Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 8
STIKLAÐ A STORU... Tölvukjörbúð opnar í janúar í janúar næst komandi verður opnuð í Reykjavík nýstárleg verzlun nefnilega tölvuvöruhús eða kjörbúð. Það er Skrifstofutækni h. f. sem mun reka þessa verzl- un að Ármúla 38. Þar verða til sölu það mesta, sem hugsast getur á tölvu- sviðinu, svo sem forrit, jað- artæki, ■ útstöðvar, prent- arar, diskettudrif, diskar, diskettur og kassettur og Hagnaður niður fyrir 1% í heildverslun Horfur eru á að afkoma heildverslunar haldi áfram að versna á þessu ári. Á síð- asta ári fór hreinn hagnaður fyrir skatta niður fyrir 1% af tekjum, samkvæmt bráða- birgðatölum Þjóðhags- stofnunar og var það i fyrsta sinn á þessum áratug, sem hagnaður fer niður fyrir tvö prósent. Gerir Þjóðhags- stofnun ráð fyriraðerin halli undan fæti hjá heildverslun á þessu ári og að hagnaður fari jafnvel niður fyrir eitt prósent. Til samanburðar var hagnaður á bilinu 3,5% til 4,1% á árunum 1971 til 1976, en árin 1977 og 1978 var hann 2,3% og 2,2%. Þetta kom fram í ræðu Olafs Davíðssonar, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar á fundi hjá Félagi stór- kaupmanna nýlega. Ólafur hafði að vísu eðlilega fyr- irvara á þessari spá, sem byggir á forsendum gamla skattakerfisins og óbreytt hlutfalli umboðslauna. En hvað sem því líður er til- hneygingin skýr og óyggj- andi. Ástæðurnar fyrir þessu taldi Ólafur vera örar kostn- aðrhækkanir og samdrátt í innflutingi. fjölmargir aðrir fylgihlutir - og svo að sjálfsögðu tölvur. Skrifstofutækni hefur fram til þessa verið þekktast fyrir Olivetti umboðið. Breytingar uröu á rekstri fyrirtaekisins síðast liðið vor þegar Leo M. Jónsson, tæknifræðingur keypti eignarhlut Gunnars Dungal Ford fær Suzuki umboðið Búast má við því að á næst- unni bætist enn eitt merkið á bílamarkaðinn hér á ís- landi, Suzuki. Fyrirskömmu fréttist af Þóri Jónssyni, for- stjóra Sveins Egilssonar í Japan þar sem hann ræddi við forráðamenn Suzuki. Mun Þórir hafa aflað fyrir- tæki sínu umboðs fyrir þennan japanska bíl á Is- landi. Suzuki framleiðir nú aðeins eina smábílsgerð. Mikil breyting hefur orðið á bílamarkaðnum á íslandi sem og í nágrannalöndum okkar á síðustu árum. Svo mikil sveifla hefur orðið í sölu á bílum frá evrópskum yfir í japanska og að minna leyti bandaríska að heita má að evrópskir bílar sé ill- seljanlegir. Hefur afkoman því verið erfið hjá mörgum umboðunum, sem aðeins selja evrópska bíla á meðan japönsku umboðin hafa upplifað hvert metárið á fæturöðru. Virðist það helst hafa verið til bjargar bíla- umboðunum að ná í jap- anskan bíl. Þó að fram- leiðslulína Suzuki sé ekki breið þá verður þessi litli jaþanski bíll eflaust til að verða sveiflujafnandi þáttur í rekstri Ford umboðsins. og hóf störf hjá því, sem framkvæmdastjóri. Skrifstofutækni hefur að undanförnu unnið að því að efla erlend viðskiptasam- bönd og hefur nú gert sam- komulag við 23 bandarísk fyrirtæki um beina sölu til íslands á tölvuvörum. Með því móti telur fyrirtækið sig Nú stendur fyrir dyrum frekari tölvuvæðing við- skiptabankanna og berjast nú sex aðilar um viðskipta- samning, sem eftir því sem Frjáls verzlun kemst næst, verður stærsti einstaki tölvusamningur íslands- sögunnar. Um verður að ræða algera tölvuvæðingu hinna almennu afgreiðslu bankanna, og munu þeir líklega standa saman um innkaupin. Áætlað er að um geti ver- Verslunar- ráðið safnar félögum Félagasöfnun stendur nú yfir hjá Verslunarráði ís- lands. Var hafist handa á síðast liðnu sumri og á söfnunarherferðin að standa til áramóta. Að söfn- uninni er staðið með ýmsu móti þar á meðal bréfa- skriftum til fyrirtækja og heimsóknum stjórnar- manna ráðsins. Nú eru um 400 félagar í Verslunarráð- inu, og langt er í frá að þeir séu allir verslunarmenn. geta boðið lægra verð, en algengt er í þessari grein að vörurnar komi hingað frá evrópskum milliliðum. Tölvukjörbúðir hafa verið að riðja sér til rúms í Bandaríkjunum og Evrópu að undanförnu. Til dæmis var fyrsta slíka verzlunin opnuð í Svíþjóð á þessu ári. ið að ræða samning upp á meir en tvo milljarða króna. Þeir sem boðið hafá í tækin eru: Einar J. Skúlason með Kingslay, IBM, Guðmundur R. Ingvarsson með Nixdorf, Skagfjörð með Datasaab, NCR og Skrifstofutækni með Olivetti. Kunnugir telja að líkleg- asta val bankanna séu tæk- in frá IBM eða Olivetti. IBM býður reyndar tæki, sem fremureru sniðin að banda- rískum þörfum en evrópsk- um, en styrk staða á ís- lenzkum tölvumarkaði hjálpar fyrirtækinu. Olivetti býður mjög fullkomin tæki á góðu verði og gerði fyrir- tækið nýlega samning við dönsku bankana um svip- aðar tölvur og hér er um að ræða upp á $200 milljónir en um 40.000 slíkar tölvur eru nú í notkun í heiminum. Þá eru Nixdorf tækin talin mjög góð og sama má segja um NÖR, en þærtölvureru í efri kantinum hvað verð snertir. Búast má við að gengið verði frá kaupum bankanna seinni hluta næsta árs. Mestu tölvukaup íslandssögunnar

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.