Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 8
STIKLAÐ Á STÓRU... Lausafjárstaða inn- lánsstofnana Á fyrri hluta síöasta árs var lausafjárstaða innlánsstofnana óvenju góö, en rýrnaöi hins vegar mjög á síðari hlutanum og á fyrsta þriðjungi yfirstandandi árs var hún lakari en á sama árstíma árin 1976—1979. Svo slæm lausafjár- staöa sem nú aö undanförnu er síöur en svo einsdæmi, en svo mikil rýrnun sem átt hefur sér staö á einu ári er fremur fágæt, einkum meö tilliti til hagstæöra ytri skilyrða. Með lausafjárstöðu er átt viö nettóeign innlánsstofnana af lausafé, þ.e.a.s. peningum í sjóði, ríkisvíxlum og óbundnum innstæö- um í Seðlabankanum og erlendum bönkum aö frádregum yfirdrætti og öörum stuttum skuldum viö þessa banka. Eignaliöirnir bera yfirleitt lága eöa enga vexti, en af yfirdrætti í Seðlabankanum greiöa innláns- stofnanir refsivexti, nú 4,75% á mánuði eöa sem svarar 75% á heilu ári. Árin 1976—1979 svaraði lausafjárstaöa í apríllok aö meöal- tali til 4% af útlánum, en öll árin var hún orðin neikvæö í lok september, aö meðaltali um 2% af útlánum. Á yfirstandandi ári brá svo viö að lausafjárstaöan var neikvæö fram í apríl er hún lyftist yfir núllmarkiö og nam í lok þess mánaöar um 0,7% af útlánum. Reynsla síðustu ára gæti því bent til verulegra erfiðleika framundan aö öllu óbreyttu, segir í Hagtölum mánaöarins, júníhefti. Sambandið aðili að þremur nýjum félögum Stjórn Sambandsins hefur heim- ilað samkvæmt beiðni Kf. Húnvetn- inga, að lagðar yröu fram 15 millj. kr. til hlutabréfakaupa í fyrirtækinu Ósplast hf. á Blönduósi, gegn því aö heimamenn legðu fram 30 millj. kr. í nýju hlutafé og stefnt yröi aö heildarhlutafjáraukningu aö upp- hæð 60 millj. kr. Hefur fyrirtækið síöan veriö rekiö í nánu samstarfi viö Plasteinangrun hf. á Akureyri. I framhaldi af athugunum á fisk- eldi og hugsanlegri þátttöku sam- vinnuhreyfingarinnar í uppbygg- ingu á þeirri atvinnugrein hefur Sambandsstjórn einnig samþykkt aö Sambandið gerist hluthafi i fyrirtækinu Fiskeldi hf. meö einnar millj. kr hlutafjárframlagi. Að beiðni Kf. Hrútfirðinga hefur Sambands- stjórn einnig samþykkt aö Sam- bandiö gerist hluthafi í Vélaverk- stæðinu Klöpp hf. á Borðeyri meö 5 millj. kr. framlagi. Jarðstöðin Skyggnir Nú er gert ráö fyrir aö jaröstöðin Skyggnir í Mosfellssveit veröi tilbú- in til notkunar í september 1980. Upphaflega átti stööin að vera til- búin í nóvember 1979 en ýmis atriði hafa valdið seinkun. Er þess fyrst aö geta aö í upphafi árs 1979 ósk- aöi ríkisstjórnin eftir frestun á loka- áfanga verksins fram yfir áramót 1979/80 vegna niðurskurðar á framkvæmdum. í þann mund, sem loftnet stöðvarinnar var tilbúið í verksmiðju voriö 1979, skall á skipaverkfall og tafði þaö verkið um nær 40 daga. Ekki eru íslendingar einir um tafir viö byggingu jarðstöðvar. Hin nýja stöö hinna Norðurlandanna í Tan- um í Svíþjóö hefur einnig oröiö fyrir verulegum töfum. Stór hluti síma- viðskipta okkar Islendinga mun fara í gegnum jaröstöðvarnar í Mosfellssveit og Tanum og er von- aö aö opnun þessarar leiöar tefjist ekki af þessum sökum en eins og stendur er ráðgert aö opna um miðjan október 1980. Fyrsta hlut- verk jarðstöðvarinnar veröur hins vegar að koma á beinu símasam- bandi viö V-Þýzkaland og þaöan viö ýmis Miö- og Suður-Evrópu- lönd, en simaviðskipti viö þessi lönd eru nú miklum erfiöleikum bundin. Sambandsfélögin 1979 í árslok 1979 voru Sambands- kaupfélögin 48. Félagsmenn voru 41.639 og haföi þeim fækkaö um 691 frá árinu á undan. Voru félags- menn þá 18,4% þjóðarinnar. Samkvæmt skýrslugerð Hag- deildar Sambandsins um afkomu félaganna áriö 1979 voru 25 félög gerö upp meö hagnaði að upphæö samtals 766,5 millj. kr., en 10 félög sýndu halla aö upphæö samanlagt 365,5 millj. kr. Er þvi hagnaöur um- fram halla hjá félögunum 401,0 millj. kr. sem er allmiklu betri af- koma en árið 1978. Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna því aö nýju skattalögin, sem nú er gert upp eft- ir, búa til bókfæröar tekjur sem nema verulegum fjárhæöum hjá kaupfélögunum. Er því hætt viö aö í heild hafi rekstrarafkoma félag- anna ekki batnað í raun á árinu sem leiö. Velta félaganna var samkvæmt sömu heimild samtals 152.849 millj. kr. og skiptist þannig: Sala vöru og þjónustu 92.731 millj. kr., sala landbúnaðarafuröa 43.181 millj. kr. og sala sjávarafurða 16.937 millj. kr. Velta félaganna jókst um 59% á árinu. 8 Skráningar- deild fasteigna Skráningarmál fasteigna og álagning fasteignagjalda hjá Reykjavíkurborg hefur veriö endurskipulögð á þann hátt, aö komið hefur verið á fót sérstakri deild, sem annast skráningu og úr- vinnslu upplýsinga um fasteignir í borginni og íbúa hennar. Deildin nefnist skráningardeild fasteigna og tekur viö af svokallaöri fast- eignagjaldadeild Reykjavíkurborg- ar. Forstööumaöur hinnar nýju deildar hjá borginni hefur veriö ráöinn Kristinn Ó. Guðmundsson, lögfræöingur, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði frá 14. júlí 1966 til 14. júlí 1979. Hlutverk hinnar nýju deildar skal vera eins og hér segir: 1. Söfnun og skráning upplýs- inga, sem varða allar fasteignir í borginni, eigendur þeirra og notkun. 2. Samskipti viö Fasteignamat rík- isins, frumvinnsla upplýsinga til þess og eftirlit meö, aö fast- eignir séu rétt skráðar í fast- eignamati. 3. Útreikningur fasteignagjalda, brunabótamats og skráning brunabótamats. 4. Öll upplýsingagjöf til almenn- ings og vottorðagjöf, sem varð- ar íbúa og fasteignir (þar á meðal manntal og lóöaskrárrit- ari). 5. Samræming allrar fasteigna- skráningar í borginni og sam- tenging allra upplýsinga, sem þegar eru í tölvutæku formi. Ennfremur er ætlunin, er tímar líða, aö deildin taki viö hlutverki lóöaskrárritara svo og, aö mann- talsskrifstofa borgarinnar verði sameinuö þessari nýju skráningar- deild til að tengja nánar en verið hefur íbúaskrár og fasteignaskrár til aukinnar hagræðingar. Markmið þessarar endurskipu- lagningar er aö auka eftirlit með skráningu fasteignamats og ná- kvæmni í álagningu fasteigna- gjalda. Ennfremur á öll afgreiðsla vottoröa um fasteignir að færast á einn staö til stóraukinnar hagræð- ingar fyrir almenning, að því er segir í greinargerð um endurskipu- lagninguna. Launa- greiðendur Kynniö yöur skipan á greiðslu orlofsfjár Samkvæmt reglugerö nr. 161/1973 ber launagreiðend- um aó gera skil á orlofsfé fyrir 10. hvers mánaðar, vegna launa næsta mánaðar á undan. Greióslunni skal fylgja skilagrein á þar til gerðu eyðublaói sem Póstur og sími gefur út. Gætið þess sérstaklega að nafnnúmer séu rétt. Launþegar fá reikningsyfirlit á 3ja mánaöa fresti frá Pósti og síma. Það sýnir hve mikið'orlofsfé hefur veriö mót- tekið þeirra vegna. Geyma þarf launaseólana til að geta séö hvort rétt upp- hæð hefur verið greidd inn á orlofsreikninginn. Vió lok orlofsárs fær launþegi senda ávísun á orlofsfé sitt. Eyóublöð fást á þóststöðum og eru þar veittar nánari upplýsingar. PÓSTGÍRÓSTOFAN Ármúla 6, Reykjavík. Sími 86777. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.