Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 47
Evrópu til að tryggja lægra vöru- verð. í N-Ameríku er mest selt í stór vöruhús og í þeim hefur gjarnan verið sett upp sérstök íslands- deild. Sama fyrirkomulag hefur verió reynt í Evrópu en gengið illa og salan því að langmestu leyti í höndum lítilla verslana sem gjarn- an eru staðsettar úti á lands- byggðinni eða lítilla sérverslana í borgum. Staðsetning þessara verslana úti á landi er talin sérlega heppileg þar sem helstu kaupend- ur eru ferðamenn, en í Danmörku telja umboðsmenn t.d. að 60% af sölunni fari til ferðamanna. Innflutningstollar á ullarvörum í Ameríku eru yfir 20% en þrátt fyrir það fæst yfirleitt gott verð fyrir vöruna, sem að mestu leyti er af fínlegra taginu. íslendingar hafa allt til ársins 1979 lítiö reynt fyrir sér á Japans- markaði en Japanir keyptu tæpan fimmtung af útfluttum ullarlopa og bandi. Japan er talinn mjög við- kvæmur markaður bæði hvað snertir vörugæði og afgreiðslu og verður forvitnilegt að fylgjast með árangri útflytjenda þar. Við val á mörkuðum þarf ýmislegt að að- gæta. Gott dæmi um það er út- flutningur á ullarlopa og bandi til Suður-Kóreu árin 1976 og 1977. Vörur úr þessu hráefni komu síðan á markað í vestrænum löndum, aðallega Þýskalandi, á mjög lágu verði. Hefði ekkert verið að gert hefði þessi útflutningur stórskað- að markaðssetningu íslenskra vara, en framleiðendur eftirlíking- anna seldu þær sömu aðilum og íslensku fyrirtækin. Þetta varð til þess að 31. ágúst 1978 setti við- skiptaráðuneytið reglur um út- flutning á ull og ullarbandi. Regl- urnar voru svohljóðandi: 1. Útflutningsleyfi verða ekki veitt fyrir ullarbandi, sem ætla má aö fari til framleiðslu eftirlíkinga í löndum Suður-Asíu og Austur- löndum nær. Sama á við um útflutning þessarar vöru til nýrra markaössvæða í öörum heimshlutum. Þessi regla gildir þó ekki um handprjónaband í neytendaumbúðum. 2. Útflutningur ullarbands til annarra landa fari ekki fram úr því magni sem út var flutt árið 1977. Þessi regla tekur ekki til handprjónabands í neytenda- umbúðum. 3. Útflutningur loðbands, sem nota má til framleiðslu ullar- fatnaðar með ýfðri áferð, verð- ur ekki leyfður. 4. Útflutningur þveginnar og óþveginnar ullar og ullaraf- klippa verður ekki leyfður. 5. Frávik frá reglum 1.—4. liðar hér að framan koma til greina í sérstökum tilfellum að höfðu samráði við stærstu útflytjend- ur á þessu sviði. Fjármögnun Mest af ullarvörum sem fara til útflutnings eru seldar fyrri hluta árs. Þessar vörur eru sendar út um sumarið en greiðsla kemur u.þ.b. 6 vikum eftir afhendingu. Með öðr- um orðum er hér um mjög árstíða- bundna sölu að ræða en fram- leiðslan fer fram allt árið. Þetta skapar gífurlega fjármagnsþörf á vissum árstímum. Bankar lána ekki út á veð í þessum birgðum og því hafa iðnrekendur í þessari grein oft þurft að veðsetja per- sónulegar eignir sínar. Þarna er á ferðinni vandamál sem heftir eðli- lega þróun fyrirtækjanna. Til úr- bóta hefur verið rætt um að reyna framleiöslu á einhverskonar létt- um fatnaði, sumarfatnaði, og hefur Álafoss hafið tilraunir meö það. Afkoma Þegar litið er á tölur um glæsi- lega þróun á útflutningi ullarvöru, gæti maður freistast til að halda að þróun afkomu væri í sömu átt. Tölurnar um afkomu sýna hins vegar miklar sveiflur og einnig hinn óstöðuga grunn sem þessi iðngrein byggir á. Af yfirliti sést að léleg afkoma ullariðnaðarins er ekki alveg ný af nálinni, en 1977 er tap, og vandinn hefuraukistsíðan, og ekkert bendir til þess að þessi þróun sé að snúast viö. Þrátt fyrir að afkoma hafi versnað, þá sýna nýjar tölur frá Hannarri s.f. að tap í þessari iðngrein væri milli 17 og 20% í stað 1—5% ef fyrirtækin hefðu ekkert gert til að bæta rekstur sinn. Ein helsta ástæða fyrir þessari uggvænlegu þróun er sú, að inn- anlands hafa oröið gífurlegar kostnaöarhækkanir sökum vax- andi veröbólgu, án þess að gengið hafi breyst í samræmi við þær. Sá kostnaður sem orsakaðist af of litlum breytingum á genginu hafa saumastofur og útflytjendur orðið að taka á sig. Á síðasta ári (1979) voru það helst saumastofurnar sem þurftu að bera þennan kostn- að, en á þessu ári ákváöu sauma- stofurnar að taka upp verðlagn- ingu sem miðaðist við kostnað innanlands. Þetta á einungis við um þær saumastofur sem versla við Álafoss. Með þessu tekur út- flytjandinn (þ.e. Álafoss) á sig verulegan hluta þess kostnaðar sem orsakast af mismun á gengis- breytingum og kostnaðarbreyt- ingum. 1. des. 1979 var útflutningsverð hækkað um 13%, en það var alls ekki nóg fyrir þær saumastofur sem ekki höfðu tekið upp kostn- aðartryggingu. Á meðan verðið hækkaði um 13%, hækkaöi kostn- aður ennþá meira, t.d. laun um 13,2%, prjónavoð um 17,5% o.s.frv. Eftirþetta vantarlO—12% uppá að gildandi verð nái þeim verðum sem ákveðin voru í október 1978 og giltu fyrir árið 1979, og bilið heldur áfram að breikka, t.d. vegna launahækkunar þann 1. mars. Lokaorð Ljóst er að helstu vandamál sem ullariðnaðurinn á núna við að glíma, er ekki salan heldur öllu fremurframleiðslan sjálf. Brýnasta verkefnið virðist vera að þjálfa starfsfólk, allt frá verkafólki upp í framkvæmdastjóra, og gera það hæfara í þessari grein. Skilyrði fyrir fyrsta flokks vöru er fyrsta flokks starfsfólk. Þrátt fyrir að mörg Ijón hafi verið á veginum, og við marga byrjun- arörðugleika hafi verið að stríða, má með sanni segja, aö við þurfum alls ekki að kvíða framtíðinni, ef uppbyggingin heldur áfram af sama krafti og undanfarin ár. Ef gengið er rétt skráð, og verö- hækkanir erlendis haldast í hend- ur við hækkun verðlags hér inn- anlands, þá er það víst, að ullar- iðnaðurinn á eftir að stóraukast. Ullariðnaðurinn hefur rækilega sýnt fram á, að íslenskur iðnaður er fyllilega samkeppnisfær við þann erlenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.