Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 1
FLUGLEIÐIR 1. fróðlcikurum ífÖQíMlf rakt Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða: Þegar einstaklingar eða fyrir- tæki þurfa á skjótum flutningum að halda verður flugfraktin fyrir valinu. Það sama verður uppi á teningnum þegar innflytjandi hefur rekstrarfé af skornum skammti og fljótrar umsetningar er þörf. Vöruflutningar í lofti aukast ár frá ári. Það er sönnun þess að þessi flutningsmáti borg- ar sig. Flugleiðir hafa á undanförn- um árum gert sérstakt átak til þess að auka vöruflutninga með flugvélum félagsins. Sérstök vöruflutningadeild, Flugfrakt, sérum þessi mál. Alltkapperlagt á að vörur komist leiðar sinnar fljótt og vel og að þær komist heilar og óskemmdar á ákvörð- unarstað. í dag eru vöruflutning- ar mikilsverður þáttur í starfsemi Flugleiða. Til þess að greiða enn fyrir viðskiptavinum félagsins á þessu sviði eru sérstök áætlunar- flug með vörur eingöngu milli íslands og nágrannalandanna. Þar að auki er frakt flutt í hverju farþegaflugi milli landa og innan lands. Á undanförnum árum hefur ferskur fiskur verið fluttur frá íslandi með flugvélum. Slíkir flutningar eru bæði til Evrópu og Ameríku. Einnig er ferskt dilka- kjöt flutt loftleiðis þótt í minna mæli sé. Greiðir vöruf lutn- ingar í lofti -þjóöarhagur Þannig eru sífellt fleiri vöru- tegundir fluttar með flugvélum enda þótt viðurkennt sé að reglulegir þungaflutningar muni áfram fara fram með skipum. Fyrir þá sem þurfa á fljótum flutningum að halda og fyrir þá sem vilja forðast háan fjár- magnskostnað við verslun og vöruinnkaup eru loftflutningar rétta leiðin, því flugfraktin sparar tíma fé og fyrirhöfn.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.