Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 11
ordspor Nýgerður rammasamningur við Sovét- ríkin þykir lofa góðu fyrirýmsar útflutn- ingsgreinar íslendinga. Voru Sovétmenn fúsari til viðskipta en ýmsir áttu von á fyrirfram. En það mun hafa komið fram í viðrœðum við oddvita sovézku samninga- nefndarinnar að hún vœri reiðubúin til samninga við Islendinga umfleira en það, sem fram kom á pappírnum. Sovétríkin eru reiðubúin til að selja íslendingum tækni og taka þá islenzkar útflutningsaf- urðir á móti. Eru þeirþá sérstaklega með í huga vélar og tœkni í sambandi við upp- byggingu raforkuvera. Þá létu Sovétmenn I Ijós vilja sinn til að fá undanþágur til veiða í íslenzkri fiskveiðilögsögu. Þar var fyrst og fremst átt við kolmunnaveiðar og að aflanum yrði jafnvel landað hérlendis. Þessu ta/i var eytt strax í fœðingu af for- svarsmönnum íslenzku samninganefnd- arinnar og Sovétmenn hvattir til að nefna það ekki upphátt við sanmingaborðið, sem þeirgerðu ekki. Ennfremur létu hinir sovézku fulltrúar í Ijós vonir um að ís- lenzk blöð skrifuðu vinsamlegar um Sovétríkin en þau gerðu nú mörg hver. Þessu var svarað með því að benda á grundvallarlögmál skoðanafrelsis og prentfrelsis sem hér ríktu. Hinir sovézku embœttismenn, sem þátt tóku í viðrœð- unum létu það gott heita að sinni en ís- lenzku samningamennirnir eiga von á að á þessi mál verði minnt í framtíðinni af hálfu Sovétmanna. Þeim fjölgar stöðugt, sem kvarta undan því að símakerfið hér á höfuðborgar- svæðinu sé „hriplekt“. Menn upplifa það þannig að þeir koma inn á sanitöl fólks, þegar þeir ætla að hringja út í bæ eða að óviðkomandi aðilar koma allt í einu blaðskellandi inn á prívatsamtöl manna, nokkuð undrandi þó. Sérstaklega hefur verið kvartað yfir þessu í sambandi við Hafnarfjarðarsímtöl. Eins og að lík- um lætur eru þeir, sem hafa gengið í gegnum svona opin fundahöld á símalín- unni nokkuð tortryggnari í garð síma- kerfisins en áður og munu ekki tala alveg jafn opinskátt og frjálslega í símann og þeir hafa gert hingað til. Það getur nefnilega alltaf einhver komið inn á lín- una — án þess að kynna sig eins og þeir kurteisu gera. En það er fleira sem lekur. Síðustu dag- ana er sú uggvœnlega staðreynd að verða hönnuðum Hrauneyjarfossvirkjunar í Þjórsá deginum Ijósari, að uppistöðulón virkjunarinnar muni verða hriplekt og það ekki síður en lónið við Sigöldu, ef að líkum lœtur. Orkustofnun boraði tilraunaholur með lOOmetra millibili þá nokkurra kílómetra leið, sem stíflugarðurinn á að standa á og gáfu niðurstöður borananna til kynna að heppilegast vœri að grafa ofan á öruggt hraun, og byggja þar öruggan garð með sérstökum kjarna er vœri vel vatnsþéttur. Nú er búið að grafa fyrir undirstöðum og kemur þá í Ijós að hraunið er margfalt ótraustara en rannsóknir gáfu til kynna og ef til vill hefði verið heppilegra að ýta upp garði, þekja hann vatnsmegin og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.