk þess eru þarna sögufrægir staðir. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.