Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 29
„Hvítftibbaafbrotin” Varasamir víxlar, tékkamisferli og fjárdráttur vaxandi málaflokkur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins Alls kyns auðgunarbrotum fer sífjölgandi hér á landi. Slík brot má eflaust flokka niður í margar greinar eftir eðli þeirra og hvort um sé að ræða líkamsmeiðingar eða skemmdir á föstum fjármunum við framkvæmd brotsins. Með æ meiri fullkomnun í þá átt að tryggja öryggi í viðskiptum, þá krefjast tilraunir til afbrota staðgóðrar þekkingar og menntunar ef eitt- hvað á að hafa úr krafsinu án þess að upp komist. Bókhaldssvindl er orðið algengt afbrot, hvort sem um er að ræða skattsvik eða undanskot peninga. Slík af- brot krefjast vissrar „fágunar“ og eflaust menntunar. Því eru afbrot af þessu tagi oft nefnd „hvítflibbaaf- brot“. Frjáls verslun leitaði fyrir skömmu til Erlu Jónsdóttur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins til þess að fræðast um fjölda slíkra brota, en Erla stjórnar einmitt deild þeirri sem hefur meö höndum rannsóknir á auðgunar- og fjár- munabrotum. Á síðasta ári komu til meðferðar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins níu kærur um fjárdrátt og í öllum tilfellunum var um að ræða aðila sem höfðu með höndum stjórn opinberra sjóða. Fjársvikakærur voru 102 á síð- asta ári og var um að ræða ýmis mál í almennum viðskiptum. Tékkamisferli algengustu brotin Rannsóknarlögreglan fékk á síðasta ári 432 kærur til meðferðar vegna meints tékkamisferlis. Yfir- leitt var um að ræða innistæðu- lausa tékka. Slík mál þykja heldur ,,óarðbær“ mál, ef svo mætti að orði komast. Kærandi á það oftast til aö láta málið niður falla jafn- skjótt og hann fær greiðslu fyrir tékkann. Þá er málið ónýtt fyrir lögreglunni, hversu mikil vinna sem hefur verið lögð í það. Af þessari ástæðu, m.a. hefur verið ákveöið að láta þessi mál mæta afgangi í rannsóknum nema ef um sé að ræða ítrekuð brot eða þau brot þar sem um stórar fjárhæðir er að tefla. Tékkafölsun er einnig talsvert algeng. Hér er þó um að ræða þá tegund fólks, sem er að leita að fljótfengnum peningum til þess að eyða í brennivín og skemmtanir. Slíkt fólk hnuplar ávísanaheftum þar sem tækifæri gefst til og um leið persónuskilríkjum. Á síðasta ári bárust 87 kærur um falsaðar ávísanir en sú tala gefur ekki ná- kvæma mynd af umfangi þessara brota, þar sem hvert tékkanúmer þýðir ein kæra en í henni getur verið um allt frá einu ávísana- eyðublaði og upp í heilt hefti eða tvö að ræða. Varasamir víxlar Alls kyns skjalafals er algengt. Erla Jónsdóttir tjáði okkur að mik- ið væri af vafasömum víxlum í um- ferð, sem væru að einhverju eða öllu leyti falsaðir. í flestum tilvikum er hér um að ræöa víxla sem tengjast bílakaupum. Övandaöir menn iðka til dæmis þann leik, að kaupa bíl með lítilli útborgun og greiða meginhluta andvirðisins með víxlum. Daginn eftir selja þeir bílinn og fá mun meira greitt út í honum í reiðufé, en auðvitað ætla þessir menn aldrei að standa við víxilskuldbindingarnarnar eða þá að víxlarnir eru hreinlega falsaðir. Erla sagði einnig frá mönnum sem þrátt fyrir síður en svo traust- legt útlit iðkuðu það að selja víxla í bönkum og stæðu síðan aldrei vió skuldbindingarnar eða þá að víxl- arnir væru falsaðir. Til Rannsóknarlögreglu ríkisins bárust á síðasta ári 25 kærur 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.