Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 14
innlent Myndbyltingin á íslandi Fróðir menn gizka á, að um 20 þúsund manns hafi nú beinan eða óbeinan aðgang að myndefni á myndsegulbandstækjum hér á landi eða nálægt 10% þjóðarinnar. Hér munu nú vera í notkun um 2000 tæki, sem þjóna fjölbýlishúsum, fiskiskipa- flotanum eða fjölskyldum og einstaklingum. Mörg fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu hafa komið upp sameiginlegri myndsegulbandsdreifingu, sem tengist inn á loftnetskerfi húsanna. Þannig hafa mörg hundruð íbúðir aðgang að einu tæki. Er búizt við að með haustinu muni eftirspurn eftir þessum búnaði aukast til muna. Sigurður G. Ólafsson, eigandi Sjónvarpsvirkjans í Arnarbakka 2, hefur manna mest unnið að upp- setningu myndsegulbandstækja og tilheyrandi útbúnaðar fyrir fjöl- býlishús. Nýlega voru um 400 íbúðir í Asparfelli og Æsufelli tengdar við sameiginlegt sjón- varpskerfi með einu myndsegul- bandstæki. Skömmu áður voru 140 íbúðir við Krummahóla, búnar að fá slíkan búnað. Þá var komið upp myndsegulbandstæki fyrir 56 íbúðir í Orrahólum og þannig mætti lengi telja. Fjölbýlishús í Reykjavík, Kópavogi og norður- bænum í Hafnarfirði eru mörg þegar með myndsegulbandstæki í notkun eða að viðkomandi húsfé- lög hafa í hyggju að kaupa þau. I svokölluðu Búðahverfi í Garðabæ er jarðstrengur fyrir sjónvarps- sendingar og þar hafa menn hugsað sér að nýta þennan möguleika fyrir eigið, lokaö mynd- sendingarkerfi. Sama er upp á teningnum í nýjum hverfum á Akranesi og í Borgarnesi, þar sem jarðstrengur tengir saman hús í því augnamiði að um hann verði dreift myndefni. Einnig hafa menn hugsað að nota hann fyrir stað- bundið útvarp í framtíðinni. í Keflavík eru 30—40 tæki. Raöhús í Fossvogi eru þegartengd saman á lokuðu sjónvarpskerfi og menn eru með slík áform í nýju byggðinni í Selásnum. Sigurður hefur sjálfur sett upp kerfi í um 1500 íbúðir á Reykjavíkursvæðinu. Og þá er komið aó kostnaðar- hliðinni. Margur mundi kannski halda að það kostaði morð fjár að koma upp „prívat-sjónvarpsstöð" sem stytti mönnum stundir með útsendingu á nýjum bíómyndum, þegar úthaldstíma RUV er lokið eða dagskrá þess svo geyspahvetjandi að menn fyndu til notalegheita í fingurgómnum um leið og þeir ýttu á aðra rás á tæk- inu og mættu búast við aö sjá eitt- hvað annað en auöan skjáinn. Fyrsti liður á kostnaðaráætlun er að sjálfsögöu myndsegul- bandstækið sjálft. Um helztu tæki, sem hér eru á markaðnum veröur fjallað sérstaklega í þessari grein. Við íhugum því næst dreifingar- kostnaðinn. I flestum eða öllum fjölbýlishúsum, sem byggð hafa verið síðustu 4—5 árin eru svo- kallaðir breiðbandsmagnarar. Þeir nægja til að koma útsendingu frá einu sameiginlegu myndsegul- bandstæki til allra íbúða hússins og með nægilegum styrk til að mynd og hljóð verði hárfínt og tært. Sé um eldri hús að ræða þarf að koma upp sérstökum mögnur- um. í þeim tilfellum kostar nauð- —um tvö þúsund myndsegulbandstæki munu vera beinan eða óbeinan aðgang að dreifingu myndefnis 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.