Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 48
sérefni Viðskiptin við Norðurlöndin ■-----------------------------------------"i Við höfum fátt að bjóða, - Einn stærsti liðurinn í útflutningi íslend- inga til Norðurlandaþjóðanna á síðasta ári var gómsæta lambakjötið, ostar og mjólk- urduft, einkum þó lambakjötið. Mörgum finnst verðið sem fyrir kjötið fæst nánast móðgandi, aðeins þriðjungur af heildsölu- verði hér innanlands. Er hér verið að gefa norrænum bræðrum að borða fyrir 2 mill- jarða á ári? Varla er það svo. Hér er um að ræða fríverzlun milli landa, en ekki vöruskipti eins og þau hafa tíðkast, þar sem jafnræði er haft á með löndunum sem verzla sín á milli. Hér kaupa löndin það sem þau þarfnast hvort af öðru í stað þess að kauþa e.t.v. vöru sem hvorki er þörf á eða vilji til að kaupa. Viðskipti okkar við hin Norður- löndin hafa einatt verið mjög á eina hlið. Við kaupum af Norður- löndunum, þau sáralítið af okkur. Á Norðurlöndunum er iönaður margskonar mjög þróaður og hef- ur hlotið alþjóðlega viðurkenn- ingu. Hér á landi hefur iðnaður aftur á móti átt í erfiðleikum, enda vart kominn af bernskuskeiði enn sem komið er. Það er ekki síst þessi iðnvarningur sem íslending- ar kaupa frá Norðurlöndum auk ýmissa hráefna. Norðurlandamilliliðir kosta 5 milljarða Margir innflytjendur sem FV ræddi við, svo og forráðamenn Verslunarráös Islands eru og þeirrar skoðunar að frá Noröur- löndunum sé of mikið um íslands- umboð fyrir framleiðendur í þriðja landinu. Komi þetta verulega að sök. Ekki eru til tölur um hvað þessi milliliður kostar íslendinga, en ekki er talið óraunhæft að vega hann og meta til 5 milljarða króna. Þannig verða viðskipti okkar við Norðurlöndin öllu óglæsilegri en ella, þegar þessir milliliðir og hið lága verð landbúnaðarafurðanna eru skoðuð. Á árinu 1979 keyptu íslendingar vörur frá Norðurlöndum fyrir 79.5 milljarða króna. Útflutningur til Norðurlandanna varð hins vegar 24.6 milljarðar króna, eða 23.6% heildarviðskiptanna. í sjálfu sér strandar það helst á auknum út- flutningi til Norðurlandanna aö við höfum fátt að bjóða sem Norður- landamenn hafa ekki, því allar stunda þessar þjóðir fiskveiðar af kappi. Enn sem komið er hefur iönaður okkar ekki getað keppt að gagni á norrænum markaði. Svíar kaupa mest — Danir selja okkur mest Svíar voru stærstir Norður- landaþjóðanna í innflutningi héö- an á síðasta ári. Þeir keyptu hér vörur fyrir 7.1 milljarð, en eru þó aðeins í 12. sæti yfir þjóðir sem kauþa afurðir af okkur. Finnar komu næstir með 5.6 milljarða, Norðmenn með 5.4 milljarða, Danir 5.1 milljarð, Færeyjar 1.4 milljarða. Inn fluttu íslendingar mest frá Danmörku á síðasta ári, eða fyrir 26 milljarða, frá Noregi fyrir 25 Ágúst Ármann h.f. Vörugæði og útlit sem henta okkar markaði „Við kaupum mikið af til- búnum fatnaði frá Dan- mörku og líkar vel að skipta við Dani. Héðan sendum við innkaupafólk til Danmerkur til að versla beint við verk- smiðjur á Jótlandi. Þessi viðskipti hafa staðið síð- ustu 20—30 árin og fara vaxandi frekar en hitt“, sagði Andrés Bjarnason hjá Ágústi Ármann h.f. „Það er okkar reynsla að fyrir markaðinn hér hentar vel að kaupa af Dönum. Varan reynist yfirleitt fyrsta flokks, vörugæðin og útlitið hentar okkar markaði í einu og öllu.“ milljarða, Svíþjóð 22 milljarða, Finnlandi 7 milljarðaog lítilsháttar frá Færeyjum og Grænlandi. Alls var vöruinnflutningur landsmanna á síðasta ári aö upp- hæð rúmir 291 milljarður, svo sjá má að verulegur hluti innflutn- ingsins kemur frá Norðurlanda- þjóðunum og öðrum EFTA-lönd- um, einkum Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Aðeins Sovétmenn, Bret- ar og V-Þjóðverjar seldu okkur vörur fyrir meira fé. Bandaríkja- menn, langstærstir í innkaupum 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.