Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 5
Sigurður Helgason var ráðinn framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Flugleiða hf. 1. september síðastliðinn. Sigurður er fæddur í Reykjavík 1. maí árið 1946. Foreldrar hans eru Helgi J. Sveinsson fulltrúi og Sigríður Sigurðardóttir. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands 1967 og prófi í viðskiptafræði frá Háskóla ís- lands 1971. Þá stundaði hann nám í tvö ár í rekstrarhagfræði við háskólann í Norður-Karó- línufylki í Bandaríkjunum. Að framhaldsnámi loknu vann Sigurður í eitt ár sem rekstrarráð- gjafi hjá Hagvangi hf., en var ráðinn til Flug- leiða sumarið 1974. Hjá Flugleiðum gegndi Sigurður fyrst starfi forstöðumanns fjárreiðu- deildar, síðan var hann forstöðumaður hag- og innkaupadeildar þar til hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs. í stuttu viðtali við Frjálsa verzlun sagði Sig- urður: „Ég kann vel við nýja starfið, sem tengist báðum mínum fyrri störfum hjá Flugleiðum. Ég hef með höndum fjármálastjórn fyrirtækisins sem er vægst sagt viðamikið starf." Ólafur Davíðsson mun 1. nóvember næstkom- andi leysa Jón Sigurðsson, forstjóra Þjóðhags- stofnunar frá störfum þar eð hann tekur við starfi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ólafur er fæddur í Reykjavík þann 14. ágúst 1942. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1962. Þaðan lá leiðin til Þýzkalands, þar sem Ólafur stundaði nám í hagfræði og útskrifaðist árið 1968. Ári eftir að hann lauk námi sneri hann til íslands og hóf störf sem hagfræðingur hjá Efnahagsstofnun. Síðan vann Ólafur hálft ár bæði hjá Fast- eignamati ríkisins og hagfræðideild Seðla- bankans þartil hann hóf störf að nýju hjá Efna- hagsstofnun. Ólafur hefur síðan óslitið starfað hjá þeirri sömu stofnun meðan hún hefur tví- vegis skipt um nafn. Efnahagsstofnun var nefnd Hagrannsóknadeild Framkvæmda- stofnunar ríkisins 1972, en árið 1974 var því nafni breytt í Þjóðhagsstofnun. Ólafur var spurður að því hvernig honum litist á að gegna starfi forstjóra Þjóð- hagsstofnunar í tvö ár: ,,Ég hef fylgst með flestu innan stofnunar- innar undanfarin ár og kemst því nærri um hvaða verkefni bíða mín. Mér líst vel á að taka við þessari nýju stöðu þótt ég sé þess fullviss að hér sé um vandasamt verk að ræða.“ 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.