Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 31
D. Iðnaðarmenn. Hér falla undir þeir menn sem vinna að iöngrein sinni aö meginhluta. Efstjórnun á mönn- um og verkum er veigamikiii þáttur í starfi þeirra falla þeir undir staflið B. 1) Iðnaðarmenn við byggingar- framkvæmdir hvers konar, járn- og vélsmíði, skipasmíði, blikk- smíði og prentarar. Árslaun 4.900.000 kr. 2) Iðnaðarmenn aðrir. Árslaun 3.900.00 kr. E. Menn sem vinna við eigin atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi sem ekki fellur undir stafliði A-D svo sem bifreiðarstjórar, hrein- gerningarmenn, stjórnendur vinnuvéla o. þ. h. Árslaun 3.400.000 kr. Það er með stoð í þessum reglum sem skattstjórinn í Reykjavík til- kynnti Jóni Jónssyni í dæminu hér að framan, að reiknuð laun hans yrðu hækkuð úr 3,6 í 6,4 milljónir og sú fjárhæð lögð til grundvallar skattlagningu. Um þessi lagaákvæði mætti ým- islegt segja. T. d. er sláandi hversu gífurlegt valdaframsal felst í lögun- um frá löggjafanum til ríkisskatt- stjóra og einstakra skattstjóra. Lögin segja, að menn þeirsem um ræðir skuli telja sér til tekna eigi lægra endurgjald fyrir starf sitt en hefðu þeir innt það af hendi fyrir óskyldan og ótengdan aðila. Eng- ar nánari útlistanir er að finna ( lögunum varðandi það hvernig þetta skuli gert. Ríkisskattstjóra er eftirlátið að ráða fram úr því. Hann á að setja viðmiðunarreglur og síðan eiga einstakirskattstjórarað skoða hvert einstakt tilfelli með hliðsjón af viðmiðunarreglunum og aðstæðum viðkomandi manns. Ríkisskattstjóri er að sjálfsögðu ekki öfundsverður af sinu hlut- verki í þessum efnum. Hvernig á hann að geta metið það, hvað menn hefðu haft fyrir hin ýmsu störf ef þeir hefðu innt þau af hendi fyrir óskyldan eða ótengdan aðila? Stundum verðurauðvitað úrþessu hrein rökleysa. T. d. er Ijóst að eng- inn heilvita maður hefði farið að greiða Jóni Jónssyni í dæminu sem nefnt var kr. 6,4 milljónir í laun á árinu 1979 fyrir að reka verzlun sem ekki gaf meira af sér en raun bar vitni. Það hefði því aldrei kom- ið til að Jón hefði innt starf sitt af hendi fyrir óskyldan eða ótengdan aðila. Og hvaða rök eru fyrir því að flokka menn í mismunandi störf- um saman á þann hátt sem ríkis- skattstjóri gerir í viðmiðunarregl- um sinum og hvers vegna eru þeim reiknuð þau laun sem þar greinir, en ekki t. d. tvö hundruð þúsund krónum lægri laun - eða hærri? Skattstjórar ekki öfundsverðir. Ekki eru einstakir skattstjórar öf- undsverðari af sínu hlutskipti eða llklegri til að geta framkvæmt það eftir neinum hlutlægum mæli- kvarða. Þeir eiga að ákvarða mönnum tekjur bæði með hliðsjón af viðmiðunarreglum ríkisskatt- stjóra og aðstöðu hvers og eins, svo sem aldri, heilsu og starfs- tíma, umfangi starfsins og öðrum atriðum sem máli skipta. Þetta hljómar vel, en hvernig á að fram- kvæma þetta? Jón Jónsson sem fyrr er getið taldi fram sem tekjur á árinu 1979 kr. 3,6 milljónir, en var hækkaður í 6,4 milljónir, þ. e. í árslaun skv. C- lið viðmiðunarreglna ríkisskatt- stjóra. Hefði niðurstaðan orðið sú sama hvort sem hann er fertugur eða sextugur? Hvað ef hann er heilsuveill en hefði samt haft opið á venjulegum verzlunartíma allt árið. Hvað ef hann hefur í raun unnið meira en venjulegan vinnu- dag, á þá að reikna honum enn hærri laun? Skiptir máli hvort ■ 10 222 Hafnarflrði Síml S1788~ Hafnarfirði, júi; láöii Meö vísan til \ vinna viö ei^i^^’™ la&marJísendurgjaiaattSt;ÍOri hefur gr' la9anr- sbr.Sí:mg2;.“f- U tl. A-XiásST Eftir þessa breytinm, * ' 9r’ sömu laga. a reii«ningsars. ' sem faerist yfir til ?ssi§mmm av Guðmund 1 ur Hannesson. Til kaupmanns, — með irVn». . . með kveðju frá skattstjóra. 33

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.