Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 40
Vegna þessarar markaðsþró- unar höfðu aðilar hérlendis stílað upp á það í byrjun þessa árs að auka útflutning til Bretlands og verulegur útflutningur til Bretlands fór fram fyrstu mánuði þessa árs. En þá gerðist það, að veðurfar var mjög gott á Norðursjónum og mikil og góð veiði þar. Framboð á ferskum fiski og ísfiski hefur því verið mikið á Bretlandseyjum af hálfu brezkra fiskimanna, Dana og Hollendinga. Samtímis þessu eru Kanadamenn með söluherferð í gangi í Bretlandi og bjóða upp á viðskipti sem fela í sér verulega lægri verö en aðrir hafa verið með á frystum fiski. Sovétmenn, sem hafa verið veigamiklir kaupendur, hafa nú svarað tilboðum um viðbótarsölur á þessu ári. Upp í samninga hafði þegar verið framleitt, en þaö voru um 9000 tonn. Þeim voru boðin 7000 tonn til viðbótar, en hafa fall- izt á kaup á 5000 tonnum. Nú fer einmitt í hönd sá tími í fiskveiðum, þegar mest berst að af grálúðu, ufsa bg karfa, sem einkanlega eru seld á Rússlandsmarkað. Talsmenn frystiiðnaðarins benda á að þegar 25% fram- leiðsluaukning hafi orðið fyrstu fjóra mánuði ársins og þegar jafn- framt er haft í huga, að heildarút- flutningur frystra sjávarafurða hafi verið 143 þúsund tonn í heild í fyrra, hljóti menn að spyrja hvort ekki séu einhver takmörk í fram- leiðslunni, sem menn verði að halda sig innan við. Og komist menn að þeirri niðurstöðu sé um það að ræða að jafna niður fram- leiðslunni á seinni mánuðum árs- ins til að ná þeim jafnvægispunkti, sem leiði frekari líkur að því að verðlagið á afurðum okkar á Bandaríkjamarkaði haldist stöðugt frekar en að við þurfum að lækka það. Heildarvelta Coldwater Sea- food Corporation, dótturfyrirtækis SH vestan hafs, varð 224 milljónir dollara í fyrra og velta lceland Seafood Corporation um 80 milljón dollara. Gert er ráð fyrir að samanlögð heildarvelta þeirra verði um 30 milljón dollara lægri á þessu ári eða að samdrátturinn verði 10—15%. Heildarsala á útfluttu lagmeti gæti tvöfaldast Hugsanlegt er að verðmæti út- flutts lagmetis verði tvöfalt hærra á þessu ári en í fyrra. Árið 1979 nam útflutningurinn um 3 milljón- um dollara en gæti farið upp í 6 milljónir á þessu ári. Nýafstaðnir samningar við Sovétríkin hafa gjörbreytt myndinni fyrir íslenzk- an lagmetisútflutning. I stað heimildar til lagmetis- kaupa fyrir á milli 1,5 millj. dollara og upp í 2 milljónir á ári er nú gert ráð fyrir 4—6,5 m. dollara sölu árlega í nýgerðum rammasamn- ingi næstu fimm ára. Skilningur mun á því af hálfu Sovétmanna, að um innkaup á fleiri vörutegundum en gaffalbitum gæti orðið að ræða. Gaffalbitar hafa vegið langþyngst af útflutningsvörum lagmetisfram- leiðenda og um 70% þeirra hafa farið til A-Evrópulanda, aðallega Sovétríkjanna, þó að það hlutfall félli niður í 40% í fyrra vegna þeirra áfalla, sem framleiðendur urðu fyrir og kunn eru af fréttum. Sovétríkin hafa nú sýnt stóraukinn áhuga á kaupum á síld og síldar- afurðum. Auk lagmetis úr síld munu þeir kaupa verulegt magn af saltsíld. Ekki er gert ráð fyrir að samningurinn nýi komi til fram- kvæmda fyrr en á næsta ári en af hálfu Islendinga hefur verið látin í Ijós ósk um að þegar á þessu ári veröi samið um viöþótarsölur á lagmeti eins og gert hefur verið varðandi freðfiskinn. Sú vörutegund Sölustofnunar lagmetis, sem næst kemur í röð- inni að mikilvægi er „kipper— snacks" eða reykt niðurlögð síld. Þessi vara er fyrst og fremst seld til Bandaríkjanna og nam andvirði útflutningsins í fyrra 1,5 milljón dollara. í ár hefur verið gert ráð fyrir að selja 6—7 milljón dósir á vegum hins nýja sölufyrirtækis vestan hafs, lceland Water Sales, sem er í eigu Bandaríkjamanns. Ef allt þetta magn seldist má reikna andvirði þess á um 3 milljónir doll- ara. Vissrar sölutregðu gætir hvað þessar afurðir snertir eins og á freðfiskmarkaðnum vestan hafs. Norðurstjarnan í Hafnarfirði hefur nú byrjað framleiðslu á síld í nokkrum tegundum af sósum. Eykur þetta breiddina í vörufram- boði og er markaðsstarfsemi í full- um gangi til aö koma þessari framleiðslu á framfæri. Forráða- menn Sölustofnunar lagmetis gera sér vonir um að vekja megi áhuga Sovétmanna á þessum nýju síldarvörum en þær eru ekki síður framleiddar með vestræna mark- aði í huga. Vaxtarbroddurinn í lagmetis- markaði okkar er nú í V-Þýzka- landi, Bretlandi. Þar seljast flestar tegundirnar af framleiðslu okkar á þessu sviði. í Frakklandi erstöðugt unnið að markaðsuppbyggingu fyrir lifur og kavíar. Einnig er verið að kanna möguleika á sölu á niðursoðnum saltfiski til Mexikó, Brasilíu og Spánar. Saltfiskútflutningur 24 milljarflar á sex mánuðum Útflutningur saltfisks nam 32 milljörðum króna 1979. Útflutn- ingur það sem af er þessu ári hefur verið mun meiri en á sama tíma í fyrra. Markaðir hafa verið stöðugir, og vinnufriður innan- lands, þannig að ekki hefur komið til verkfalla eða útflutningsbanns, sem áður hafa haft skaðleg áhrif á saltfisksölur. Samningar, sem gerðir hafa verið um saltfisksölur eru stórir og rúmir og útflutningur hefur gengið hratt. Helztu markaðslönd eru 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.