Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 41
M hefði eigi haft fjárhagslegt bol- magn til að greiða hlutaféð í R h/f með andvirði hlutabréfanna í J h/f. Andvirði bréfanna hefði verið not- að til að leysa ýmsar skuldbind- ingar af J h/f og M sjálfum. Domur Hæstaréttar í dómi Hæstaréttar segir, að í málinu skorti reikningsgögn um efnahag J h/f, þegar horfið var að því ráði að selja hlutabréfin í því félagi. Samningurinn um sölu hlutabréfanna sé því ekki einhlítt gagn um hin raunverulegu við- skipti. Þá skorti glögg gögn um fjárhag M þegarsalan fórfram, og sölu hlutabréfanna var eigi getið í skattframtali þeirra hjóna árið 1965. Sönnunarbyrði var sögð hvíla á M fyrir þeirri staðhæfingu, að andvirði hlutabréfa í J h/f hefði nægt til að greiða hlutabréf hans í R h/f og að því hefði verið varið í því skyni. Þótti M ekki hafa tekizt með skýrum reikningsskilum að færa sönnur að staðhæfingu sinni. Bar því að telja hlutabréf hans að nafnverði 95.000 krónur í R h/f hjúskapareign hans í búskiptum vegna skilnaðar málsaðila, enda hafði eigi verið gerður sérstakur kaupmáli eða kaupmálaviðauki um þau. Þá þótti verða að leggja til grundvallar að hlutabréf K í R h/f yrði talin hjúskapareign hennar við skiptin. Álitamál við virðingu og verðmat. I sambandi við virðingu eða verð- mat eigna geta komið upp ýmis álitamál, t. d. varðandi það hvaða mat eða verð eigi að leggja til grundvallar. Á t. d. að miða verð við fasteignamat eða brunabóta- mat fasteigna eða gangverð þeirra? Réttast mundi að miða við markaðsverð, en annað tíðkast þó iðulega. Og hvernig á að verðmeta fyrirtæki? Át. d. að metaviðskipta- vild (good will) fyrirtækis til verðs? Um það eru ekki til ótvíræðar úr- lausnir dómstóla hér á landi svo vitað sé. í einu máli háttaði svo til að bú hjóna var undir skiptameð- ferð vegna skilnaðar þeirra og fór uppskrift fram á eignum búsins í októbermánuði 1963. Mat á eign- arhluta búsins í fyrirtæki nokkru fór fram 24. október 1963 í viður- vist mannsins og eftir tilvísun hans. Rúmu ári síðar krafðist hann mats eignarhlutans að nýju og byggði hann kröfu sína m. a. á því að við matið hefði hvorki verið tek- ið tillit til skulda fyrirtækisins né firmanafn (good will) metið. Skiptadómur féllst á kröfur mannsins og úrskurðaði að upp- skriftargerð skyldi tekin upp að því er varðaði fyrirtækið og þá tekið tillit til verðmætis firmanafns og til áhvílandi skulda. Hæstiréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu og benti m. a. á að rúmt ár hefði liðið frá framkvæmd mats á fyrir- tækinu sem fram hefði farið að manninum viðstöddum og eftirtil- vísun hans og þartil hann krafðist þess að fyrirtækið yrði metið að nýju. „Frarn er komið að fyrirtækið hefur verið starfrækt af gagnáfrýj- anda (manninum), síðan undir- matið fór fram. Að svo vöxnu þykir gagnáfrýjandi hafa fyrirgert rétti sínum til endurmats, þegar krafa var um það gerð. Ber samkvæmt þessu að fella hinn áfrýjaða úr- skurð úr gildi og synja um nýtt mat á fyrirtækinu . ..“ (Dómur Hæsta- réttar 25. október 1965). Krafa um uppboð Ef staðreyna þarf verðmæti eignar svo sem fasteignar, er álitið að skylt sé að bjóða hana upp, ef krafa kemur fram um það. Sama gæti orðið uppi á teningnum ef um er að ræða fyrirtæki sem er einka- eign annars hjóna eða beggja. Og að því er varðar eign annars hjóna eða beggja í viðskiptafyrirtæki sem fleiri aðilar eiga, er Ijóst að aðeins eignarhluti hjónanna kem- 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.