Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 2
Nýtt flaggskip Flugleiða er númer 1622 í framleiðslu Boeing-verksmiðjanna á 727 teg- undinni. Nýja flaggskipið er fyrsta vélin, sem sérsmíðuð er fyrir ís- lendinga síðan 1967. Vélin getur borið 164 farþega. Farþegarýmið er mjög rúmgott og tvö eldhús sjá um að farþegar fái magafylli. þeirra framleiðir 15.500 punda kný við flugtak. Flugvélin nýja er búin nýjustu og fullkomnustu siglinga- og öryggistækjum og er í henni meðal annars tölva, er gefur upplýsingar um hvernig hag- kvæmast sé að haga fluginu með tilliti til eldsneytiseyðslu. Snemma í sumar bættist ný flugvél í flugflota Flugleiða en það var hin stóra og glæsilega Boeing 727 — 200 vél. Vél þessi var sérsmíðuð fyrir Flugleiðir og Boeing 727—200 er 46.7 metr- ar á lengd, 10.4 á hæð og væng- hafið er 32.9 metrar. Þrír Pratt & Withney hreyflar sjá um að knýja þennan farkost áfram en hver Boeing 727 — 200 hóf strax áætlunarferðir á flugleiðum Flugleiða og hefur verið einkar vinsæl meðal farþega og annarra er kynnst hafa vélinni. Nýr bíll eykur afköst Flugleiðir annast sjálfar flutn- ing á flugfraktinni milli Kefla- víkurflugvallar og vöruafgreiðsl- unnar að Bíldshöfða. Mestur hluti fraktarinnar er til við- skiptavina í Reykjavík og er nauðsynlegt að flutningarnir frá Keflavíkurflugvelli til Reykja- víkur gangi sem greiðast fyrir sig. Til þess að bæta þessa þjónustu hefir Flugfrakt nú fengið til af- nota nýjan flutningabíl (trailer) af Volvo gerð. Burðargeta er 13 tonn eða um 50 rúmmetrar. Allar vörur eru nú fluttar í gámum og á vörupöllum milli Keflavíkur- flugvallar og Reykjavíkur og er gólf bílsins búið sérstökum rúll- um, sem auðveldar mjög tilfærslu á vörum í bílnum. Komið hefur verið fyrir vörulyfturum í vöru- afgreiðslunni á Keflavíkurflug- velli og Bíldshöfða. Þannig tekur nú örfáar mínútur að hlaða og afhlaða bílinn.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.