Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 27
Aðkoman að morgni er oft hrollvekjandi þar sem þjófarnir hafa látið greipar sópa. leitt við aðstæður á hverjum stað. Þó ber þess að gæta aö ganga vel frá hliðar- og bakdyrum, helst með slagbrandi, því aðferðir til innbrots geta verið með ólíkindum frum- legar. Grétar sagði að kæruleysi starfsmanna fyrirtækja væri mjög mikið gagnvart innbrotavörnum. Sama má segja með forráðamenn fyrirtækja og oft eru málin ekki tekin föstum tökum fyrr en brotist hefur verið inn í fyrirtækið. Brýna nauðsyn ber til, að mati Grétars, að einn aðili hafi það verk með höndum innan fyrirtækisins, að framkvæma lokaathugun á hús- næöinu, þegar vinnutíma lýkur, til þess að tryggja það, að hvergi verði nú komist inn. Þjófabjöllukerfi kemur að góðum notum Alls kyns viðvörunarbúnaður getur komið að góðum notum. Benda má þó á að slíkur búnaður getur farið í gang út af veðri eða af öörum ástæðum sem ekki snerta innbrot á nokkurn hátt. Aö auki er slíkur búnaður mjög dýr. Grétar nefndi dæmi um fyrir- tæki, sem hafði orðið fyrir þungum búsifjum vegna innbrota. Þess vegna var komið fyrir þjófabjöllu- kerfi, sem tengt var inn á síma. Þegar brotist var inn hringdi sím- inn til lögreglunnar og af segul- bandi var það tilkynnt að verið væri að brjótast inn. Svo brá við, að eftir að fyrirtækið setti upp þennan búnað losnaði það svo til alveg við óvelkomnar næturheim- sóknir. Fjöldi fyrirtækja hefur nætur- verði til eftirlits. Mörg hver hafa ráðið sameiginlegan næturvörð. Það er álit Grétars, að þegar verið er að hanna stórt atvinnuhúsnæði eigi skilyrðislaust að gera ráö fyrir næturvarðaríbúð og að tengt sé þjófabjöllukerfi og eldvarnarvið- vörunarkerfi inn í þá íbúð. Þjófnaður fyrir allra augum Eins og áður sagði er mikið um kæruleysi starfsmanna fyrirtækja gagnvart innbrotavörnum og svo er einnig með allan almenning. Verst er þó þegar fólk vill ekki gera lögreglunni viðvart þegar það verður vart við afbrot eða tilraun til afbrots. Mönnum finnst þeir vera að skapa sér óþarfa umstang með því. Fólki hrýs hugur við vitna- leiðslum og skýrslugjöfum, en staðreyndin er sú að lögreglan þarf á hjálp almennings að halda eigi hún að geta rækt störf sín skilmerkilega. Þess vegna á hver sá, sem verður var við afbrot eða tilraun til afbrots að láta lögregl- una skilyrðislaust vita. Grétar nefndi nokkur dæmi um bíræfni þjófa og þessi dæmi lýsa eflaust einnig kæruleysi starfs- fólks. • Maður nokkur kemurtil dæmis inn á skrifstofu fyrirtækis eins hér í Reykjavík. Hann gengur að borði einnar vélritunar- stúlkunnar og segist eiga að fara með ritvélina, sem hún vinnur við í viðgerð, sem hann og gerir. Þessi maður hefur aldrei síðan sést né heldur rit- vélin. • Á einu af sjúkrahúsum höfuð- borgarinnar var nokkuð af starfsfólkinu að horfa á iita- sjónvarp í einni af setustofum hússins. Koma þá tveir menn inn og kveðjast eiga að taka sjónvarpið í viðgerð. Þeir taka það úr sambandi og flytja út og síðan hefur ekkert til þeirra spurst né sjónvarpsins. • Dag einn komu tveir menn á sendiferðabfl að bakdyrum teppafyrirtækis hér í borg. Þeir tóku til óspilltra málanna við að flytja út pantanir, sem voru rétt fyrir innan bakdyrnar. Starfsfólkið varð vart við þess- ar tilfæringar, en engum datt í hug að hér væri um eitthvað óeðlilegt að ræða, en samt er það víst, að teppin bárust ekki til þeirra, sem höfðu keypt þau og ekkert hefur frést af „burðarkörlunum“. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.