Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 9
Margrét Thorlacíus hefur verið ráðin ritstjóri hins nýja barnablaðs ABC hjá Frjálsu framtaki. Margrét er fædd 28. maí 1940 í Reykjavík. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1960 og stundaði síðan nám í Kennaraskóla íslands árið eftir. Margrét kenndi í Hlíðaskóla til ársins 1968 er hún tók ársleyfi frá því starfi og stofnaði tímakennslu og fönd- urskóla í heimahúsum. Margrét flutti til Garða- bæjar 1969 og byrjaði barnakennslu við Flata- skóla þar sem hún starfar enn. Eiginmaður Margrétar heitir Jóhannes Sæ- mundsson, íþróttakennari og eiga þau þrjá drengi. - Hvernig er blaðið byggt upp? ,,Það er tómstundablað fyrir nokkuð stóran aldursflokk, eða fjögurra til þrettán - fjórtán ára unglinga. Efnið er mjög fjölbreytt og má m. a. nefna íþróttaþátt, föndur, viðtöl og síðan hefur Guðrún Helgadóttir skrifað fyrir blaðið áframhald að hinni vinsælu sögu Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Ritstjórar verða tveir, því blaðið er málgagn skáta og verður annar ritstjórinn þaðan." ,,Mér líkar þetta mjög vel, það er gaman að glíma við þetta og mér hefur gengið alveg ágætlega. Ákvörðun um útgáfu blaðsins var tekin fyrir hálfum mánuði og ég hefði aldrei getað tekið þetta saman á svo stuttum tíma ef ég væri ekki vön alls konar starfi í sambandi við börn. Strákarnir mínir eru dómarar. Ef þeir hlæja að efninu, veit ég að það er gott, en ef ekki, þá er ég ekki ánægð heldur “ Ólafur Ingi Ólafsson hefur verið ráðinn í starf auglýsingafulltrúa hjá Ólafi Stephensen, Aug- lýsingar - almannatengsl. Ólafur Ingi er fæddur 2. september 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Hamrahlíð árið 1975 og stundaði nám í is- lensku og bókmenntafræðum við Háskóla ís- lands frá 1976-1979. Jafnframt háskólanámi kenndi Ólafur Ingi við Kvennaskólann í Reykja- vík þar til hann réðst til starfa hjá Ólafi Stephensen í maímánuði síðastliðnum. Störf Ólafs hjá Ólafi Stephensen eru aðal- lega fólgin í umsjón með auglýsingadreifingu, gerð auglýsingaáætlana, ráðgjöf á sviði aug- lýsingamála og AT þjónustu. í framtíðinni kemur Ólafur Ingi til með að sjá um AT fyrir viðskiptavini ASA. AT er skammstöfun á orðinu almennatengsl (Public Relations) sem er kynning á starfsemi og stefnu fyrirtækja í fjölmiðlun. Ólafur Ingi tekur við starfinu af Valgerði Sig- urðardóttur, sem hefur fengið ársleyfi frá störfum. „Starfið hjá ÓSA er margþætt. Það snertir beint og óbeint hina ólíku þætti viðskipta- lífsins, sem ég hef sérstakan áhuga á,“ sagði Ólafur Ingi. ,,AT er ný hlið á sölutækni, sem ég hef ekki kynnst áður. Það verður bæði skemmtilegt og lærdómsríkt að takast á við þessi verkefni.“ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.