Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 23
íslensk matvæli h. f.: Síld, lax og hörpudiskur, - herramannsmatur úr Hafnarfiröi .Það er eins og íslendingar séu loks hin síðari árin að vakna til meðvitundar um það að síldin er bæði góður og hollur matur,“ sagði Sigurður Björnsson, efna- verkfræðingur. Hann er forstjóri íslenskra matvæla hf. á Hvaleyrar- holti í Hafnarfirði. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki og ásamt Sigurði eiga það móðir hans, Haukur Pétur og Steingrímur Björnssynir. ,,Við höfum lagt í talsverða kynningu á síldarréttunum frá okkur. Meðal annars má nefna Síldarævintýrið svokallaða á Hótel Loftleiðum, smakk-veislur í kjör- búðum, vörusýningar og auglýs- ingar. Þetta virðist hafa haft ótrú- lega mikil áhrif,“ sagði Sigurður. Fyrirtækið er tiltölulega ungt að árum, rétt tæplega tveggja ára gamalt. Það er í húsnæði sem Til- raunastöð SÍS hafði áöur til um- ráða. Sigurður kvað fyrirtækið leggja megináherslu á rétti úr síld og laxi, en auk þess hefur fyrirtækið látið veiða hörpudisk, sem seldur hefur verið til Frakklands. í sambandi við hörpudiskinn hefurfyrirtækið leyfi yfirvaldatil að láta veiða 300 tonn af hörpudiski á ári í mynni Hvalfjarðar. Hefur Haf- rannsóknarstofnun eftirlit með þeim veiðum. Enn sem komið er hefur ekki komið mikið út úr þess- ari veiði, botninn á þessum slóð- um ærið skítugur, þ.e. mikið kem- ur upp af sæbjúgum, krossfiski og öðrum ónýtum fiski með aflanum. Hörpudiskurinn er afskeljaður og frystur og fluttur til Parísar þar sem matþekkjarar og sælkerar kunna vel að meta hann. Innan- lands er lítið um að menn þekki hörpudiskinn enn sem komið er. í framtíðinni er ætlunin að hörpu- diskurinn verði soðinn niður í dós- ir hér heima, og jafnvel að úr hon- um verði búnir til ýmsir réttir. Sigurður sagði að framboðið á laxi í sumar hefði verið mikið. Hins vegar væri nú verðfall á laxi er- lendis og við ekki samkeppnis- hæfir sem stendur. Ljóst væri að laxabændur sætu uppi með mikið magn af óseldri vöru eftirsumarið. Síldina kaupir fyrirtækið á haustin. Innkaup fyrir næsta ár standa því fyrir dyrum. Sagðist Sigurður hafa heyrt því fleygt að hækkunin á síldinni væri 20% á tunnu miðað við Bandaríkjadal, hækkunin næmi því talsvert meiru en verðbólgan innanlands. Síldina kaupirfyrirtækiðsaltaðaog krydd- aða, en fryst flök til að reykja. Helgi Vilhjálmsson skoðar framleiðslu á Hrauni, sem er mjög vinsæl framleiðsla í Góu. þó rekið fyrirtæki sitt í 15 árog hjá laðikúlur, sem fyrr á öldinni voru honum starfa 12 manns. í sumar kallaðar einseyrisstykki, Æði og hefur engum verið sagt upp, og Hraun, en allt hefurþetta náð mikl- þegar fólk hefur hætt hefur nýtt um vinsældum meðalsælkeraáís- verið ráðið þess í stað. Fram- landi. leiðsluvaran er karamellur, súkku- Þegar blaðamann bar að garði var Helgi raunar að taka á móti stærðar sendingu af hráefnum til iðnaðar síns. Niðri í verksmiðju- salnum var líka verið að setja upp spray-tæki sem ekki hafa áðursést í íslenskum sælgætisverksmiðj- um. Ekki þótti blaðamönnum þetta bera vott um mikla uppgjöf. „Meinið er allt annað", sagði Helgi, „það eru þessir sjóðir, eins og til dæmis Iðnlánasjóður. Hann veitir lán út á steinsteypu, ekki vél- ar sem notaðar eru til framleiðsl- unnar. Slíkar vélar eru ekki veð- hæfar að áliti þeirra manna sem stjórna í dag. Það finnst mér furðu- legt, og ekki lýsa mikilli trú Iðn- lánasjóðs á íslenskum iðnaði, eða hvað finnst ykkur? Þannig erum við tilneyddir að standa í stein- steypubraski fyrst, kaupa vélarnar síðan og þá fyrst er hægt að fara að talaum lánin. Okkarstóra böler allt innlent, ekki þetta útlendasæl- gæti sem hér er verið að selja í dag“, sagði Helgi Vilhjálmsson að lokum. 57

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.