Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 40
Þegar fjárskipti fara fram vegna skilnaðar er langtíðast að um sé að ræða einkaskipti, þ. e. hjónin standa sjálf fyrir og semja um fjár- skipti sín. Það nefnast á hinn bóg- inn opinberskipti þegarskiptaráð- andi eða aðrir löggiltir aðilar stýra skiptum. Óski annað hjóna opin- berra skipta, er skylt að fara eftir því. Þá verður að greiða skiptalaun sem renna í ríkissjóð (3% af öllum eignum bús árn tillits til skulda). Þótt einkaskipti séu hafin er unnt að skjóta ágreiningi til skiptarétt- ar. Hjónum er veitt skilnaðarleyfi, þótt samkomulag um fjárskipti liggi ekki fyrir, ef skiptaráðandi hefur tekið eigur bús til uppskriftar og skiptameðferðar og kann þá að vera að fjárskiptum Ijúki löngu eft- ir að skilnaðarleyfi var veitt og hjón skildu í raun. Opinberra skipta kann að vera krafizt af ýmsum ástæðum. Ágreiningur er e. t. v. um það hvernig skipta eigi, annað hjóna eða bæði kunna að vilja fela hlutlausum aðila mat eigna og skulda, enda kann að vera deilt um hvort tveggja og eins kann annað hjóna að vilja svipta hitt umráðum yfir hjúskapareign. Þess eru og dæmi að fengið sé mat skiptarétt- ar og könnun á eignum og skuld- um og bú uppfrá því afhent til einkaskipta. Allar eigur hjóna undir skiptin. Allar eigur hjónanna eiga að koma undir skiptin, nema um sé að ræða séreign eða sérstök óframseljan- leg og persónuleg réttindi. Ágrein- ingur getur orðið um það hvaða verðmæti séu séreign. Sá sem heldur því fram að tiltekin eign sé séreign hans og eigi því að haldast utan við skipti, hefur sönnunar- byrði fyrir þeirri staðhæfingu. Skv. lögum verður það sem kemur í stað verðmæta sem orðið hafa séreign annars hjóna með kauþ- mála eða skv. fyrirmælum gefanda eða arfleifanda, einnig séreign, nema öðru vísi sé ákveðið svo gilt sé. Getur verið vandasamt að skera úr því síðar hvort tiltekin eign hafi komið í stað eldri sér- eignar ef um það er deilt. Nefna má í þessu sambandi dóm Hæstarétt- ar frá 8. desember 1975. M og K giftust á árinu 1955. Gerðu þau kauþmála sem undirritaður var og skráður fyrir giftingu. Árið 1958 stofnuðu hjónin ásamt þrem öðr- um mönnum vélsmiðjuna J h/f. Þau gerðu kaupmála að nýju árið 1962. Ákveðnar tilgreindar eignir skyldu skv. kaupmála þessum vera séreign K. Séreign M samkvæmt kaupmála þessum skyldi vera öll hlutabréf í J h/f, sem skráð voru á nafn hans, svo og aukningarhlutir í hlutafélagi þessu, sem skráðir yrðu á hans nafn. Ennfremur bif- reið, svo og arfur, er hann kynni að hljóta eftir foreldra sína. Að öðru leyti skyldi vera „venjulegt helm- ingabú“ með þeim hjónum. K var skráður eigandi eins hlutabréfs í J hf að nafnverði 1.000 krónur. Með samningi í desember 1965 seldi M f. h. allra hluthafa í J h/f nafn- greindum aðilaöll hlutabréf í þeirri vélsmiðju, samtals að nafnverði kr. 45.000. í desember s. á. var stofn- að hlutafélagið R. Skyldi hlutafé í félagi þessu vera 200.000 krónur. Var M skráður fyrir 95.000 króna hlutafé, en K fyrir 90.000 króna hlutafé, og þrír nafngreindir ætt- ingjar M voru skráðir fyrir alls 15.000 króna hlutafé. Við skilnað þeirra hjóna krafðist M þess, að hlutabréf í R h/f, að nafnverði 95.000 krónur, skráð á nafn K, yrði talin séreign hans og utan hjú- skapareignar málsaðila. Krafa M um, að greint hlutafé í R h/f yrði talið séreign hans, var á því reist, að hann hefði varið fé, sem fékkst fyr- ir hlutabréf hans í vélsmiðjunni J h/f til þess að greiða hlutafé í R h/f og yrði það hlutafé því séreign hans. K andmælti þessu og taldi að 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.