Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 45
sameign einstaklinga og viðkom- andi sveitarfélags. Af hálfu sveitarfélagsins hefur þetta veriö hugsað sem ágætis at- vinnuveitandi, og starfsfólkið er að miklu leyti húsmæður í hálfs dags starfi, sem sjá þarna fram á góða leið til að drýgja tekjur heimilisins. Að sögn eins viðmælanda okk- ar, eru þessar konur yfirleitt mjög samviskusamar og góðir starfs- kraftar, en þær hafa vanist prjóna- og saumaskap á heimilunum, og eru óvanar þeim hrööu og „rútíner- uðu“ vinnubrögðum sem verk- smiðjuvinna krefst. Úr þessu hefur þó verið reynt að bæta undanfarin ár, með því að haldin hafa verið námskeiö fyrir gæslufólk prjóna- véla, og sníðanámskeið, auk nám- skeiða fyrir verkstjóra og fram- kvæmdasjóra í þessum greinum. Námskeið þessi voru fyrst haldin á vegum Útflutningsmiðstöövarinn- Þriðja stóra atriðið er smæð fyrirtækjanna. Þar sem flest fyrir- tækjanna eru svo lítil sem raun ber vitni hafa þau ekki fjárhagslegt bolmagn til að kaupa stórar og hagkvæmar vélar, heldur eru þau með vélar með litla afkastagetu, sem auk þess eru oft úreltar. Þessi litlu fyrirtæki ráða heldur ekki við þann kostnað sem er því samfara að senda fólk á námskeið, og fjár- hagsleg staða sumra hefur jafnvel verið svo slæm að þau hafa ekki haft efni á að ráða til sín fram- kvæmdastjóra, þannig að stjórnun og skipulag þessara fyrirtækja er oft ansi bágborið. Af þessu má sjá, að næsta skref hlýtur aö vera að stækka þau fyrirtæki sem fyrir eru og veita fjármagninu sem til er á fáa aöila, frekar en að auka fjölda fyrirtækja í greininni. Útflutningur almennt Allt fram á sjöunda áratug þess- arar aldar var ekki fjölbreytninni fyrir að fara í ullarvöruútflutningi landsmanna. Framan af var mikið flutt út af lítt unninni ull. Sá út- flutningur hefur verið nokkuð sveiflukenndur og farið mikið eftir heimsmarkaðsverói á ull. Þannig urðu oft miklar birgðauppsafnanir milli ára. Einnig skiptir miklu að stofninn erekki alltaf jafn stór. T.d. geisuðu sauðfjárpestir um 1950 og snarminnkaði stofninn og var kominn niður í 410 þúsund fjár 1951, en jókst svo í 650 þúsund á næstu 3 árum. Þetta kemur fram í útflutningi á ull en 1951 voru flutt út 250 tonn á móti 428 1952. Út- flutningur á ull og ullarúrgangi náði hámarki 1979, 612,6 tonn. Sú ull sem flutt hefur verið út Framleiðsla ýmiss konar ullarvara hefur verið stunduð á íslandi allar götur síðan fyrstu landnemarnir komu til íslands með sauðfé frá Noregi. Þetta hefur þó svotil ein- göngu verið heimilisiðnaður allt fram á þessa öld, stundaður á sveitaheimilum yfir vetrarmánuðina. Nokkrar tilraunir voru þó gerðar fyrr á öldum til að koma upp verksmiðjurekstri í þessari grein. Merkasta tilraunin í þá átt voru tvímælalaust Innréttingar Skúla fógeta Magnússonar í Reykjavík. Þar var ofinn dúkur, og unninn ýmiss konar fatnaður. Verksmiðjurekstur þessi lenti undir stjórn danskra einokunarkaupmanna skömmu eftir stofnun Innréttinganna, og lagðist með öllu af um aldamótin 1800, en um svipað leyti hófst útflutningur óunninnar ullar. Þótt verksmiðjurekstur Innréttinganna hafi lagst niður um þetta leyti, hefur þó alltaf verið einhver ullarframleiðsla með vélum starfandi á íslandi síðan. ar, en 1979 tók Iðntæknistofnun við þessu. Þjálfunarleysi starfsfólks hefur því lengi verið ein af ástæðum lé- legrar framleiðni í íslenskum fata- iðnaöi, en framleiðnin hefur verið nokkuð fyrir neðan það sem gerist erlendis, eða allt niður í 60%. Annað atriöi sem veldur lágri framleiðni, og það sem eflaust má telja eina helstu ástæðuna, er smæð framleiðslueininganna. Þegar oft þarf að skipta um flík í vélunum, þýðir það, að stilla þarf vélarnar upp á nýtt, starfsfólkið þarf að venjast handbragðinu við þessa nýju framleiðslu o.s.frv., og veldur þetta eins og skiljanlegt er mun minni framleiðni, helduren ef sama flíkin væri unnin í sömu vél- inni t.d. marga mánuði í einu. Framboð á ull Árið 1975 hóf ríkið að greiða bændum verðbætur á ull, í þeim tilgangi að auka gæði og nýtingu ullarinnar. Af þessu hefur orðið nokkur ávinningur en þó vantar verulega á að ullin heimtist sem skyldi. Er t.d. talið að með góðri nýtingu hefði skilað sér 3—4000 tonnum meira af ull árin 1978—79. Mikill áróöur fyrir vetrarrúningi hefur verið rekinn undanfarin ár, og hefur hann leitt af sér stórbætt gæði og nýtingu ullar, en með því að rýja á veturna, fæst mun betri ull. Vetrarrúin ull sem hlutfall af allri innveginni ull var 53% árið 1970 en 42% árið 1979. allra síðustu ár er að mestu leyti úrgangsull sem ekki er hægt að nýta í íslenskum verksmiðjum. Helstu skýringar á magnaukningu 1979 eru þær að þaö ár voru flutt út 80 tonn af góðri ull, skinnaull hefur aukist, og einnig er hugsan- legt að um lélegri ull sé að ræða þetta ár eða birgðauppsöfnun hafi átt sér stað. Á sjöunda áratugnum er nokkuð farið að bera á útflutningi á full- unninni vöru úr ull. Að jafnaöi er þó helst um aö ræða handprjón- aðar lopapeysur. Segja má að þessi iöngrein sé ekki nema 10- 12 ára gömul því það er ekki fyrr en um 1968—1970 að farið er að leita markaða fyrir fatnað úr íslenskri ull.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.