Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 4
„Flugfrakt á framtíðina fyrir sér.” „Frábærir strákar“ „Þetta eru allt frábærir strákar þarna hjá Flugfraktinni og þeir veita mér mjög góða þjónustu,“ sagði Guðlaugur Bergmann í Karnabæ, en Karnabær hefur flutt inn vörur með Flugfrakt allt frá árinu 1966. „Við flytjum mest tískufatnað því að tískan lætur ekki bíða eftir sér og hún breytist ört. Aðallega fáum við okkar vörur frá London og Luxemborg. Þar fyrir utan flytur dótturfyrirtæki okkar, Steinar h/f, inn allar sínar vörur með Flugfraktinni.“ „Ég held að flugfrakt sem slík eigi framtíðina fyrir sér ef yfir- stjórn Flugleiða gefur henni meira svigrúm. Það er mín per- sónulega skoðun allavega því í Flugfrakt er fyrsta flokks starfs- kraftur.“ Vöruskemman við Bíldshöfða. Vöruskemma millilandaflugs Flugleiða er að Bíldshöfða 20 og þar fara um allar vörur, sem fluttar eru á milli landa. Frakt- inni, sem flutt er til landsins, er ekið frá Keflavíkurflugvelli í skemmuna en þangað geta síðan viðtakendur sótt vöru sína. Þá sér afgreiðslan að Bílds- höfða einnig um að taka við frakt, sem senda á erlendis, og sjá starfsmenn þá um að henni sé komið út á Keflavíkurflugvöll í tíma. „Fjöldi fyrirtækja og verslana notfæra sér þessa þjónustu því að sendingarnar ganga mjög fljótt fyrir sig með þessu móti,“ sagði Bjarni Hákonarson, starfsmaður vöruskemmunnar. „Einnig er algengt að einstak- lingar hafi samband við okkur ef þeir hafa áhuga á að senda stóra pakka eða mikinn farangur, því að mun hagstæðara er að senda umframfarangur með flugfrakt heldur en að þurfa að borga yfir- vikt.“ Flug til Kaupmanna- hafnar og London Þegar þetta er skrifað liggur vetraráætlun Flugleiða í millilandaflugi ekki fyrir í endanlegu formi. Hinsvegar er nokkuð ljóst hvernig flugi til Kaupmannahafnar og London verður hagað og því birtum við lauslega áætlun hér á eftir. Hún er þó birt með fyrirvara urn smávægilegar breytingar. Keflavík — Kaupmannahöfn: 727—200 Mánudaga, þriðju- daga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. 727—100 Sunnudaga (fleka- flug). 727—100 Sunnudaga (frakt- flug). Keflavík — London: 727—100 Þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga (flekaflug). 727—100 Mánudaga (frakt- flug). 727—200 3 tonn í ferð 727—100 1 tonn í ferð (far- þegaflug) 727—100 5 tonn í ferð (fleka- flug) 727—100 18 tonn í ferð (fraktflug) Sá stærsti 350 tonn á einu ári Sá aðili, sem hvað mest hefur notað sér flugfrakt, er Sölufélag garðyrkjumanna. Viðskipti Sölu- félagsins og Flugfraktar hófust árið 1976 og þá voru flutt inn 100 tonn af grænmeti, frá Evrópu og Bandaríkjunum. Viðskiptin hafa síðan aukist jafnt og þétt og á síðasta ári voru flutt 350 tonn af grænmeti í flugfrakt. „Varan, sem við flytjum hing- að, er þess eðlis að við verðum að fá hana fljótt og örugglega. Það líða yfirleitt ekki nema tveir til þrír dagar frá því að við pöntum vöruna og þar til hún er flutt til landsins," sagði Þorvaldur Þor- steinsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Viðskipti okkar við Flugfrakt hafa verið mjög ánægjuleg og þar er fullkomin samvinna í alla staði,“ bætti Þorsteinn við.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.