Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 22
Nesco, Akai Akai-tækin hjá Nesco eru ekki ósvipuð JVC-tækjum eða Nordmende. Akai VHS VS-9500 kostar nú 1180 þús. Annars er Akai um það bil að senda nýtt tæki á markað. Það er ferðatæki, mjög létt, vegur aðeins um 7 kíló og segja starfsmenn Nesco aö það muni nánast koma í stað kvikmynda- vélar fyrir áhugafólk. Þetta tæki heitir ActiVideo VHS. Tækið gengur fyrir 220 volta straum eða rafhleðslum, sem má endurhlaða. Hægt er að spóla upp aftur og taka myndir á nýjan leik, t.d. á ferðalagi. Það er hægt að sýna myndefnið á mismunandi hraðastillingum. Að Akai-tæki kostar um 1200 þús. sögn starfsmanna Nesco er drjúg sala í myndsegul- bandstækjum og tóku þeir fram að talsvert væri um það að fólk í vaktavinnu eignaðist tæki, þannig aö heimilisfólkið tæki upp sjónvarpsefni, sem síðan væri spilað í vaktafríum. Meö Akai-tækjum fylgir svonefnd Akai-alfræðibók, þar sem kennd eru öll undirstöðu- atriði í sjónvarps- og myndsegulbandsfræðum og lesendum kennt að beita þeim tækjum, sem þoðið er upp á og veittar leiðbeiningar um myndatöku. Nesco er einnig með umboö fyrir Grundig, en það er einmitt Grundig, sem er að senda frá sér nýtt myndsegul- bandstæki í Video-2000-kerfinu frá Philips. Það heitir Grundig Video 2x4. Verður það mjög vandað að allri gerð. Um þetta nýja tæki sagði starfsmaður Nesco: ,,Alveg hlutlaust talað má gera ráð fyrir að tvö ár líði áður en komizt verður fyrir alla byrjunarörðugleika í þessu nýja kerfi." Heimilistæki hafa eins og áður segir umboð fyrir Philips-tækin nýju. Eitt sýnishorn er komið til landsins en fyrsta sending tækja er væntan- leg í júlímánuði. Starfsmaður Heimilistækja fullyrti aö það væri samdóma álit tæknimanna að hér væri á ferðinni mikil bylting. Efniskostnaður færi niður um helming við það að hægt væri að snúa spólunum við án þess að það kæmi fram á hljóðgæðum, sem væru nokkurt vandamál í hæggengustu tækjum á mark- aðnum. Mikil sjálfvirkni og tölvustýring er í þessu tæki en nýja kasettan er stóra trompið. Umboðsmenn Philips eru bjartsýnir og vitna til þess að Philips hafi unnið kerfisstríðiö um hljóókasetturnar. Philips lofar því, að þeir sem kaupi tæki frá þeim eftir sjö ár héðan í frá geti notað spólur úr þessu kerfi áfram. Alls hafa um tuttugu sjónvarpsframleiðendur í Evrópu samein- azt um þetta kerfi og hafið framleiðslu á myndsegul- bandstækjum. Tækið kostar um 1700 þús. og full- komin litsjónvarpsmyndavél, sem því getur fylgt, kostar annað eins. Nýju 8-tíma spólurnar í Philipstækin, sem ganga munu að öllum tækjum í Vide-2000-kerfinu, áætla starfsmenn Heimilistækja að muni kosta um 45 þús. krónur. Heimilistæki hafa skrifað fjölmörgum fyrir- tækjum, sem hafa myndefni fyrir þessi tæki á boð- stólum og ætla að koma upp safni til útlána eða sölu. Nýja Philipsmyndsegulbandið hjá Heimilistækjum. Vilberg og Þorsteinn hafa um- boð fyrir Hitachi og bjóða myndsegulbandstæki með því merki. Það eru tvenns konar tæki aóallega. Ann- ars vegar er Hitachi VT-5000, sem er mjög svipaó að öllum eiginleikum og þessi venjulegu myndsegul- bandstæki, sem hér eru á markaði með 10 daga minni fyrir upptökur og fleiri ,,fiffum". Hitachi er í VHS-kerf- inu. Vilberg og Júlíus bjóða innan skamms ennfremur nýtt ferðatæki frá Hitachi, sem er beindrifið en veru- legur munur er sagður á myndgæðum eftir því hvort tæki eru beindrifin eða reimdrifin. Ferðatækið hefur eingöngu möguleika til afspilunar og er þess vegna fyrst og fremst flutt inn í því augnamiði að selja þau í fjölbýlishús eða fyrir önnur dreifingarkerfi. Tækið vegur 6,8 kíló með rafhlöðu en það má setja í sam- band við 220 volta straum. Það eru því ekki upptöku- möguleikar í þessu tæki sjálfu en kauþa má viðbótar- tæki fyrir móttöku sjónvarpssendinga og upptöku á þeim. Verðið á þessum tveim tækjum frá Hitachi verður svipað og sýnist ætla að verða mjög hagstætt kaupendum miðað við annað framboð á markaði hér, 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.