Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 27
Verður „páskaeggjafjall” næsta fjall við smjörfjallið? Það á langt í land að öll kurl séu komin til grafar í átökum innflytj- enda og innlendra framleiðenda á sælgætismarkaðnum og er páskaeggjasalan næstu páska meðal atriða, sem menn velta nú fyrir sér. Hingað til hefur páskaeggjamarkaðurinn nær einungis verið í höndum innlendra framleiðenda og þeirra besta vertíð. Erlendir viðskiptavinir innflytjendanna framleiða einnig flestir páskaegg og má fastlega reikna með að reynt verði að koma þeim á markað hér í stórum stíl. En skv. upplýsingum FV ætla innlendu framleiðendurnir að halda sínu striki óbreyttu, sem sagt að framleiða nægilegt magn til að fullnægja markaðnum svo eftir næstu páska kann að verða hér til „páskaeggjafjall," hlaðið úr óseldum páskaeggjum. Innflytjendur telja að neytendur kunni að taka mjög vel í nýjungar á þessum markaði. Erlendu eggin eru frábrugðin þeim íslensku og gjarnan innpökkuð í skreyttar pappaöskjur. Innlendu eggin eru hinsvegar hefðbundin, stór hol súkkulaðiskel, fyllt sælgæti og íslenskum málshætti, skreytt að utan, með fugli efst og pökkuð í gagnsæjar umbúðir. Telja innlendir framleiðendur að fólk muni fremur kjósa þessa hefðbundnu framieiðslu en erlendar nýjungar, það náist ekki rétt stemmning með „öðruvísi" páskaeggj- um. — Engir „tollar” en há gjöld „Þetta verður ekki stöðvað á meðan ríkið græðir á því“ Svo heitir á opnberu máli að engir tollar séu af innfluttu sæl- gæti frá EBE og EFTA löndum, en þegar nánar er skoðað kemur í Ijós að undir öðrum heitum nælir ríkið sér í 30 til 42% af innflutn- ingsverðmæti, að ógleymdum söluskattinum áður en neytand- inn fær svo vöruna. Gjöld þessi eru hið svonefnda vörugjald, sem er 45,60 krónur af hverju kílói nettó. Það gjald og raunverulegt tollverð vörunnar er svo lagt saman og á summuna lagt hið skrautnefnda: „Sérstaka tímabundna vörugjald", sem nú er 24%. Svo er 6% jöfnunargjald lagt á tollverðið og er algeng útkoma t sælgætisinnflutningnum að ríkið fái þannig rúm fyrir 30% af cif verði eða 40 til 42% af fob verði. Kex frá áðurnefndum löndum sleppur við vörugjaldið. Sé sælgæti hinsvegar flutt hingað frá Bandaríkjunum, byrjar sami gjaldahalinn, eftir að 22% tollur hefur fyrst verið lagður á tollverðið, 18% á kexið. Innlendir framleiðendur verða einnig að greiða vörugjaldið og sérstaka tímabundna vörugjaldið, en sleppa við 6% jöfnunargjaldið frá EBE og EFTA löndunum og 22% tollinn frá Bandaríkjunum. Ýmsir hafa óttast að vegna hins mikla fjörkipps í innflytjendum kynni ríkið að grípa til hafta á ný, en innflytjendur eru alls óhræddir vegna þessara tekna ríkisins. Þá hefur legið í loftinu að skattleggja þennan innflutning á einn eða annan hátt, en eins og einn inn- flytjandinn orðaði það: „Það kemur þá jafnt á okkur alla svo samkeppnin helst óbreytt." 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.