Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 10
ordspor Undanfurin misseri hefur verið þrálátur urð- rómur um að Blaðaprent, sameiginlegt prent- fyrirtæki Tímans, Vísis, Alþýðuhlaðsins og Þjóðviljans sé að liðast í sundur. Aðildarblöðin hafa ekki getuð komið sér saman um að leggja fé í nauðsynlega endurnýjun tækja þó að öllum sé Ijóst að vélar fvrirtækisins séu á síðasta snúningi. Líklegt má telja að þetta tómlæti, sem eigendur sína Blaðaprenti stafi fremur af áhugaleysi á frekara samstarfi en stefnuleysi í rekstri. Nú hafa línur tekið að skýrast nokkuð. Vísir hefur leitað eftir samstarfi við Morgunblaðið um setn- ingu. Vill Vísir kaupa innskriftarborð fyrir tölvusetningu, en keyra í gegnum setningarheila Morgunblaðsins, sem að sögn kunnugra stendur ónotaður 22 tíma á sólarhring. Moggamenn hafa hins vegar ýtt frá sér málinu í bili, þar sem tölvubyltingin á blaðinu er meira hægfara en búist var við. Þá hefur Edda, gamla Tíma- prentsmiðjan ákveðið að lappa upp á innviði sína ineð kaupum á hentugra húsnæði og nýjum setningartölvum. Þær tölvur eru bæði hrað- virkar og fjölhæfar og munu henta Tímanum einstaklega vel. Síðan hefur það spurst að krata- pressan hafi leitað tilboða í setningartæki og fengið, og nú sé hugmyndin að dusta rykið af Alþýðuprentsmiðjunni. Ætli eigendur Þjóðvilj- ans leiti svo ekki til flokkshjarðar sinnar um fjárframlög til prenttækja líkt og þegar Þjóð- viljahúsið var byggt. • Ýmsir hafa spurt sig hvað Eimskip geri nú þegar fyrirtœkið hefur enn fengið samkeppni á „Norð- ur A tlantshafsleiðinm'. Flestir muna hvað henti Bifröst þegar bílainnflytjendur cetluðu að sína „Eimskipafélagseinokuninni“ í tvo heimana. Nú siglir Bifröstin undir fúna Eimskip sem og Berg- lind, seinna skip Bifrastarh.f Hafskip mun hins vegar ekki ætla sér í verðsamkeppni við Eimskip á Ameríkuleiðinni, líkt og Bifröst, heldur mun félagið stefna að því að ná hœfilegum hluta af markaðnum út á sinn „goodwill“. Varnarliðið tryggir nýtingu á austurleiðinni, en skipting á flutningúm varnarliðsins milli skipafélaganna er í hlutfalli við siglingar. Þeir sem stúdera sam- setningu stjórnar Hafskips telja sig sjá þar lausn- ina á nýtingarvandamálum á vesturleiðinni. Eimskipafélagsmenn eru tiltölulega rólegir yfir þessum nýja keppinaut. Viðhorf þeirra hafa breyst mikið á undanförnum tveimur árum og þeir telja að með yftrburðum íþjónustuatriðum, sem lúta að tíðni og fjölda viðkomuhafna eigi þeir auðvelt tneð að halda markaðshlutdeild sinni. Nú eru nokkrir mánuðir liðnir frá því að sam- gönguráðuneytið heimilaði Iscargo vöruflug á milli íslands og Kaupmannahafnar. Enn hefur ekkert heyrst nánar um þetta flug, en ástæðan mun vera sú að dönsk flugmálayfirvöld hafa lagst á málið. Þar ytra var SAS fengiö málið til umsagnar og taldi félagiö að nægilega vel væri séð fyrir vöruflutningum á þessari leiö með reglubundnu flugi sínu og Flugleiða. Dönsku flugmálayfirvöldin munu vera svipaðs sinnis. • Nú er það Ijóst að bók Matthíasar Jóhannessens um Ólaf Thors mun ekki koma út um þessi jól. Bók þessi er mikil af smíðum og hefði orðið á milli sjö og átta hundruð blaðssíður. Ekkert vafamál er að mikill áhugi hefði orðið meðal almennings á þessari bók og sjálfsagt hefði hún náð háitt á ,,bestseller“ listanum í ár. Það mun hins vegar hafa verið samdóma álit barna Ólafs, útgáfunnar og Matthiasar að frekari vinnu þyrfti að leggja í handritið. Almenna bókafélagið mun hins vegar staðráðið í að gefa bókina út fyrir næstujól, þannig að hœnan er ekki flogin þó bið sé á að hún verpi gullegginu. Þeir sem starfa við húsgagnaverslun vita flestir undir niðri að einhver meiriháttar breyting hlýt- ur að verða á þeirri atvinnugrein á næstu árum. Nú eru um 70 aðilar, sem selja húsgögn á stór- Reykjavíkursvæöinu, sem telur um 140 þúsund íbúa. Lítill vafi er á því að hér eru of margir að 10

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.