Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 5
Nýjar öryggisreglur í Bandaríkjunum: Pokafylli af vandamálum fyrir japanska bílaframleiðcndur Þeirri spurningu hefur verið varp- að fram, hvort ráðamenn í Wash- ington séu með einhverjar ráða- gerðir á prjónunum til að hefta innflutning á japönskum bílum til Bandaríkjanna til að auðvelda am- erískum bílaverksmiðjum að ná sér á strik. Fréttamenn brezka vikuritsins Economist telja að svo sé ekki í raun - alla vega ekki af ásettu ráði. Bandaríska þingið mun hins vegar hafa uppi ráða- gerðir, sem gætu komið illa við Toyota og Nissan, framleiðendur Datsun-bíla. Þingið hefur sem sé lagt til að stærstu bílaframleiðendur verði skuldbundnir til að koma fyrir öryggispokum - eða loftpúðum í farþegarými bíla í síðasta lagi í september 1982. Japanskir eru mjög fúlir vegna þessa. Bílaverk- smiðjurnar í Detroit eru nánast þæreinu, sem búayfirtæknikunn- áttu og ráða yfir nauðsynlegum tækjabúnaði til að standast kröf- urnar. Menn eru öllu glaðbeittari þar í borg vegna þessara tíðinda en þeir hafa verið marga undanfarna mánuði. Þeir spyrja líka, hvort Japanir hafi ekki hvort eð er sett þungaskatt á stóru amerísku bíl- ana, sem seldir eru í Japan og tvö- faldað þar með verðið á þeim. Bílaframleiðendur í Detroit áttu von á löggjöf, sem fæli í sér ein- hvers konar hömlur á stóru bílana sína, annað hvort kröfu um örygg- ispoka eða sjálfvirk bílbelti, en enginn bjóst við að reglur yrðu settar svo snemma um þennað búnað í smábílum. Nokkrir meðlimir þingnefndar sem um þessi mál hefur fjallað, hafa lagt til að bílaframleiðendur verði skyldaðir til að setja ör- yggispoka í bíla fyrr, jafnvel í sept- ember á næsta ári. Ftáðamenn Chrysler og American Motors yrðu himinlifandi ef sú regla yrði stað- fest. Báðir framleiðendurnir myndu smjúga naumlega framhjá ákvæðunum um „stærstu bíla- framleiðendur" eins og það hug- tak er skilgreint af þingsins hálfu, en þá er átt við verksmiðjur, sem selja að minnsta kosti 200 þúsund bíla á ári í Bandaríkjunum og fram- leiða meir en 1,7 milljón stykki á ári. Undir þessa skilgreiningu falla General Motors, Ford, Toyota, Nis- san og Volkswagen. Volkswagen framleiðir flesta bíla, sem fyrirtækið selur í Banda- ríkjunum í eigin verksmiðjum í Pennsylvania-ríki. VW er um þess- ar mundir að opna nýja bílaverk- smiðju í Michigan og kemurvænt- anlega fram á sjónarsviðið með nýjan smábíl árið 1982. Hann verð- ur bannaður fyrir öryggispoka eða sjálfvirk bílbelti. En bæði Toyota og Nissan talsmenn telja að þeir geti ekki lagað bílahönnun sína að kröfum um þessi öryggisatriði ( tækatíð. Það bætir heldur ekki úr skák fyrir Japani, að fjórðungur allra öldungardeildarþingmanna í Was- hington hefur stutt ályktun, sem veitir Carter forseta lagalegan grundvöll til að semja um innflutn- ingstakmarkanir fyrir japanska bíla. Ef þessi ályktun yrði end- anlega staðfest myndi forsetinn fá heimild þingsins til að semja við önnur lönd um að „komið verði reglu á markaðsmálin" án þess að slíkt gangi í berhögg við ákvæði bandarískra laga um bann við hringamyndunum. Til greina gæti komið, að forsetinn gengi frá þessum málum fyrir kosningarnar í nóvember. Biðin verður jafnvel ekki svo löng fyrir ráðamenn í Hvíta húsinu. Stjórnarnefndin Internal Trade Commission hefur nú til athug- unar, hvort innflutningur hafi stór- skaðað innlenda bílaframleiðslu í Bandaríkjunum. Ef nefndin kemst að þeirri niðurstöðu hefur forset- inn lagalegan rétt til að hefta bílainnflutning án þess að sérstakt samþykki þingsins komi þartil. 39

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.