Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 21
Vörumerking h. f.: Eina sérhæföa prentsmiöjan sem prentará limmiöa Framsýni er mikill kostur, ekki síst ef hún fer saman við framtaks- semi. Þessa tvo kosti hafði Karl Jónasson til að bera, þegar hann hóf að prenta límmiða allskonar í lítilli vél sem hann kom fyrir í bíl- skúr við heimili sitt suður í Kópa- vogi. Það kom fljótlega í Ijós að mikil þörf var fyrir prentun á límmiðum sem þessum til ýmissa nota, eink- um þó vegna umbúðaiðnaðarins. Verkefnin hlóðust upp og í dag er fyrirtækið annað meira en eins manns bílskúrsvinna. Vörumerking hf. er til húsa að Dalshrauni 14 í Hafnarfirði. Þar starfa nú 9 manns, þar á meðal eru tveir synir Karls, þeir Karl yngri og Ari. Vélar eru sjálfvirkar að miklu Bræðurnir Karl M. Karlsson og Ari Karlsson skoða hér prentun á límmiðum. leyti, prenta þrjá liti í einu, höggva miðana niður að verndarhúðinni, og síðan er framleiðslan rúlluð upp á rúllur. Fyrirtækið ræður yfir fjórum stórum prentvélum og einni minni. Vörumerking hf. er eina fyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í lím- miðaprentuninni og vélar allar miðaðar við slíka prentun eingöngu. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru fjölmargir, flestir fastir viðskipta- menn, og í sumum tilfellum eru til límmiðar á lager, eins og til dæmis fyrir lyfjabúðirnar. Byggingavöruverslunin PARMA: Islendingar vilja aöeins þaö besta - segir Hilmar Friðriksson Skammt vestur af Hellisgerði, stolti Hafnfirðinga, stendur bygg- ingavöruverslunin ÞARMA. Þar ráða ríkjum hjónin Hilmar Friðriks- son og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Þau opnuðu verslunina fyrir rúmu ári síðan og leggja einkum áherslu á gólfteppi og baðherbergistæki. ,,Við leggjum mikla áherslu á innflutning og sölu á amerískum gólfteppum frá World Carpet. Þeir eru meðýmislegtsem þykirnýjung hérálandi, bæði hvað varðarvefn- að og útlit. Þeirra stíll hefur greini- lega vakið athygli hér því við selj- um þessi teppi víða um land. Hilmar Friðriksson að sníða teppi i verslun þeirra hjónanna, Parma við Heliisgötu í Hafnarfirði. Reyndar hefur það komið okkur hvað mest á óvart hvað viðskipta- vinirnir virðast koma alls staðar að, að ég tali ekki um pantanir á prufum og bæklingum, sem koma gegnum símann." Þá sagði Hilmar að verslunin seldi Grohe-blöndunartækin og IFÖ salerni og handlaugar. Allt er þetta flutt inn beint af PARMA. ,,Ég er hálfgerður nýgræðingur í þessu fagi,“ sagði Hilmar, ,,en hef þó lært það að íslendingar vilja að- eins það besta. Þess vegna legg ég áherslu á að hafa aðeins á boðstól- um vörur, sem hlotið hafa al- menna viðurkenningu á markaðn- um.“ í Hafnarfirði er ekki lengur verslun með þessar sömu vöruteg- undir, svo þörfin fyrir fyrirtæki þeirra Hilmars og Ingibjargar var ærin. Kaupfélagið hafði lokað sinni verslun og Björn Ólafsson hættur kaupmennsku með bygg- ingarvörur fyrir alllöngu síðan. 55

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.