Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 7
Ragnar H. Hall tók hinn 15. októbervið embætti skiptaráðanda í Reykjavík, af Sigurði M. Helga- syni. Ragnar er fæddur í Reykjavík 8. desember 1948. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunar- skóla íslands árið 1970 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands haustið 1975. Sama haust hóf hann störf sem fulltrúi sýslumanns og bæjar- fógeta á Eskifirði, og gegndi því starfi til síð- ustu áramóta. Frá 1. janúar 1980 starfaði Ragnar sem fulltrúi yfirborgarfógeta í Reykja- vík, þar sem hann var fulltrúi í skiptarétti. „Starfið leggst ágætlega í mig,“ sagði Ragnar í viðtali við Frjálsa verslun, ,,og ég þekki þessi störf ágætlega. Þetta er að vísu umfangsmikið og tímafrekt, en starfið felst aðallega í skiptingu á dánarbúum, þrotabúum, félagsbúum. Einnig hef ég eftirlit með dánar- búum, sem skipt er einkaskiptum." Þorsteinn Stefánsson var nýlega ráðin fram- leiðslustjóri hjá Sanitas h. f. Þorsteinn er fæddur 29. febrúar 1944 í Söðulholti, Eyjahreppi. Hann stundaði nám í mjólkurfræði í Danmörku árin 1965 til 1969. Er hann hafði lokið prófi, sem mjólkurfræðingur, gerðist Sigurður framleiðslustjóri við Mjólkur- samlag ísfirðinga fram til ársins 1971. Sama ár var hann ráðinn framleiðslustjóri hjá Á. T. V. R. Þeirri stöðu gegndi Sigurður í 9 ár, þar til hann hóf störf hjá Sanitas h. f. í stuttu spjalli við F. V. kvaðst Sigurður vera ákaflega ánægður með nýja starfið, sem væri þó mjög umfangsmikið. „Starf mitt er aðallega fólgið í því að fylgjast með vöruvöndun, gæðaeftirliti og fyrirbyggj- andi viðhaldi á vélum og tækjum. Hráefna- pantanir, birgða og framleiðslubókhald er einnig í mínum verkahring ásamt starfsmanna- haldi, sem ég sé um í samvinnu við aðra stjórn- endur fyrirtækisins". Ekki átti Sigurður von á fleiri nýjungum frá Sanitas á næstunni, en verksmiðjan hefur ný- lega sett Sanitas pilsner á markaðinn. Sigurður er giftur Margréti Kristjánsdóttur. Þau hjónin eiga tvö börn.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.