Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 38
Vandi frystiiðnaðarins vegna sölutregðunnar er mál málanna á fslandi í dag. Albert Guðmundsson, alþingismaður er hér ásamt Guðjóni B. Ólafssyni, forstjóra lceland Seafood Corporation að kynna sér verksmiðjurekstur þess fyrirtækis vestanhafs. andi fyrir kaupendur, sem eru í kröggum.'' Þannig hefur vaxandi sam- keppni við harðan keppinaut eins og Kanadamenn, sem hafa einsett sér að ná tryggri og varanlegri fót- festu á Bandaríkjamarkaði, orsak- að enn alvarlegri þrengingar fyrir höfuðútflutningsgrein íslendinga. Heimatilbúni vandinn ekki síður alvarlegur En vandi íslenzka hraðfrystiiðn- aðarins er ekki bara utanaðkom- andi. Hann grasserar líka innanfrá. Þar komum við að þætti íslenzku frystihúsanna og meðferð þeirra á hráefninu. Hún er í mörgum tilvik- um svo slæm að til vandræöa horfir á viðkvæmum markaði. Steingrímur Hermannsson, sjáv- arútvegsráðherra gat þess í út- varpsviðtali fyrir skömmu, nýkom- inn heim frá Bandaríkjunum, aö nú þýddi ekki lengur fyrir íslenzka framleiðendur að setja þunnildi í þorskblokkina. Þunnildablokkir myndu ekki seljast lengur þar í landi. íslenzk þorskblokk hefur hlotið þá umsögn vestan hafs, að hún væri ekki einu sinni nógu góð handa McDonalds-veitingastaða- keðjunni, sem býöur upp á alódýr- asta og fábrotnasta mat, sem völ er á hjá veitingastöðum vestra. Bein og ormar eru sígilt vanda- mál í íslenzkri fiskframleiðslu. Frystihúsin eru verölaunuð eitt árið fyrir góða framleiðslu en á því næsta er allt á hraðri niðurleið. Svona gengur þetta þrátt fyrir stöðugar viðvaranir og umvand- anir þeirra, sem þurfa að selja vöruna og afla gjaldeyrisins úti á „orrustuvellinunrr. Dæmi eru um að 196 bein hafi fundizt í 16 punda pakkningu af íslenzkum fiski, sem kynntur er sem sérstök gæðavara á Bandaríkjamarkaði. En það er ekki þorskblokkin, sem skiptir máli. Þorskflökin vega langþyngst í fisksölumálum vestan hafs. Hlutfallið er reyndar 70% flök, 30% blokk. Flökin eru uppistaðan sem allt byggist á og allar hreyfingar á verði þeirra til eða frá endurspegl- ast skýrum dráttum í útflutnings- verzluninni og þjóðarafkomu. í Ijósi þessa mætti svo álíta, að með flakaframleiðsluna væri farið af stakri kostgæfni, þegar hún er á vinnslustigi hérlendis. En því fer víðs fjarri. Þunnildi hafa ekki bara farið í þorskblokkina heldur hefur í flakaframleiðslunni verið skorið svo nærri þunnildunum að sölu- fyrirtækin í Bandaríkjunum hafa orðið aö gera alvarlegar athuga- semdir um vörumeðferðina. Bein og ormar eru líka vandamál í flakaframleiðslunni. Roðflettivélar hafa skilið eftir himnu á fiskinum, sem fer í taugarnar á kappendum. Forráðamenn fisksölufyrirtækj- anna hafa orðið varir við áberandi afturför í vörumeðferð hjá hrað- frystihúsunum nú á þessu ári og er skýringin eflaust fólgin í því að húsin hafa ekki haft undan að vinna úr þeim afla, sem borizt hef- ur á land og vinnubrögð því öll orðið hroðvirknislegri. Þegar grannt er skoðað er þarna ef til vill komið að kjarna vandamáls, sem forstöðumönnum frystiiðnaðarins þykir hentara að þegja um eða láta víkja í umræðum fyrir litríkum lýs- ingum á markaðshruninu mikla í Vesturheimi, sem vissulega er al- varlegt vandamál. ■ 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.