Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 18
Iðnaðarbankinn í Hafnarfirði: Hafnfirðingar geyma sparifé sitt utan heimabyggðarinnar Um síðustu áramót áttu Akureyr- ingar inni á bankareikningum alls 14.5 milljarða króna. Á sama tíma áttu Hafnfirðingar, sem eru ámóta margir og Akureyringar, aðeins 7.8 milljarða á bankareikningum í heimabæ sínum. Þetta kom fram í viðtali við Jóhann Egilsson, úti- bússtjóra Iðnaðarbankans í Hafnarfirði, þegar Frjáls verslun tók hann tali á dögunum. Að sjálf- sögðu hljóta tölur sem þessar að stinga i augun fyrir reyndan bankamann. Það er alkunna að út- lán bankanna fara eftir innlánum og munar um minna en 6-7 mill- jarða í þessum efnum. ,,Vissulega er þetta óeðlilegt og þarf að breytast. Hafnfirðingar verða að vita að það er þeirra heimabyggð gífurlegt atriði að þeirra eigin lánastofnanir ávaxti sparifé þeirra. Það er vitað mál að Hafnfirðingar eru mjög margir með bankareikninga í Reykjavík, og af því stafar munurinn á inni- stæðum þeirra og Akureyringa," sagði Jóhann Egilsson. ,,Hér er stærsti iðnaðarbær landsins miðað við slysatryggðar vinnuvikur og samkvæmt höfða- tölureglunni," sagði Jóhann. ,,Það er ævintýri líkast hvernig iðnaður og verslun hafa byggst upp hér í Hafnarfirði á skömmum tíma. Við hér í Iðnaðarbankanum eigum traust og góð viðskipti við fjölda þessara fyrirtækja, og þau við- skipti eru stöðugt að aukast," sagðiJóhann. Sem dæmi um aukninguna hjá Iðnðarbankanum í Hafnarfirði síð- ustu þrjú árin, frá því að Jóhann kom frá bankanum á Akureyri til Hafnarfjarðar, þá hefur aukningin reynst vera um 100% að meðaltali á hverju ári, eða snöggtum meiri en verðbólgan í landinu. ,,Við leggjum áherslu á að eiga góð skipti við almenning, ekki síð- ur en fyrirtækin. Og þetta hefur gefið góða raun og aukið mjög veltu bankans hér. Mér þykir mjög vænt um að finna hversu góð við- skiptin við hinn almenna borgara eru á báða bóga. Þetta hefur breyst með vaxtapólitíkinni sem nú er viðhöfð. Fólk leggur inn sparifé, og þeir sem fá lán eru undantekningarlítið mikið skila- fólk," sagði Jóhann. Jóhann kvaðst gera sér grein fyrir því að erfiðleikar atvinnu- rekstrar væru miklir um þessar mundir vegna mikillar vaxtabyrði, einkum þó hjá þeim fyrirtækjum sem ný eru af nálinni. Gömlu fyrir- tækin stæðu sig greinilega betur almennt séð. Hjá Iðnaðarbankanum í Hafnar- firði starfa nú 16 manns. Trésmiðja BÓ: Óttumstekki samkeppni erlendis frá - segir Björn Ólafsson, byggingameistari Björn Ólafsson ræðir hér Hann Björn Ólafsson bygginga- meistari í Firðinum hefur þegar skilað drjúgu dagsverki í sinni iðn. Ótal byggingar í Hafnarfirði eru hans verk og byggingamanna hans, þar á meðal sex stórar blokkarbyggingar við Álfaskeiðið, stórhýsið þar sem Skiphóll er til húsa, margar byggingar í Norður- bænum og við álverið starfaði Björn með byggingaflokk sem undirverktaki SIAB, sænsku verk- takanna sem reistu álverið. „Þetta líf var að verða algjör vit- leysa, aldrei stundlegur friður. Maður reif sig upp um miðjar næt- ur til að fara að vinna, og gekk svo ekki til náða fyrr en seint á kvöldin. Ég ákvað að minnka aðeins spennuna og nú rek ég þessa tré- smiðju og hér einbeitum við okkur að framleiðslu á útihurðum," sagði Björn Ólafsson, en margir þekkja fangamark hans BÓ.. Nú hefur hann 12 manns I vinnu í stað 60 áður, þegar mest var að gera og hann var í rauninni á mörgum sviðum byggingastarf- seminnar. 52

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.