Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 30
fá yfirleitt ranga mynd af því starfi og fyrirhöfn sem aö baki er, þeir telja jafnvel að salan hafi oröið meö mun minni fyrirhöfn en í raun. Afleiðingin getur oröiö sú aö sölu- stjóri dragi úr þeim stuöningi og undirbúningsvinnu sem er sölu- mönnunum nauösynleg. Þetta þýöir ekki endilega aö sölustjórar þurfi aö vera á kafi í sjálfum sölu- störfunum, aðalatriðiö er aö þeir fylgist meö starfi sölumanna sinna dag frá degi, þannig fá þeir þá yfirsýn sem gerir þeim kleift aö ná árangri. Þegar við lítum þannig á máliö þá skiptir það ekki svo miklu máli hvort sölustjórinn hefur reynslu af sölustörfum úti í viö- skiptalífinu, aöalatriðiö er aö hann hafi hæfileika til aö stjórna, skipu- leggja og framleiöa hugmyndir fyrir sölumenn aö vinna úr. Goldmann segist oft veröa var viö þaö í starfi sínu aö sölumenn séu óánægöir meö þá þjónustu og aðstoð sem þeir fá frá sölustjóra eöa aðalskrifstofu, þessi óánægja sé oft á misjöfnum rökum reist. Hann segir aö þaö sé yfirleitt þannig aö hvaö mikil sem aðstoðin sé þá kvarti sölumennirnir alltaf undan því aö hún sé of lítil. Gold- mann telur aö í þremur tilfellum af fimm eigi þessar aðfinnslur viö rök aö styöjast, fyrirtækin hafi, því miður , tilhneigingu til aö ,,yfir- gefa“ sína sölumenn um leið og þeir eru komnir út aö selja. Þegar sölumaöur fær þaö á tilfinninguna aö hann sé „yfirgefinn'' þá minnk- ar áhugi hans og metnaður, hann veröur ekki eins öruggur varöandi sín loforð og honum fer að ganga verr að ná tökum á starfinu — árangur hans verður minni og minni. Hvernig getur sölustjóri mælt af- köst sölumanna? Þessari spurningu svarar Gold- mann þannig: „Sölustjórinn getur, aö sjálfsögðu, skoöaö lista yfir þær pantanir sem ákveöinn sölu- maöur hefur lagt inn. Atriði sem oft gleymist er að stundum er salan ofmönnuö, of margir eru aö selja á sama tíma sömu vöruna, og þá minnkar árangurinn og deilist á fleiri höfuö. Sé sölustjóri á því aö afköstin gætu veriö meiri, ætti hann aö setjast niður og íhuga hver sé æskilegasta sóknarein- ingin, það er hve margir sölumenn ættu aö vera til þess að full afköst náist. Þaö er mikill misskilningur aö salan aukist í jöfnu hlutfalli viö fjölda sölumanna, þvert á móti er þessu öfugt farið eftir að ákveðn- um mörkum er náð. Þetta ættu sölustjórar að hugsa vandlega. Þaö mætti oröa þetta á annan veg, t.d. með því að segja aö ef til vill væri rétt að skoöa málið út frá þeim sjónarhóli hvortekki væri rétt aö setja gæöi ofar magni, betri sölustarfsemi og markvissari ístaö mikillar sölustarfsemi án nægilegs skipulags. Hvaö á ég við meö skipulagðri sölu? Viö getum tekiðdæmi. Þegar söluleiösögn vantar í fyrirtæki, — sölumennirnir vinna án viðunandi stjórnunar, þá fara þeir að velja sína viömælendur og viðskiptavini út frá allt öðrum sjónarmiðum en þeim sem tryggja árangur. Þeir halla sér aö föstum viðskiptavinum þar sem salan er talin örugg en láta ný miö aö mestu eiga sig. Aðrir einbeita sér að nýjum miðum og :ryy niiiimi { .1—».■-■ j.'. Ati 'i l ... ■ \ ^ /' 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.