Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 8
 STOFNANIR, FÉLÖG VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS er allsherjarfélagsskapur kaup- sýslumanna og fyrirtækja. Til- gangur þess er að vinna að sam- eiginlegum hagsmunum þeirra, að styðja að jafnvægi og vexti efna- hagslífsins og efla frjálsa verzlun og frjáist framtak. Verzlunarráð fslands, Laufásvegi 36, Reykjavík. Simi 11555. Skrífstofan er að Hagamel 4, simi 26850. Verzlunarmannafélag Reykjavtkur. 0 KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Marargötu 2. Símar 19390-15841. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA er hagsmunafólag stórkaupmanna innflytjenda og umboóssala. FÉIAG ISLENZKRA STÓRKAUPMANNA TJAKNAKGðTU 14 — IWYKJAVlK - SlMI IMJO. 42 Olivetti með mestu tolvusolu Evrópu pað tók Dani nærri 3 ár að komast að niðurstöðu sem leiddi til stærstu pöntunará tölvubúnaði á einu bretti sem hingað til hefur átt sér stað í Evrópu. Olivetti, ítalska risafyrirtækiö á sviði skrifstofutækja, hefur nú gert einn umfangsmesta sölusamning sem átt hefur sér stað í Evrópu á tölvusviðinu. Þessi samningur gerir það að verkum að Olivetti mun verða leiðandi á sviði tölvu- framleiðslu á næsta áratug í Evrópu. Það eru samtök banka og spari- sjóða í Danmörku sem hafa samið um kaup á tölvukerfi sem innifelur hvorki meira né minna en 5000 út- stöðvar (terminals). Heildarsölu- verðmæti er um 100 milljónir doll- ara. Flest stærstu fyrirtæki veraldar á tölvusviðinu buðu í þetta kerfi, en það á að setja upp á næstu 4 árum. Það hefur tekið Dani nærri 3 ár að komast að niðurstöðu, en útboð áttu sér stað haustið 1977, en á þeim tíma var Olivetti ekki hátt skrifað á þessu sviði. Það hefur því komið mörgum á óvart að Olivetti tókst að skjóta keppinautum á borð við IBM, NCR og Philips ref fyrir rass án þess að minnst sé á önnur þekkt fyrirtæki sem buðu í kerfið. Upphaflega var gert ráð fyrir því I að sænska fyrirtækið Datasaab hreppti þessa sölu, enda hafði það fyrirtæki þegar framleitt og sett upp útstöðvakerfi fyrir banka sem er nú í fullum gangi. Nú er jafnvel talið að þessi „ósigur" Datasaab geti haft alvar- legar afleiðingar sem leiði til þess að frekari þróun fyrirtækisins dragist úr hömlu. Sölusamningur- inn breytir afturámóti miklu fyrir Olivetti. Fyrir bragðið geta ítalirnir þróað upp ,,línu" smátölva og út- stöðva með vinnslugetu ásamt myndritum (visual display) án þess að það kosti Olivetti nokkurn skapaðan hlut. Þegar þessu verkefni lýkur telja forráöamenn Olivetti að öll rök bendi til að fyrirtækið muni þá hafa náð lengst þeirra fyrirtækja sem framleiða og selja tölvur og jaðar- tæki á Evrópumarkaðnum. Hönn- un og þróun þessa tölvukerfis hjá Olivetti verður að einhverju leyti í samvinnu viö danska sérfræðinga sem munu fylgjast með því frá byrjun. Samtímis hafa stærstu bankasamsteypur Evrópu fengið mikinn áhuga á tölvukerfi Olivetti og þeirri tækni sem beitt verður í sambandi við notkun kerfisins. ,,Þetta tölvukerfi er að því leyti frábrugðið öðrum sem bankar í Evrópu hafa komið sér upp," segir Aaage Melbye, forstöðumaður ■

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.