Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 30
stjórar ákvarðanir sínar? Eitthvað á þessa leið eru þær breytingar sem fjölmargir atvinnu- rekendur og sjálfstætt starfandi menn hafa verið að fá tilkynningar um að undanförnu. Á hverju byggja skattstjórar slíkar ákvarð- anir sínar? Stenzt þetta? í nýju lögunum um tekjuskatt og eignar- skatt nr. 40/1978, sem nú er lagt á samkvæmt í fyrsta sinn, segir m. a. í A-lið 1. mgr. 7. gr.: „Vinni maður við eigin atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi skal hann telja sér til tekna eigi lægra endurgjald fyrir starf sitt en hefði hann innt það af hendi fyrir óskyldan eða ótengdan aðila". Tilgangur löggjafans með þess- um ákvæðum sem eru nýlunda, mun hafa verið að koma sköttum yfir ýmsa atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi menn, sem sumir vildu meina að slyppu óeðli- lega vel og bæru „vinnukonuút- svör“, þótt þeir virtust lifa í vellyst- ingum praktuglega. Var sagt að þessir menn létu fyrirtæki sín standa undir kostnaði við fram- færslu sína og fjárfestingar en reiknuðu sér hins vegar lág laun sem þeir greiddu svo af lága skatta. Fyrirtæki þessara manna skiluðu oft litlum sem engum hagnaði, m. a. vegna úttekta eig- endanna, þannig að þau slyppu líka iðulega næsta vel frá sköttum. Þessu átti að kippa í liðinn með áðurgreindum hætti. í samræmi við þetta segir m. a. í 59. gr. laga nr. 40/1978: „Ef maður, er starfar við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi eða hjá aðila honum tengdum, telur sér til tekna af starfi þessu lægri fjárhæð en ætla má að launatekjur hans hefðu orð- ið ef hann hefði unnið starfið sem launþegi hjá óskyldum aðila, sbr. 2. mgr. 1. tl. A-liðs 7. gr., skal ákvarða honum tekjur af starfinu. Ríkisskattstjóri skal árlega setja skattstjórum viðmiðunarreglur til slíkrar ákvörðunar. Skattstjóri ákvarðar síðan tekjur þessar með hliðsjón af viðmiðunarreglunum og skal þá gætt aðstöðu viðkom- andi aðila, aldurs hans, heilsu og starfstíma, umfangs starfsins og annarra atriða er máli skipta." Viðmiðunarreglur rík- isskattstjóra Með bréfi dags. 5. maí s. I. setti ríkisskattstjóri slíkar viðmiðunar- reglur. Þar er þolendum þessara lagaákvæða skipt í flokka og þeim ákvörðuð viðmiðunarlaun með eftirgreindum hætti: A. Sérmenntaðir menn sem vinna viö eigin atvinnurekstur eöa sjálfstæöa starfsemi í sérgrein sinni meö eöa án aöstoöar fóiks. Hér falla undir t. d. lyfjafræöingar, læknar, lögfræöingar, löggiltir endurskoöendur, ráögjafarsér- fræöingar hvers konar, verkfræö- ingaro. þ. h. Árslaun 8.100.000 kr. B. Stjórnendur i eigin atvinnurekstri eöa sjálfstæöri starfsemi sem hafa greitt laun sem samsvara launum fyrir störf þriggja eöa fleiri laun- þega á árinu. Hér fellur undir t. d. iönaöar- eöa iöjurekstur, innflutn- ings- eöa útflutningsrekstur, verzl- un hvers konar, umboössala, per- sónuleg þjónusta sem fellur ekki undir stafliöi A og D. Árslaun 7.500.000 kr. C. Menn sem vinna einir viö eigin at- vinnurekstur eöa sjálfstæöa starf- semi en gætu þó hafa greitt laun sem samsvara launum fyrir störf eins eða tveggja launþega á árinu. Hér falla undir t. d. menn sem eru meö sama atvinnurekstur og um ræöir i stafliö B. Árslaun 6.400.000 kr. 32

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.