Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 2
FREMSTIR MEÐAL JAFNINGJA í HEIMINUM Sjávarfréttir hafa fyrir löngu öðlast viðurkenningu bæði hér heima og erlendis sem vandað og áreiðanlegt sérrit um sjávar- útvegsmál og skipað sér á bekk með helstu tímaritum á þessu sviði í heiminum. Sjávarfréttir er útbreiddasta tímaritið um sjávarútvegsmál á íslandi. Sjávarfréttir er frjáls og óháður fjölmiðill og vett- vangur allra þeirra sem fást við fiskveiðar og fiskvinnslu. Sjáv- arfréttir er hvorki ríkisstyrkt blað né gefið út af félagssam- tökum eða hagsmunahópum innan sjávarútvegsins. Sjávarfréttir flytja fjölbreytt og kjarnmikið efni til fróðleiks og afþreyingar um öll stig veiða og vinnslu, markaðs- og sölu- mál, farskip og siglingar, rann- sóknir og vísindi, tækni og nýj- ungar, félags- og öryggismál, þjónustugreinar sjávarútvegs og efni víðsvegar að úr heimin- um. Sjávarfréttir birta mánaðar- lega ítarlegar fréttir um afla- brögð alls staðar að af landinu og einnig er sagt nákvæmlega frá breytingum á fiskverði á hverjum tíma á öllum tegund- um sjávarafla. Blaðamenn og Ijósmyndarar Sjávarfrétta hafa farið í veiði- ferðir með smærri og stærri fiskiskipum á allar tegundir veiða allt frá handfærum upp í togveiðar skuttogara. Grein- arnar ,,Á miðunum” hafa orð- ið meðal vinsælasta efni blaðs- ins og sérstaklega hafa þær fallið sjómönnum vel í geð. Sjávarfréttir hafa á undan- förnum árum gert innlendum skipasmíðaiðnaði ítarleg skil með greinum og viðtölum og við segjum nákvæmlega frá öll- um stærstu fiskiskipum sem smíðuð eru hér innanlands. Heimsóknir Sjávarfrétta í sjávarpláss hringinn í kring um landið er drjúgur hluti af efni blaðsins og þannig stuðlar það að því að miðla skoðunum og viðhorfum manna í sjávar út- vegi landshorna á milli. Sjávarfréttir fjalla ætíð um þau mál sem eru á döfinni hverju sinni á sjálfstæðan og stefnu- mótandi hátt. Með lifandi og fjölbreyttu efni hefur Sjávar- fréttum tekist að verða snar þáttur í umræðum um sjávar- útvegsmál og ómissandi heimild hverjum þeim sem um þau mál fjalla. SÉRRITIN ERU í SÉRFLOKKI FRJÁLST FRAMTAK HF. Ármúli 18. R. Símar 82300 og 82302.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.