Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 23
„Hundóánægðir með greiðslukortavið- skiptin". Hótel Saga er meðal þeirra hót- ela sem viðurkennt hafa greiðslu- kort sem gilda greiðslu í mjög langan tíma. Að sögn Konráðs Guðmundssonar skiptir hótelið viö þrjú greiðslukortafyrirtæki, Diners Club, American Express og Euro- card. Á síðasta ári nam heildar- velta hótelsins í þessum viðskipt- um um 110 milljónum króna, sem skiptist svo til alveg jafnt milli greiðslukortafyrirtækjanna. „Þaö er alveg óhætt að segja að við erum alveg hundóánægð með þann afslátt, sem við þurfum að veita af kostnaðarverði þjónustu okkar til greiðslukortafyrirtækj- anna. Afslátturinn er frá 3.5% og upp í 4,5% af brúttókostnaði fyrir hvern viöskiptavin og inni í þessari tölu er líka söluskatturinn." Þrátt fyrir þetta sagði Konráð, að viðskipti með greiðslukort væru nauðsynleg vegna þeirrar gífur- legu útbreiðslu sem þau nytu í heiminum. Konráð sagðist ekki sjá, hvernig íslendingar gætu sniðgengió slík viðskipti án þess að tapa á því, vegna þess hve þau væru orðin almenn í heiminum og ferðamenn reiddu sig mjög mikiðá að geta notað þau. Konráð sagðist aðspurður ekki vera á þeirri skoðun að hóteliö þyrfti að skipta við Kreditkort h.f. hér á landi enda þótt það hefði samning við Kreditkort í Svíþjóð. „Eiga ekki að gera upp á milli Eurocardfyrirtækja.“ Frjáls verslun sneri sér aftur til Gunnars Bæringssonar, fram- kvæmdastjóra Kreditkort h.f. og bar undir hann ummæli forráða- manna Sögu og Flugleiða þess efnis að þeim bæri ekki að skipta við Kreditkort h.f. Gunnar sagði að í samningi þeim sem þessi fyrirtæki hefðu samþykkt við Eurocard-fyrirtækið í Svíþjóð stæði eftirfarandi: „Fyrirtæki sem eru þátttakendur í Eurocard-kerfinu samþykkja að taka sem greiðslu fyrir alla vöru og þjónustu, sem þau venjulega láta í té, öll Eurocardkort, öll Master- charge og Interbankkort sem sýna merkið I og síðan öll Acsess kort.“ Samkvæmt þessu sagði Gunnar væru ofangreind fyrirtæki að brjóta þá samninga sem þau hefðu undirritað, taki þau ekki á móti ís- lensku Eurocard-greiðslukortun- um. Hvað eru greiðslukort? Skýringar á viðskiptum með þau Greiðslukort eru flestum Islendingum framandi fyrirbæri, enda þótt margir hafi heyrt minnst á þau. Því er ekki úr vegi að gera nokkra grein fyrir eðli greiðslukorta og þeirra viðskipta sem fram fara með þeim. Greiðslukort er yfirleitt lítið plastspjald með upp- hleyptum stöfum þannig að hægt er að þrykkja mynd þess yfir á annað blað. Handhafi kortsins er í lang- flestum tilvikum skráður eigandi þess. Nafn hans er ritað á kortið ásamt rithandarsýnishorni. Gegn fram- vísun kortsins er eiganda þess heimilt að kaupa vörur í þeim verslunum og fyrirtækjum sem taka það gilt sem greiðsluviðurkenningu. Greiðslukort eru korthöfum algerlega að kostnað- arlausu. Korthafar bera engan kostnað af þeirri þjónustu, sem greiðslukortafyrirtækið eða önnur fyrirtæki veita. Kostnaðurinn fyrir þessa þjónustu er greiddur með því að fyrirtæki veitir greiðslukortafyr- irtækinu nokkurra prósenta afslátt af verði vara sinna eða þjónustu. Þessi afsláttur getur numið allt að 4.5% af heildarverðmæti vörunnar. Greiðslukortafyrirtæki eru lánastofnanir. Þau tryggja korthöfum greiðslufrest í vissan tíma, hér á landi allt að einum mánuði. Greiðslukortafyrirtæki greiða fyrirtækjum þeim, sem korthafar skipta við, jafnóðum og reikningar berast. Þau ganga nánast í ábyrgð fyrir korthafa, ábyrgjast að þeir greiði sína reikninga. Hjá Kreditkort h.f. ganga hlutirnir líkt og hér hefur verið á minnst, en þóerekki úr vegi að fara enn nánar út í þessa sálma. Umsækjandi um greiðslukort hjá Kreditkort h.f. útfyllir sérstakt eyðublað, þar sem hann skýrir frá sínum högum og þeirri upphæð sem hann óskar að fá úttektarheimild á mánaðarlega. Sé umsækjandi hvergi á vanskilaskrám má gera ráð fyrir að um- sóknin verði samþykkt. Einu útgjöld korthafans er sérstakt kortagjald við endurnýjun greiðslukortsins hverju sinni. Ailur annar kostnaður er greiddur eins og áður var frá sagt. Kreditkort h.f. krefst þess að handhafi greiðslukortsins greiði 10% af þeirri upp- hæð, sem hann hefur úttektarheimild fyrir á sinn reikning fyrirfram. Til tryggingar greiðslu krefst Kreditkort h.f. þess, að korthafi samþykki skuldaviðurkenningu upp á þrefalda þá upphæð, sem úttektarheimildin hljóðar upp á. Þetta skuldabréf er síðan varðveitt í Verslun- arbanka íslands og ekki snert fyrr en útséð er um að skuld handhafa við fyrirtækið verði greidd með öðru móti. f byrjun hvers mánaðar sendir Kreditkort h.f. kort- höfum síðan útskrift af viðskiptum þeirra með greiðslukortin og ber þá korthafa að greiða skuld sína innan tilsetts tíma. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.