Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 52
er bæjarstæði fegurra og óvíða er að finna jafn mikinn fjölda gamalla húsa eins og í Stykkishólmi. Menn sem gera sér grein fyrir þessu og muna staðinn eins og hann var áður en hann fór að þenjast út, tekur þaö ákaflega sárt að sjá hann eins og hann er núna. Nú ægir saman hinum ólíku bygg- ingagerðum og mest ber á þessum ópersónulegu einbýlishúsum sem gætu verið á hverju einasta krummaskuði á landinu. Víst þurfa forráðamenn bæjarins að vanda vel til nýrra byggingasvæða og helst að reyna að halda því gamla svipmóti sem Hólmurinn er þekkt- astur fyrir. Hólmakjör Verslunin í Stykkishólmi skiptist á milli Kaupfélagsins og verslun- arinnar Hólmakjörs sem er í einkaeigu. Eigendurnir eru þeir Benedikt Lárusson og bræðurnir Svanlaugur og Bjarni Lárussynir. Þeir voru áður allir starfsmenn verslunar Sigurðar Ágústssonar h.f., en keyptu verslunina 1967 og ráku hana í hans nafni í tíu ár. Árið 1974 hófust þeir handa með byggingu eigin verslunarhúsnæö- is og 1977 fluttu þeir inn í nýja húsið með verslunina og breyttu um leið nafni hennar. Hólmakjör er matvöruverslun aðallega, en að auki er verslað með skófatnað, búsáhöld o.fl. Fyrir aðkomumann er einna merkast að verslunin er sjálfri sér nóg með hitaveitu. Hitinn er feng- inn meö því að nýta hita þann sem myndast, þegar kæliborð verslun- arinnar eru kæld. Lögur sá sem notaður er til kælingarinnar og nefnist ,,Freon‘‘ hitnar mjög mikið og er hitinn notaður til þess að hita upp loftið í versluninni en einnig er hægt að nýta hann til þess að hita vatn. Þótt samvinnuhreyfingin og einkaframtakið bítist um verslun- ina í Stykkishólmi kunna þessir aðilar að vinna saman. Verslunin Hólmakjör og Kaupfélag Stykkis- hólms reka sláturhús, Sláturfélag Snæfellsness, í sameiningu ásamt Kaupfélagi Grundarfjarðar. Slát- urhús þetta sér um slátrun alls fjár á noröanverðu Snæfellsnesi og rúmlega það. Gagnfræðaskólinn í anddyrinu á veturna Guðrún Þorsteinsdóttir heitir hótelstjóri Hótels Stykkishólms. Aðspurð kvað hún rekstur hótels- ins hafa gengið nokkuð vel það sem af er sumrinu en sagöi þó, aö hann mætti eflaust ganga betur. I Hótel Stykkishólmi eru 25 tveggja manna herbergi með út- varpi, sturtu og salerni. Innrétting- ar allar í hótelinu eru framleiddar af heimamönnum og bera þær fagmönnum í Stykkishólmi gott vitni. Félagsheimili Stykkishólms er í sama húsi og hótelið en rekið sér. Þar er stór salur sem sagður er hafa þann besta hljómburð sem til þekkist hér á landi. Fjölmargir tónlistarmenn hafa staðið þar á sviðinu og Ijúka þeir allir lofsoröi á hinn frábæra hljómburð. Ekkert gagnfræðaskólahús er í Stykkishólmi en skólinn notast við anddyrið í hótelinu undir kennslu á veturna. EYRARSVEIT Grundarfirði Velkomin til Grundarfjarðar Vetur, sumar, vor og haust. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.