Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 32
hann er búinn að verzla í 5 ár eða 15 ár? Öllu þessu láta lögin ósvar- að en ætla skattstjórum engu að síður að taka óskilgreint tillit til at- riða af þessu tagi. Það er því lagt í vald skattstjóra bæði hvort og þá að hvaða marki þeir víkja frá við- miðunarreglum ríkisskattstjóra og gæti framkvæmd þessa orðið breytileg eftirskattumdæmum. Ekki fer á milli mála, að ákvæði skattalaganna að því er þessi atriði varðar eru bæði óeðlileg og órétt- mæt. Stundum erí lögum heimilað að fórna minni hagsmunum í þágu meiri hagsmuna, þ. e. til að bjarga því sem meira þykir vert. í skatta- lögunum nýju virðist þessu hafa verið snúið við. Skv. þeim er lög- fest að ákvarða megi tilteknum hópi manna lágmarkslaun og leggja á þá skatta í samræmi við það, þótt þeir hafi ekki náð þess- um tekjum. Lögin refsa mönnum m. ö. o. ef þeir vegna þrjósku eða sérvizku eða ,,ófjárhagslegra“ lífs- gilda halda áfram starfsemi sem ekki skilar þeim tilteknum tekjum. Eitthvað myndi sennilega heyrast frásamtökum launþegaef settyrði í lög að allir launþegar skyldu greiða skatta af einhverjum lág- markstekjum, hvort sem þeir hefðu þæreðaekki. Sönnunarbyrði snúið við Markmið löggjafarinnarerað nátil þeirra sem áður sluppu vel. Það kann að takast í einhverjum tilfell- um en er jafnframt keypt því dýra verði að aðrir eru að ósekju beittir órétti. Vitaskuld eru það þýðingar- meiri hagsmmunir að menn njóti þeirrar verndar gagnvart skattyfir- völdum að vera ekki látnir gjalda skatta af meiri tekjum en þeir hafa aflað. Með lögunum er því verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni hagsmuni. Þá má benda á, að lögin hafa endaskipti á áður gildandi reglum hvað það varðar, að áður þurftu skattyfirvöld að sanna eða gera sennilegt að menn hefðu í reynd haft hærri tekjur en þeir töldu fram, en nú þurfa sumir menn að greiða skatt af hærri launum en þeir hafa talið fram, nema þeir geti talað skattstjóra inn á að lækka reiknaðar tekjur niður fyrir það sem ríkisskattstjóri ákveður. Sönnunarbyrðinni hefur sem sé verið snúið við. Að lokum má spyrja. Standast þessi ákvæði skattalaganna? Vit- anlega hlýtur lögfræðingur að fara varlega í að fullyrða mikið um það því um slíkt á Hæstiréttur síðasta orðið. Og óneitanlega hefur Hæstiréttur talið að margs konar misjafnlega réttlát skattlagning væri gild hvað sem líður eignar- réttarákvæðum stjórnarskrár- innar. Mörkin á milli heimilla eigna- skerðinga í formi skatta og bóta- skylds eignarnáms geta verið vand- dregin. En svo mikið er víst, að það er engan veginn sjálfgefið að það standist skv. stjórnarskránni að ákvarða mönnum laun eftir ein- hverjum tilbúnum viðmiðunar- reglum og leggja síðan á þá skatta skv. því, burt séð frá því hvaða tekjur þeir [ raun og veru höfðu. Slík skattlagning fer að jaðra við eignarnám, ef hún fer þá ekki al- veg yfirmörkin. Blikksmiðja Hafnarfjarðar hefur frá þvi ári 1958 framkvæmt allskonar blikksmíðavinnu Setjum upp og smíðum lofthita og loftræsti kerfi, auk margs fleira. mm Norðurbraut 39 Sími 50421 34

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.