Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 18
Hafskip byrjar Ameríkusiglingar Geymslurýmisskortur fyrir vörur háir mjög rekstri Hafskips. Hafskip mun hefja Ameríkusiglingar um miðjan október með þýzku leiguskipi, sem sérstaklega er gert fyrir gámaflutninga og flytur 200 gáma í ferð. Gert er ráð fyrir að skipið verði í Bandaríkjunum á 25 daga fresti og mun það hafa viðkomu í Norfolk, New York og hugsanlega fleiri höfnum á austurströnd Bandaríkjanna eða Kanada. Skip þetta heitir Gustav Behrman, er þriggja ára gamalt og veröur fyrst um sinn leigt til sex mánaða og síðan tvisvar sinnum þriggja mánaða. Áhöfn verður þýzk. Áætlunarsiglingar til Norfolk benda til þess að fyrirhugaðir séu flutningar fyrir varnarliðið, þar sem Norfolk er helzta útskipunar- höfn og losunarhöfn fyrirflutninga á vegum varnarliðsins til og frá íslandi. Það kom fram í samtali við Ragnar Kjartansson, fram- kvæmdastjóra Hafskips, að fél- agið hygðist einmitt ná samning- um um flutninga fyrir bandaríska herinn og þá jafnvel alla leið frá höfnum meginlands Evrópu vest- ur um haf. Önnur ,,transit“- frakt milli meginlandanna austan hafs og vestan væri líka hugsanleg og hefði félagið ákveðið að kanna þann markað gaumgæfilega. Það væri Ijóst, að á vesturleið frá íslandi væri flutningamagn ekki 20

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.