Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 32
unnar er oft lítið að gera hjá okkur. Sveiflurnar í við- 1 skiptum eru því mjög miklar. Þetta á við um mjólkur- búðina og brauðsöluna. En aftur á móti tel ég að ísbúðin eða Klakahöllin, eins og hún heitir, verði mjög vinsæll ísútsölustaður. F.V. — Er það alveg heilagt mál hjá mjólkur- vinnslufyrirtæki að baka brauð? Guðlaugur: Mjólkursamsalan hóf brauðgerðina 1946 og þá vegna þess að oft vantaði brauð í verzlanir hennar sem þóttu réttir útsölustaðir fyrir brauð. Síðan hefur reksturinn yfirleitt gengið mjög vel og ég tala nú ekki um síðustu árin. Vörur brauðgerðarinnar hafa náð miklum vinsældum og hún oft skilað verulegum hagnaði. Það stendur í samþykktum fyrir Mjólkur- samsöluna að henni sé heimilt að hefja hvern þann rekstur, sem gæti dregið úr vinnslu- og dreifingar- kostnaði mjólkur. F.V.: — Nú að undanförnu hefur verið kvartað undan aukabragði af nýmjólkinni sem á boðstólum er hér á mjólkursölusvæði ykkar. Þetta gefur tilefni til að spyrja almennt um vöruvöndun og ástand þeirrar „Spennandi — segir Kristín Þorkelsdóttir um auglýsingagerð fyrir Mjólkursamsöluna Það er Auglýsingastofa Kristínar í Kópavogi, sem hefur haft veg og vanda af hönnun auglýsinga og umbúða fyrir Mjólk- ursamsöluna og þá jafnframt skipulagningu auglýsinga- og kynningarmála fyrirtækisins nú um langa hríð, eða á annan áratug. Fyrsta verkefnið mun reyndar hafa verið hönnun nýrra umbúða fyrir ís. Fljótlega var farið að vinna að þessum málum eftir áætlun í samráði við sölustjóra Mjólkursamsöl- unnar. Þá hefur stofan annazt skreytingar á verzlunum samsölunnará Laugavegi 162. „Mér hefur alltaf fundizt þetta mjög spennandi verkefni," sagöi Kristín Þorkelsdóttir eigandi stofunnar í samtali við Frjálsa verzlun. „Þarna er um að ræða vöru, sem er mjög gaman að auglýsa." I fyrra vörðu allar deildir Mjólkursamsölunnar um 33 milljónum króna til birtingar auglýsinga sinna í íslenzkum fjölmiðlum. Umtalsverður hluti þeirrar fjárhæðar hefur farið til sýningar sjónvarpsauglýsinga, sem flestum landsmönn- um eru vel kunnar, eins og auglýsingin um ísinn, þar sem strákurinn brunar á skeiðbrettinu, eða þá mjólkurferð unga fólksins á tryllitækinu um sandana. mjólkur gæðalega séð, sem þið fáið til vinnslu og sendið frá ykkur til neytendanna. Guðlaugur: Þarna er vikið að máli, sem er algjör- lega í brennidepli hjá okkur um þessar mundir. Það er alveg rétt, að nú að undanförnu hefur borið talsvert á kvörtunum. Vegna þeirra finnst mér tilefni til aö taka þessi mál til alvarlegrar meöferöar. Mjólkin er mjög viðkvæm vara. Það þarf að geyma hana við 1—6 gráða hitastig frá því strax eftir mjaltir og þar til hún er komin á borð neytenda. Ef þessi kælikeðja slitnar einhvers staðar getur farið illa. Ekki sízt þar sem það verður sífellt algengara að fólk kaupi mjólk til margra daga. Áður fyrr var unnið í mjólkurbúum svo til alla daga vikunnar og mjólkurútsölustaðir höföu opið alla daga. Á þessu hefur orðið breyting. Það er því rík ástæða til að tryggja að kælikeðjan rofni ekki. Hreinlætið þarf líka að vera óaðfinnanlegt, alveg frá framleiðanda til neytanda. Ég get ekki gefið nákvæmt svar við því, hverjar orsakir eru fyrir þeim kvörtunum, sem að undanförnu hafa borizt. Það læðist þó að mér sá verkefni” Að sögn Kristínar var grundvallarhugmyndin að baki ís-auglýsingarinnar að sameina þetta velþóknunar ,,ummmm“-hljóð og Emmess-nafnið á ísnum. Það er gert með auðlærðum lagstúf, sem Guðbergur Auðunsson gróf upp á sínum tíma en mun vera ævafornt stef. Magnús Kjart- ansson, hljómlistarmaður, varfenginn til að útsetja lagiðfyrir þessa auglýsingu. Það var Saga-film, sem sá um töku myndarinnar. Þorsteinn Jónsson tók myndina um unga.hressilega fólkið í mjólkurferðinni, sem þambar Jóga, þegar það slakar á eftir ærsl og læti. Uppbygging þeirrar myndar var ákveðin með hliðsjón af því að auglýsendur gosdrykkja, sem hér eru mest auglýstir, höfða mjög ákveðið til yngri kynslóðarinnar með sjónvarpsauglýsingum sínum og með „mjólkurferöinni" vildi Mjólkursamsalan vekja at- hygli á sínum vörum, sem komið geta í stað gosdrykkja. „Við gerð þessarar myndar reyndum við að beita svipuð- um aðferðum og Coca Cola og Pepsi, svo að ég tali hreint út", sagði Kristín Þorkelsdóttir. „Við erum að sýna fram á að mjólk sé ekki púkó. Það er grundvallarhugsunin." Auglýsingastofa Kristínar hefur hannað allar umbúðir fyrir vörur Mjólkursamsölunnar og valið nöfnin á þær, sem nýj- astar eru á boðstólum, eins og t.d. Jóga og Sopa. Er það ýmist gert með því að starfsmenn stofunnar þinga saman um tillögur eða að einhver einn dettur niður á nafnið, sem látiö er standa. Mikil áherzla hefur verið lögð á að undirstrika næringar- gildi mjólkurvaranna á umbúðunum. Tíunduð er afarlöng röð næringarefna, sem finnast í mjólkurvörunum. „Okkur finnst mikilvægt að leggja áherzlu á hvað þetta er í alla staði jákvæö vara og holl, sem við erum að auglýsa", sagði Kristín Þorkelsdóttir. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.