Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 30
Vinmiþjarkurinn hafði starfað fyrir sama fyrirtækið í áratug. Aldrci komið of seint, aldrei verið fjarverandi, aldrei kvartað. En morgun einn kom hann inn á skrifstofuna plástraður, blár og hólginn, fötin rifin og tætt, handleggurinn í gipsi. „Hvers vegna kemurðu svona seint?“ spurði skrifstofustjórinn. „Ég varð fyrir strætó, þegar ég var að fara héma yfir götuna og dróst með honum fjóra, fimm metra,“ stundi aumingjans starfs- maðurinn. „Ætlarðu að segja mér“, hélt skrifstofustjórinn áfram, „að þetta hafi tekið hálfan annan klukkutíma?“ Það voru 600 íbúar i þorpinu en þeir voru framfarasinnaðir og alltaf var verið að finna upp á einhverjum nýjungum og efla áhuga fólksins á að bæta umhverfi sitt. Þetta átti við um alla nema Pál gamla. Hann var gamaldags og mjög íhaldssamur. Á almennum borgarafundi var Páll nýbúinn að tala um eyðslusemi hreppsnefndarinnar. þegar annar þorpsbúi kom með tillögu: „Við þurfum að smíða brú yfir gilið“ sagði sá. „Þettagil er nú svo mjótt, aðég gæti migið hálfa leiðina yfir það“, sagði þá Páll, þykkjuþungur. ,.Þú ert nú alveg stórbilaður. maður", sagði þá flutningsmaður tillögunnar. „Veit ég það“, sagði þá Páll. „Ef ég væri það ekki gæti ég ör- ugglega migið alla leiðina yfir. Gömul, góðleg kona sat I strætó og horfði bliðlega á ungan skólapilt, sem sat gegnt henni og tyggði tyggjó i ákafa. Eftir drykklanga stund hallaði hún sér að honum og sagði: „Það er nú ckkert grín. En það þýðir víst lítið að vera að tala við mig, ungi sveinn, þvi að ég er löngu orðin heymarlaus.“ Forstjórinn: „Ég er alvcg steinhissa á þér, drengur. Veiztu hvað við gerum við sendisveina, sem segja ósatt?“ Sendillinn: „Já, ég veit að þegar þeir verða nógu gamlir eru þeir ráðnir í söludeildina." Karlinn var á uppboði. Hann fékk auga á páfagauk, sem honunt leizt vel á, og byrjaði að bjóða i hann. Honum var sleginn páfa- gaukurinn þegar hann hafði boðið 20 þúsund. — Jæja. Hann getur þá iiklega talað, spurði hinn nýbakaði páfagaukseigandi uppboðshaldarann. — Já. Ætli það ekki. Það var þó allavega páfagaukurinn sjálfur sem fór að bjóða í kappi við þig þegar þú varst kominn í þúsund kall. Þau hittust i einhverju tryllingslegu partii. Hann var fæddur sad- isti og hún var að springa af kvalalosta. Þeim kom saman um að þessar tilhneigingar myndu fara vel saman í hjónabandi. Svo gengu þau i það heilaga. Eftir athöfnina komu þau sér fyrir á 1 hóteli uppi í sveit og um leið og hann hafði læst herbergisdyrun- um, urðu andköfin hjá henni stöðugt magnaðri: „Lemdu mig" stundi hún svo loksins af miklum ástríðuþunga. Maðurinn hélt að sér höndum, sallarólegur. Hann lygndi aftur augunum, leit síðan til hcnnar með magnþmngnu sadistabrosi á vör og sagði snöggt með fullnægju í röddinni: „Nei.“ — Mamma. Svakalega ertu með stórar og flottar blöðrur, sagði Siggi litli. — Hvað ertu að segja barn. Hvers vegna kallarðu þetta blöðrur, Siggi minn? — Af því að ég sá pabba vera að blása upp blöðrurnar á Gunnu frænku núna um daginn, svaraði elsku bamið. Hann er ofsalcgur húmoristi hann Jónatan. Hann hlær þrisvar að hverjum brandara. Fyrst þegar maður segir honum brandarann. í annað sinn þegar maður útskýrir hann. Og f þriðja skipti þegar hann skilur brandarann. Það skal þó tekið fram að oft hlær hann bara tvisvar. Þetta númer hefur verið f ættinni um aldaraðir. 64 I

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.