Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 17
Arðsemi fjármagns hefur batnað á öllum Norðurlöndum nema Islandi. Hjá okkur hefur hún minnkað. Arðsemi f jármagns, prósem 4,7 / N / /y>v/ j" j j' j' j 1977 J v' <9* 1978 S'jrjrS'* 1979 en næst á eftir er Bruun & Sörensen (410). Bæði fyrirtækin dönsk. Þrem sætum neðar er enn eitt danskt fyrirtæki, sem íslendingar þekkja vel, Dalles varehus. Arðsemi fjármagns hjá Flugleiðum er samkvæmt blaðinu -20,8% og eraðeinseitt fyrirtæki á listanum, sem hefur verri útkomu að þessu leyti, Norske mejerier salgsentral með neikvæða arðsemi fjármagns upp á 22,5%. Kemur fram í blaðinu að aðeins tíu fyrirtæki meðal 500 stærstu töpuðu meira fé en Flugleiðir, og eru það dapurlegar upplýs- ingar. ISAL er í 454. sæti að þessu sinni, en var áður í 443. sæti. Er ISAL þar á milli tveggja danskra fyrirtækja, Fisker & Nilesen og IMERCO. Á þessu ári má svo reikna með að sjötta ísl- enzka fyrirtækið bætist í hóp hinna 500. Er það Járnblendifélagið, sem væntanlega verður komið upp í dágóða veltu. Volvo stærst Volvo er nú stærsta fyrirtækið á Norðurlöndum og fór fram fyrir sænska SÍS (Kooperetiva för- bundet, KF), sem efst hefur trónað tvö árin á undan. Meðal tíu stærstu fyrirtækjanna eru átta sænsk, eitt danskt og eitt finnskt. Ef litið er nánar á arðsemi kemur í Ijós að finnska áfengisverslunin Alko fær mestan arð af fjármagni sfnu, eða 37,1%. Af tíu arðsöm- ustu fyrirtækjunum eru átta dönsk. Aðeins eitt norskt fyrirtæki er meðal 25 arðsömustu fyrir- tækjanna en ekkert íslenskt. Við frændurnir eigum hins vegar fleiri fulltrúa á listanum yfir þau 25 fyrirtæki, sem mestu töpuðu. Þar eiga Norðmenn átta en við eitt. Af þessum 25 tap- fyrirtækjum eru tíu ríkisrekin eða hálfopinber. Hagnaður, prósentef veltu Arðsemi minnst hjá íslenskUm Um fjórðungur vinnuaflsins á Norðurlöndum starfar hjá fyrirtækjunum 500 og til samans framleiddu þau fyrir 889,4 milljarða sænskra króna í fyrra, sem er meira en 80% af vergri þjóðarframleiðslu allrafimm landanna. Arðsemi fjármagns dönsku fyrirtækjanna virðist vera best en verst hjá þeim íslensku, eða 4,2%. Mitt á milli okkar og Dana eru svo Finnar, Svíar og Norðmenn. Þess ber þó að gæta að fullnaðar upplýsingar skorti frá SH og KEA, þannig að tap Flugleiða skekkir nokkuð stöð- una. Árin 1977 og 1978voru íslensku fyrirtækin í þriðja sæti hvað snerti arðsemi. Sama má segja um tekjur fyrir skatta (sem prósent af veltu), að þar koma íslensku fyrirtækin síðust með mínustölu. ísland er stöðugur eftirbátur hvað snertir hagnað fyrir skatt. Tap Flugleiða og skortur á upplýsingum frá SH og KEA gera þó niðurstöður Veckans affárer um meðalhagnað íslensku fyrirtækjanna ekki raunhæfar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.