Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 17
Ásgeirsson og Ingimundur Sveinsson, og samstarfsmaður þeirra, Þórarinn Þórarinsson, arki- tekt. Sem fyrr segir er húsið risið í Kringlumýrinni í Reykjavík og verður byggingin alls 13 hæðir, auk götuhæðar og kjallara. Sam- tals mun húsið verða 13.641 fer- metrar eða 47.052 rúmmetrar, þar af 3.645 fermetrar undir bíla- geymslur. í kjallara undir aðal- byggingunni verða sameiginlegar geymsluren ágötuhæöyfirbyggð- ar bílgeymslur auk þjónustu- starfsemi. Á þaki bílgeymslunnar, sunnan aðalbyggingar, mun verða stórt torg, sem tengist fyrstu hæð húss- ins og þar verða einnig afgreiðslu- salir banka og lífeyrissjóðs, auk veitingasölu. Á annarri til tíundu hæð verða síðan skrifstofur en á efstu hæðunum er gert ráð fyrir að komið verði upp bóka- og minja- safni og aðstöðu til fundahalda. Byggingaframkvæmdunum var skipt í þrjá áfanga. Fyrsti áfanginn tók til uppgraftar og var verkið boðið út í einu lagi. Tilboði frá Hlaðbæ var tekið og hófst upp- gröftur um miðjan maí 1977. Um haustið var annar áfangi kominn í gang en það verk hlaut Breiðholt hf. Þar var um að ræða að upp- steypa upp kjallarann. Vorið 1978 voru opnuð tilboð í þriðja áfanga hússins, sem var uppsteypa hússins og frágangur að utan. Tilboð Ármannsfells var lægst en ekki tókust samningar milli stjórn Húss verslunarinnar og Ármannsfells. Þá var gripið til þess ráðs að ráða byggingarmeistara til verksins. Þeir Kristinn Sveinsson, trésmíðameistari og Eiríkur Jóns- son, múrarameistari voru síðan ráðnir til að annast framkvæmdir við 3. áfanga. Nú þegar reisugilli er haldið, má gera ráð fyrir að tæpum tveim milljörðum króna að núvirði hafi verið veitt í bygginguna. Gera má ráð fyrir að sú upphæð hækki í allt að 2.5 milljarða króna áður en hægt verður að afhenda eigend- um húsnæðið. Sem fyrr segir er vonast til að það geti orðið að rúmu ári liðnu. ROCKWOOL plasteinangrun Einangrun gegn hita, eldi, kulda og hljóði, auðvelt í uppsetningu. Algengustu stærðir ávallt fyrirliggjandi B T E íícmtL Lækjargtttu 34, Hafnarfirði sími 50975 ROCKWOOL Spamaðurá komandi árum

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.