Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 16
stærstu fyrirtæki á Norðurlöndum Sænska viðskiptatímaritið Veckans affárer hefur birt listann yfir 500 stærstu fyrirtækin á Norðurlöndum 1979. Eins og tvö árin á undan eru fimm íslensk fyrirtæki með á listanum: Samband íslenskra sam- vinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Kaupfélag Eyfirðinga, Flugleiðir og ISAL. Á listanum yfir 500 stærstu fyrirtækin á Norður- löndum eru 189 sænsk og er heildarvelta þeirra 505 milljarðar s. kr., en það eru 57% af veltu allra 500 fyrirtækjanna. í öðru sæti eru Finnar með 107 fyrirtæki og 152 milljarða s. kr. veltu. Þá koma Danir með 104 fyrirtæki og 129,6 millj- arða s. kr. veltu. í fjórða sæti Norðmenn með 94 fyrirtæki, sem samanlagt veltu 99 milljörðum s. kr. Og engum á óvart reka íslendingar lestina með fimm fyrirtæki, sem samtals veltu 3,8 millj- örðum s. kr. á síðasta ári. Góð arðsemi fjármagns hjá SÍS SÍS hafnar að þessu sinni í 157. sæti listans og hefur stokkið átta sæti uþþ á við úr 169. sæti í fyrra. Þar er SÍS í félagi við mörg þekkt fyrirtæki svo sem Finnair (154), sænska fyrirtækið Per- stop (156), Dansk ost AMBA (158), Nordisk Kabel og traadfabrik (160) og Dagens Nyheter (162). Veltutölur SÍS eru í sænskum krónum 1343,1 milljónir, en þá hefur 107,5 milljörðum íslenskra króna verið breytt yfir í sænskar, sam- kvæmt meðalgengi á í. kr. í Svíþjóð í fyrra. Það kemurfram álistanum aðarðsemifjármagnser tiltölulega góð hjá Sambandinu, eða 13,5% og er fyrirtækið þar vel fyrir ofan meðallag á Norð- urlöndum sem er 7,7%. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er í 209. sæti og hefur þá fallið úr 165. sæti, sem fyrirtækið náði 1978. Tvö næstu fyrirtæki fyrir ofan eru finnskt og norskt kjötiðnaðarfyrirtæki, Produ- centernas köttsentral (207) og Noregs kjött og fleskesentral (208), en fyrir neðan eru danska fyrirtækið Nesa (210) og Svenska Unilever (211). Blaðinu bárust ekki rekstrartölur frá SH, aðrar en veltutölur, þannig að fyrirtækið kemur ekki inn í aðrarsamanburðartölur. Ekki bárust heldur rekstrartölur um annað en veltu frá KEA, sem hafnar í 390. sæti en var númer 393 1978. KEA kemur næst á eftir Phil- ips í Noregi en er næst á undan Finnska áng- fartyg. Flugleiðir lenda í 409, sæti en voru áður í 423. Næst á undan Flugleiðum er Fynsk mælk (408) 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.