Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 49
skodun 39. gr. Telji leigutaki viðhaldi af hálfu leigusala ábótavant skal leigutaki skora skriflega á leigu- sala aö bæta úr og gera grein fyrir því, sem hann telur að úr- bóta þarfnist. Sinni leigusali ekki kröfum leigutaka um úrbætur án ástæðulauss dráttar er leigu- taka heimiit að láta framkvæma viðgerðina á kostnað leigusala og draga kostnaðinn frá leigu- greiðslum eða krefja leigusala um kostnaðinn sérstaklega. Leigutaka ber þó, áöur en vinna hefst, að leita álits úttektar- manns á nauðsyn hennar og samþykkis hans fyrir kostnaöin- um að verki loknu. 40. Viðgerðar- og viðhalds- vinnu alla skal leigusali láta vinna fljótt og vel, svo að sem minnstri röskun valdi fyrir leigu- taka. Leiði viðgeröar- eða við- haldsvinna á vegum leigusala til verulegra skertra afnota leigu- taka af hinu leigða á hann rétt til hlutfallslegs afsláttar á leigu- gjaldi. Verði aðilar ekki ásáttir um afsláttinn skal úttektarmað- ur meta hann. Lögin geyma ennfremur ákvæði um greiðslu reksturskostnaðar og eru þar settar fastar reglur um það hvernig margvísleg bein og óbein rekstrargjöld skuli skiptast annars vegar milli leigutaka og leigusala og hins vegar milli leigutaka og annarra í sama húsi. Heimilt er að semja um aðra skiptingu þessa kostnaðar en lögin tiltaka þegar um er að ræða atvinnuhúsnæði. 6. í VIII kafla laganna er fjallað um umgengnisskyldur og réttindi og miða ákvæði þessa kafla aðal- lega að því að lögfesta reglur, sem myndast höfðu í samskiptum leigusala og leigutaka. Tekið er fram að leigutaka sé óheimilt að nota leiguhúsnæði á annan hátt en um er samið í leigumála. Þó getur leigusali ekki borið fyrir sig frávik frá ákvæði þessu, sem ekki hafa þýðingu fyrir hann eða aðra þá sem í húsinu búa eða starfa. Þá má nefna það ákvæði laganna, að leigusala sé á þrem síðustu mán- uðum leigutímabils heimilt að sýna hið leigða ákveðinn tíma á dag, þó ekki meira en tvær stundir, vænt- anlegum kaupendum eða leigu- tökum, en jafnan skal tilkynna slíka heimsókn með hæfilegum fyrirvara. 7. í IX. kafla laganna er að finna þýöingarmikil ákvæði um greiðslu húsaleigu og tryggingarfé. Húsa- leigu skal greióa fyrirfram mán- aðarlega nema um annað sé sam- ið og er þar um að ræða lögfest- ingu á þróun sem orðið hafði. Þá má nefna þá ófrávíkjanlegu reglu 51. gr. laganna, að óheimilt sé að krefja um leigugreiðslu fyrirfram til lengri tíma en sem svarar fjórð- ungi umsamins leigutíma. Meö gagnályktun má þá segja sem svo, að leigutaki eigi skv. lögunum allt- af rétt á leigutíma sem sé a.m.k. fjórum sinnum lengri en nemur þeim tíma sem greiddur er fyrir- fram. Ennfremur segir í 51. gr. að síðar á leigutíma verði leigutaki ekki krafinn um leigugreiðslur fyrirfram til lengri tíma en þriggja mánaða í senn. Hafi leigutaki greitt tryggingarfé, en þess getur leigu- sali krafizt áður en hann afhendir leigutaka hið leigða húsnæði til afnota, verður leigutaki ekki jafn- framt krafinn um leigu fyrirfram til lengri tíma en eins mánaðar. Upp- hæð tryggingarfjárins má hins vegar nema allt að þriggja mánaða umsaminni leigu fyrir húsnæðið eins og hún er ákveðin í upphafi leigutímans, og skal tryggingaféö varðveitt i banka eða sparisjóði á hæstu mögulegum vöxtum. 8. í X. kafla laganna eru ákvæði um framsal leiguréttar, andlát leigutaka, hjúskaparslit o.fl. og eru þau að meginefni í samræmi við það sem algengast er í löggjöf annarra Norðurlandaþjóöa. Þó geymir 61. gr. nokkurt nýmæli. Þar segir, að deyi leigutaki að at- vinnuhúsnæði en dánarbú hans ákveði aö selja atvinnustarfsemi sem þar var stunduð, þá geti leigusali ekki reist uppsögn leigu- mála eða kröfu um breytingu á efni hans á þeim atvikum sérstaklega, enda sé söluverðmæti slíkrar at- vinnustarfsemi háð áframhaldandi afnotum af hinu leigða húsnæöi og aö notkun þess haldist óbreytt áfram. Sama gildir eftir því sem við á ef ástæða fyrir sölu á atvinnu- starfsemi er sambúðar- eða hjú- skaparslit eða gjaldþrot leigutaka. I greinargerð með frumvarpinu sagði, að það geti oft ráðið úrslit- um um söluverðmæti t.d. verzlun- ar, sem tekin er í leiguhúsnæði, að henni geti fylgt áframhaldandi af- notaréttur skv. gildandi leigumála að því húsnæði, sem hún hefur verið starfrækt í og þar sem hún hefur aflað sér viðskiptavildar. Sama geti gilt um margvíslega aðra atvinnustarfsemi. 9. Að endingu skal athygli vakin á því, að frá og með síðustu ára- mótum gilda lögin einnig um leigumála sem gerðir voru fyrir gildistöku þeirra. Það á einnig við um frávíkjanleg ákvæði laganna, nema því aðeins að leigusali og leigutaki geri með sér skriflegan leigumála, þar sem samið sé um frávik frá lögunum. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.