Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.07.1980, Blaðsíða 53
Hörpudiskurinn á við afla tveggja skuttogara Hörpudiskvinnslan í Stykkis- hólmi er landsþekkt. Þaö er Sig- uröur Ágústsson h.f. sem sér um vinnslu hörpudisksins í mjög full- komnu verksmiöjuhúsi. Um 60 manns starfa aö skelfiskvinnslunni í Hólminum, en hann er aö mestu leyti handunninn. Sjö stórir bátar og tvær trillur sjá um veiðarnar, en mjög gott eftirlit er með veiöunum af hálfu Hafrannsóknarstofnunar- innar. Siguröur Ágústsson h.f. flytur sjálfur út skelfiskinn, þar sem aö í upphafi náðustekki samningar við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Coldwater um vinnslu þessarar sjávarafurðar, en það hefur sýnt sig að gæöi skelfisksins úr Stykk- ishólmi eru hin mestu í heiminum ef dæma má af samanburðarpróf- unum sem Hafrannsóknarstofn- unin stóð fyrir fyrir nokkrum árum. Skortur á iðnaðarmönnum í Ólafsvík Sævar Þórjónsson rekur Lita- búðina í Ólafsvík. Litabúðin er málningarvöruverslun enda er Sævar sjálfur málarameistari og verktaki í þeirri grein. Að auki verslar hann með teppi og gólf- dúka. Sævar sagði það vera svolítið erfitt að standa í verslun í Ólafsvík. Viðskiptin væru árstíðabundin og það sem meira er, að það veltur á sjávarafla, hversu mikil viðskiptin eru. Veiðist vel, þá er mikið versl- að, enda er Ólafsvík útgerðarbær og þar byggist allt meira eöa minna á útgerð og vinnslu sjávar- afla. Sævar sagði að flestir sem vett- lingi geta valdið fari í fiskvinnslu eða á sjóinn og það gerir það að verkum, að mikill skortur er á iön- aðarmönnum þarna um slóðir og þyrfti að sækja þá jafnvel til Reykjavíkur, en allir sjá hversu mikið óhagræði er í þeirri tilhögun. Borghlldur á Hótel Bjargl í Búðardal rekur Borghildur Hjartardóttir Hótel Bjarg og það hefur hún gert í um þrjátíu ár og á þeim tíma hafa skipst á skin og skúrir í þessum rekstri. Árið 1963 brann hótelið, en hún hélt ótrauð áfram, byggði nýtt hús og hélt rekstrinum áfram eins og ekkert hefði í skorist. Önnur öfl en höf- uðskepnurnar hafa reynst henni og hótelinu skeinuhættari, en það eru dyntir stjórnvalda. Það var og er ferðamálum landsmanna í hag að staösett sé hótel í Búðardal, en þrátt fyrir hvatningu yfirmanna ferðamála þá hefur verið komið aftan að Borghildi, þar sem Eddu- hótelin eru og sumarhótelið í Sæ- lingsdal. Þessir aðilar lokka frá henni dvalargesti yfir sumartím- ann, en að vetrarlagi er lítið um gestakomurog því sjá þessiraöilar sér ekki hag í því að hafa opið þann tíma ársins. Hótel Bjarg getur hýst allt að tuttugu manns í einu. Veitingaað- staöa er þar og hægt er að fá heimabakaðan mat og kökur sem gerir það aö verkum að hótelið virkar hlýlega á næturgesti og þar líður þeim vel. ,,Mér þykir gaman að þessu og mér finnst það eftirsóknarvert að hugsa vel um mína gesti og ég er ánægðust þegar þeir bera hótel- inu vel söguna, — það held ég að sé besta auglýsingin." Til verndar Öllu timbri í bátum og byggingum Þorsteinn Blandon heildverslun Bókhlöðustíg 7 — Reykjavík — Sími 13706 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.