Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.06.1980, Blaðsíða 55
verzlunarrekstrar, sem er sérstak- ur 1,4% skattur af fasteignamats- veröi slíks húsnæðis. Þessi skattur (eða refsing) er þó ekkert eins- dæmi um rangláta og óskynsam- lega skattlagningu á verzlun og má nefna aöstöðugjaldiö sem annað dæmi." „Erlendir sölumenn óháðir verðbólgunni, verömyndunarhöft- unum og lánsfjárskömmtuninni verða því æ tíðari gestir einkum þó frá Norðurlöndunum", sagði Árni. Setjast þeir að á hótelherbergjum, breiða út vöru sína og bjóða til kaups. Að sjálfsögðu greiða þessir menn hvorki skatta né gjöld fyrir þessar hótel-heildverzlanir sínar, hvorki af húsnæði, veltu né hagn- aði og loka þeim niður í ferðatösk- ur, þegar búið er að ræða við væntanlega viðskiptavini. Hinn hátturinn, eins og áður er lýst, er sá að ýmis fyrirtæki veita fyrirtækjum í þriðja landi söluum- boð hérlendis. Þar hafa Danir verið duglegastir, að taka að sér umboö fyrir Danmörku, og er ís- land þá meðtalið og jafnvel hin Norðurlöndin líka. Fyrrnefnda söluaðferðin stangast á við íslenzk lög um verzlunaratvinnu. Samt hefur ekki verið kært yfir þessari sölu, en kaupmenn kvartað í skrif- um sínum í dagblöð. . „Ég veit ekki nákvæmlega hvað þessi umboðsmennska Dana þýðir fyrir okkur í raun. En heyrt hef ég að verðlagið hafi hækkað um 60% á vöru vegna þessa milliliðs í Dan- mörku, og í öðrum tilfellum jafnvel meira. Þá veit ég að margir hafa rekið sig á þennan vegg, — þeim hefur verið bent á umboðsmann- inn fyrir ísland, — í Danmörku", sagði Árni. „Þetta þýðir að verzlun okkar er að færast út úr landinu, og sannarlega getum við sjálfum okkur um kennt, ef svo á að fara. Auðvitað eigum við (slendingar að sjá til þess að verzlunin búi viö góð starfsskilyrði, þannig að erlendir kaupmenn njóti ekki aðstöðumun- ar á íslandi umfram okkur sjálfa. Þaö hefur ekki reynzt okkur fyrr á öldum til góðs að færa verzlunina úr landinu og verða háöir öðrum þjóðum um aðföng til landsins. Það mun ekki gefast betur nú en þá aö færa verzlunina til annarra landa, en það stefnir í þá átt að svo fari", sagði Árni Árnason að lok- um. Guido Bernhöft: íslandsumboð Dana, erlendir sölumenn og kommóðu-heildsalar „Ég hef nú þá trú að meö samtaki íslenskrar verslunarstéttar sé verið að útrýma þessum umboðum, sem Danir hafa fengið fyrir ísland. Trúað gæti ég að þetta sé í mörgum tilfellum vegna fyrri tengsla þjóðanna. Hér áður fyrr var heildverslunin okkar bundin við Leith og Kaupmannahöfn. Mér er í fersku minni, þegar við vorum að panta nokkur hundruð eplakassa frá Leith. I’ stríðinu 1914—18 breyttist þetta og var þá farið að leita umboða víða. Núna eru ávextirnir keyptir beint úr framleiðslulandinu á besta hugsanlega verði. Hinsvegar hef ég oft rekið mig á þessi íslandsum- boð Dana", sagði Guido Bernhöft stórkaupmaóur, forstjóri H. Ölafs- son og Bernhöft. „Það sem mér þykir jafnvel enn hvimleiöara eru þessir sölumenn frá ýmsum löndum sem koma hér í fyrirtækin að selja beint. Hér kom einn á dögunum að selja kalkipappír. Þetta finnst mér ekki ná nokk- urri átt, nú eða kommóðuheildsalarnir okkar, oft opinberir starfsmenn sem hafa þetta í hjáverkum án þess að þurfa að sætta sig við þær álögur sem viö gerum." „Hinsvegar held ég að þetta sé allt á réttri leiö, auövitað eigum við að sjá til þess að íslenskir verslunarmenn annist verslunina í landinu, og að hagnaðurinn lendi innanlands í stað þess aö fara í vasa er- lendra manna, sem ekki greiða skatta eða skyldur hér", sagði Guido Bernhöft að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.