Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 11
Fyrstu seðlarnir til landsins á næstunni Seðlaprentun er komin í fullan gang hjá breska fyrirtaekinu Brad- bery Wilkinson og Co., sem hefur séð okkur fyrir seðlum um árabil. Af öryggisástæðum er komudagur fyrsta seðlafarmsins ekki til- greindur hér, nema hvað hann er alveg á næstunni. Stendur til að dreifa nýju seðlunum og myntinni í verulegu magni til banka um allt land fyrir áramót. Kostnaður við hönnun nýju peninganna er mikill. Þá verður prentun og dreifing dýr. Auglýs- ingakostnaður vex hröðum skref- um og fleiri þætti mætti nefna, en engar endanlegar tölur liggja enn fyrir. Var Ingvar því spurður hvort hér væri ekki um óþarfa sóun að ræða. En hann taldi það síðuren svo, þar sem breytingin myndi borga sig á örfáum árum. Því til stuðnings nefndi hann að t.d. lægsta myntin nú, krónan, kostaði orðið meira en krónu í framleiðslu en minnsta eining eftir breytingu verður sem svararfimm krónum nú. Núverandi kerfi er orðið úr sér gengið Þá væri sú staða fyrir nokkru komin upp, að endurskipulagning núverandi kerfis væri óumflýjan- leg með fyrirsjáanlegum veruleg- um kostnaði. Núgildandi mynt væri svo lág í verðgildi að seðla- notkun hér væri óeðlilega mikil. Það leiddi af sér stöðuga kostn- aðarsama seðlaprentun, sem minnkaði aukna myntnotkun. Loks sagðist hann og aðrir Seðla- bankamenn vænta þess að með aukinni umhugsun almennings um peninga sína, samfara breyting- unni, kynni virðing fólks fyrir gjaldmiðlinum að vaxa jafnhliða, sem svo kynni að leiða til meiri ráðdeildarsemi fólks. ,,Eina hættan á einhverskonar misskilningi breytingunni samfara, er ávísananotkun á gamlaárskvöld þar sem breytingin tekur gildi þá á miðnætti. En við munum væntan- lega leiðbeina fólki nánar um það atriði síðar," sagði Ingvar að lok- um. Skiptin gætu tekið aðeins 2 til 3 mánuði Seölabankinn hvetur fólk til að skipta eldri seðlum sem fyrst yfir í nýja, til hagræðis fyrir fólk í öllum viðskiptum. Gangi það jafn greið- lega og við gjaldmiðilsbreytinguna í Finnlandi, er áætlað að búið verði að skipta um 80% eldri seðla í nýja á tveim mánuðum. , —' -■v.-'-—. SEÐLABANKI ISLANDS A00000000 asD coooooooo SEÐLABANKI ISLANDS Um áramótin á að deila með tölunni 100 upp í alla verðskráningu og laun o.s.frv. Verður þá 1 gömul króna 1 nýeyrir. Þannig kostar t.d. 1 líter mjólkur 3 krónur og 13 aura m.v. nýkr. í stað 313 gkr. (verð í júlí). Athygli er vakin á því, að gamla krónan fellur úr gildi 30. júní 1981 og er þá lægsta mynteining 5 aurar. Þetta hefur þó ekki í för með sér að verð séu skráð í heilum eða hálfum tug aura. Til dæmisyrði verð mjólkur ekki 3,15 nýkr. heldur áfram 3,13. Hins vegar skal við greiðslu á vörum hækka greiðsluupphæð í heilan eða hálfan tug aura, þannig að 8 og 9 aurar hækka í 10 aura. 3,4,5,6, og 7 aurar verða 5 aurar og 1 og 2 aurar falla niður. Þessi aurajöfnun gildir aðeins, ef um peningagreiðslu er að ræða. Ef um er að ræða upphæð á nótum, sem færast inn á viðskiptareikning á ekki að breyta, fyrr en við uppgjör. Póstkröfur, póstávísanir og hliðstæð skjöl, sem greiðandi gengur sjálfur frá, eiga að vera í heilum eða hálfum tug aura. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.