Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 31
vanrækja sína föstu viðskiptavini. Ef þannig er á málum haldið getur svo farið að einn daginn snúi stærsti og öruggasti viðskiptavin- urinn sér til annarra vegna þess að honum hefur ekki verið nægi- lega sinnt, hann hefur ekki fengið þá þjónustu sem hann telur sig eiga skilið. Þegar þannig er komið er hætt við að öll skriðan geti runnið af stað og áralangur árangur sé að engu orðinn. Þetta sýnir betur en flest annað, hve nauðsynlegt það er að sala sé í skipulögðum farvegi og að stjórn- andinn fylgist með störfum og að- ferðum sölumanna hvern dag. Og við getum tekið fleiri dæmi. Sumir sölumenn, séu þeir ekki undir virkri stjórn, eiga það til að einbeita sér að „stóru sölunni", sölunni sem þá hefur dreymt um alla tíð. Þessi árátta getur orðið svo römm, að sölumaðurinn van- ræki algjörlega viðskiptavini þar sem sala er möguleg þótt ekki sé í yfirgengilegu magni. Sumir sölu- menn vinna í vanaviðjum (rútínu), aðrir leita uppi staöi þar sem þeir telja að ástæður geti ráðið um sölu, enn aðrir sölumenn eru á þeytingi út um allar jarðir. Það sem þessir sölumenn eiga sameigin- legt er að starfsskipulag þeirra ristir ekki nægilega djúpt, þeir strita án nægilegs vits. Staðreyndin er sú að oft þarf að lóða djúpt til að fiska þótt það breyti í sjálfu sér ekki því lögmali sölumennskunnar ,,að þeir fiska sem róa". En því er líkt farið með sölu- mennsku og önnur störf, að ákveðnar aðferðir skila meiri árangri en aðrar." Hvernig get ég selt meira? Goldmann segir að vissulega séu til aðferðir sem skili meiri árangri. Sé sölumaður alvarlega aö hugsa um að endurbæta sínar starfsaðferðir þá ætti hann að byrja á að velta fyrir sér nokkrum vel þekktum staðreyndum. Hann segir: ,,Það er staðreynd að 80% af sölu fer fram hjá 20% viðskiptavina. Það er því mikilvægt að þessi 20% fái hlutfallslega rétta meðferð og athygli. Eftir okkar reynslu að dæma er það mjög sjaldgæft að sölumenn, aörir en þeir sem selja símtæki, eyði meiru en 15% af tíma sínum í hrein sölu- störf. Segjum sem svo að sölu- maður sem vinnur 200 daga úr ári, verji til starfans 8 klukkustundum á dag, þá hefur hann varið til raun- verulegra sölustarfa 240 klukku- stundum á árinu miðað við 15% kenninguna. Sölustjórn sem ein- beitir sér að því að auka hlutfall raunverulega sölutímans er yfir- leitt fljót að ná auknum árangri. Ein aðferðin er hreinlega að banna sölumönnum að byrja daginn að morgni á aðalskrifstofunni. Það hefur sýnt sig að þegar dagurinn hefst þarfer meirihluti morgunsins í ekki neitt. Hjá okkur er einn ritari sem hefur það hlutverk að skipu- leggja, tilkynna og undirbúa gögn fyrir hvern sölumannafund. Mér hefur reiknast að þessi ritari spari 2 klst. á dag hjá hverjum sölu- manna okkar og það er eflaust því að þakka að við höfum getað þre- faldað söluárangur okkar í mörg- um fylkjum á skömmum tíma. Þótt mörgum kunni að þykja það skrýtið, þá tel ég bílinn einn af 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.